Viðskipti innlent

Danskt fyrirtæki kaupir NetPartner

Danska fyrirtækið NORRIQ hefur keypt alla starfssemi NetPartner, þar á meðal NetPartner á Íslandi. Með kaupunum hefur NORRIQ færst nær sínu markmiði að vera meðal fremstu Microsoft þjónustufyrirtækjum í Evrópu og hefur nú Íslenski markaðurinn verið opnaður.

Í tilkynningu um málið segir að með yfirtöku NORRIQ á starfsemi NetPartner styrkir það kjarnastarfsemi sína til muna í infrastrúktur og ERP lausnum byggðum á Microsoft Dynamics. NORRIQ er leiðandi í sölu og dreifingu á Dynamics C5 og með þeim stærstu í Dynamics NAV. Kaupin á NetPartner er mjög stórt skref í átt að markmiði NORRIQ að geta boðið fyrirtækjum heildarlausnir í viðskiptalausnum, uppbyggingu innri kerfa og samþættum samskiptum eða Unified Communications.

„NetPartner er sérlega áhugavert og framsækið fyrirtæki, sem býður ýmsar einstakar lausnir og býr yfir einum hæfustu sérfræðingum á markaðinum," segir Bo Martinsen forstjóri NORRIQ. „Við hjá NORRIQ höfum lengi haft auga á NetPartner og hvað fyrirtækið hefur haft upp á að bjóða þar sem sérsvið NetPartner passa gríðarlega vel inn í alla okkar starfsemi og langtíma áform,"

NetPartner mun skipta um nafn og nota NORRIQ NetPartner og skrifstofa NetPartner á Íslandi mun heita NORRIQ Iceland. NORRIQ og NORRIQ Iceland munu frá fyrsta degi vinna þétt saman og mun íslenskir viðskiptavinir þess njóta strax góðs af.

„Við höfum þegar lagt fyrstu drög af sameiginlegum verkefnum og markaðsáherslu og munu sölu- og séfræðideildir okkar vinna þétt saman frá degi eitt," segir Anders Tomsen, framkvæmdarstjóri NORRIQ Iceland. „Það eru mikil samlegðaráhrif milli fyrirtækjanna sem mun gera okkur mögulegt að bjóða strax enn betri lausnir og þjónustu bæði á Íslandi og í Danmörku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×