Viðskipti innlent

Vísir biðst afsökunar

Birna Einarsdóttir
Birna Einarsdóttir

Vísir biður Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Nýja Glitnis, afsökunar á því að hafa borið hana röngum sökum í frétt fyrr í dag. Sú frétt hefur verið fjarlægð.

Í frétt okkar var Birna sökuð um að segja ósatt þegar hún greindi frá því í yfirlýsingu 31. október síðastliðinn að hún hefði þá þegar sent Fjármálaeftirlitinu gögn um hlutabréfakaup sín í Glitni í mars á síðasta ári. Hemildir Vísis um að hún hefði ekki skilað inn gögnum fyrr en síðastliðinn mánudag voru rangar.  Glitnir sendi Fjármálaeftirlitinu fyrst gögn um mál Birnu þann 27. október, fjórum dögum áður en yfirlýsing hennar birtist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×