Fleiri fréttir Mikil lækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 4,22 prósent strax við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stóð vísitalan í 7.542 stigum. Exista leiddi lækkunina en gengi bréfa í félaginu fór niður um 8,16 prósent. Gengi bréfa í FL Group féll um 6,28 prósent og Straums-Burðaráss um 5,16 prósent. Þetta er svipuð niðursveifla og á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum og víðar. 16.8.2007 10:02 Peningaskápurinn... Fjárfestum er stundum legið á hálsi fyrir siðleysi og græðgi. Svissneski bankinn, Credit Suisse, hefur nú fundið svar við því og býður viðskiptavinum sínum að fjárfesta í sjóði sem kallast Kristin gildi. 16.8.2007 00:01 Mikil lækkun í Kauphöllinni Gengi bréfa í nær öllum félögum Kauphallarinnar stóðu ýmist í stað eða lækkuðu í dag. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,2% og gengi í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði mest eða um 5,48%. Össur og Alfesca voru einu félögin sem hækkuðu í dag. 15.8.2007 15:32 Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum. 15.8.2007 12:56 Stærsta yfirtaka Íslandssögunnar Þessa stundina er verið að handsala stærstu yfirtöku Íslandssögunnar þegar Kaupþing kaupir hollenska bankann NIBS fyrir þrjá milljarða evra eða 270 milljarða króna. 15.8.2007 12:25 Lítið lát á kaupgleði með kortum Heildarvelta vegna kreditkortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Þetta er örlítið minni notkun en í mánuðinum á undan. Raunaukning kreditkortaveltu nemur hins vegar 10 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta jókst á sama tíma um 24 prósent á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir kortaveltu á öðrum ársfjórðungi merki um að einkaneysla hafi vaxið á ný á vordögum eftir samdrátt á fyrsta ársfjórðungi. 15.8.2007 11:15 Lækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. 15.8.2007 10:14 LME með rúman þriðjung bréfa í Stork Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna. 15.8.2007 09:24 Rannsakar Kaupþing og Exista vegna Storebrand-hlutar Norska fjármálaeftirlitið hefur hafið rannsókn á því hvort hlutur Kaupþings og Exista í norska tryggingafélaginu Storebrand teljist sem einn eignarhlutur og fari þannig yfir leyfilegan hámarkseignarhlut. 15.8.2007 08:08 Kaupþing kaupir hollenskan banka fyrir 270 milljarða Kaupþing hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í hollenska bankanum, NIBC Holding BV fyrir um það bil 2.985 milljónir evra, jafnvirði um 270 milljarða íslenskra króna. 15.8.2007 07:19 Hjálpa til með guðsgjöfina „Falleg húð er guðsgjöf, en því miður er þurr húð það líka,“ segir í tilkynningu fréttaveitunnar FOCUS Information Agency í Sofíu í Búlgaríu. Þetta er inngangur að umfjöllun um húðþurrk sem plagar víst fallega fólkið líka eftir göngutúra, sundferðir og almennan barning sumarsins. 15.8.2007 06:00 Gengi krónu lýtur erlendum kröftum Veiking krónunnar í kjölfar óróa á alþjóðamörkuðum gengur að stórum hluta til baka á síðari hluta árs. Gengi krónunnar verður sífellt háðara þróun á mörkuðum erlendis. 15.8.2007 05:45 Baugur hagnast um tuttugu milljarða á fyrri hluta árs Vanskil á fasteignalánum í Bandaríkjunum hafa ekki teljandi áhrif. 15.8.2007 05:30 Hagnast um 2,2 milljarða króna Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 2,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tap upp á 978 milljónir króna á sama tíma fyrir ári. 15.8.2007 05:30 Krefjast ógildingar Fjármálaeftirlitinu hefur verið send kæra vegna ólögmætrar atkvæðaskrár á fundi Sparisjóðs Skagfirðinga. Kærandi er Bjarni Jónsson, sem fer með stofnbréf fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Fræðaveitunnar. 15.8.2007 05:30 Bollywood nær en margur gæti ætlað Formaður Samtaka kvikmyndaframleiðenda á Indlandi telur Ísland að mörgu leyti ákjósanlegan tökustað fyrir indverskar kvikmyndir. 15.8.2007 05:15 Miklar væntingar Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem var fjórfalt betri afkoma en í fyrra. Hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista og góð afkoma hlutdeildarfélaga skýra þessa fínu afkomu öðru fremur. 15.8.2007 05:15 Ekkifréttir Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir. 15.8.2007 05:00 Áhrif á verðbólgu lítil Gengislækkun krónunnar að undanförnu ætti ekki að stuðla að aukinni verðbólgu. 15.8.2007 05:00 Áfengisgjald rýrnar Áfengisgjald af sterku áfengi hefur rýrnað um þrettán prósent að raunvirði frá síðustu breytingu á áfengisgjaldi árið 2004, samkvæmt frétt á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. 15.8.2007 04:45 Höfum ekki sagt okkar síðasta „Órói á mörkuðum getur falið í sér margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki á borð við Marel,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, en hann fór yfir afkomu þess og horfur á fundi með greinendum á mánudagsmorgun. 15.8.2007 04:30 Virði SPRON hátt yfir verðmati Capacent Þegar lokað var fyrir með viðskipti á stofnfjárbréfum í SPRON þann 7. ágúst var stofnfé sparisjóðsins metið á rúma 103 milljarða króna. Samkvæmt verðmati Capacent ráðgjafar, sem unnið var vegna hlutafjárvæðingar sparisjóðsins, er SPRON metinn á 59,4 milljarða króna. 15.8.2007 04:15 Betware nemur land á Spáni Undirritaður hefur verið samningur íslenska hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækisins Betware og Spænska ríkislottósins um að Betware þjónusti lottóið á sviði gagnvirkra leikja. Samningurinn er gerður við STL (Sistemas Técnicos de Loterías del Estado) sem er að fullu í eigu ríkislottósins. 15.8.2007 04:00 Margt spjallað Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði. 15.8.2007 03:15 Glitnisáheit SOS til Sómalíu SOS-barnaþorpin hafa ákveðið að senda þá fjármuni sem safnast vegna Reykjavíkurmaraþons Glitnis, sem fram fer næsta laugardag, til Sómalíu. Þrjátíu og átta einstaklingar hafa skráð sig í maraþonið með það að markmiði að safna fé handa SOS-barnaþorpunum. 15.8.2007 02:45 Samskip auka siglingar innan Evrópu Siglingar Samskipa milli Zeebrugge í Belgíu og hafna í Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum, með viðkomu í Rotterdam og á Bretlandseyjum, hefjast 17. ágúst næstkomandi. Um er að ræða vikulegar áætlunarsiglingar og aukast með þeim nokkuð umsvif í Evrópusiglingum félagsins. 15.8.2007 02:00 Icelandair tapar einum milljarði króna Icelandair Group tapaði um einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Á sama tíma jukust tekjur fyrirtækisins um fjóra milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir í lok fyrri helmingi ársins námu tæpum 72 milljörðum. Forstjóri Icelandair Group segir afkoma í áætlunarflugi undir væntingum. Hann boðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu. 14.8.2007 19:44 Framkvæmdastjóri Pickenpack segir upp Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar. 14.8.2007 14:29 Eyrir hagnaðist um 2,2 milljarða Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um 2,2 milljarða eftir skatt á fyrri hluta ársins 2007 en tilkynning þess efnis barst Kauphöllinni í dag. Í tilkynningunni kemur fram að eigið fé félagsins hafi aukist um 65% frá áramótum vegan góðs hagnaðar og hlutafjáraukningar. 14.8.2007 13:54 Glitnir býst við vaxtahækkunum hjá ÍLS Greiningadeild Glitnis býst við að útlánavextir Íbúðalánasjóðs verði hækkaðir í 4,85%-4,9% með uppgreiðsluþóknun og 5,10%-5,15% án þóknunar. 14.8.2007 12:30 Fimm skip til Eyja á rúmu ári Uppbygging skipaflota Vestmannaeyinga fyrir milljarða króna stendur nú sem hæst. Í gærkvöldi bættist nýtt skip Bergey VE 544 við í flotann Bergey er fjórða skipið sem bætist við Eyjaflotann á rúmu ári og er að minnsta kosti eitt skip enn væntanlegt fljótlega. 14.8.2007 12:30 Lækkun við opnun viðskipta Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59 prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 8.051 stigi. Þetta er í takt við gengi á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu í dag og í Bandaríkjunum í gær. 14.8.2007 10:05 Einkaneysla eykst áfram Sú mikla veltuaukning sem varð í dagvöruverslun í mars síðastliðnum, þegar virðisaukaskattur var lækkaður og vörugjöld afnumin, hefur haldið áfram að aukast hvern mánuð og einkaneysla heldur áfram. 14.8.2007 08:36 Hannes fer upp fyrir Gnúp Stærstu hluthafarnir í FL Group halda áfram að auka hlut sinn í félaginu. Oddaflug B.V., sem er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, festi kaup á eins prósents hlut í FL fyrir helgi. Kaupverðið nam tæpum 2,1 milljarði króna. 14.8.2007 03:00 Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkura Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúma 4,6 milljarða krónar á fyrri helmingi ársins samanborið við rétt rúman milljarð króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 338,7 prósentum á milli ára en hagnaður sparisjóðsins hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi. 13.8.2007 13:36 Vextir munu snarlækka á næsta ári Greiningadeild Glitnis býst við að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í 13,3%. Næsta vaxtaávörðun verður tekin þann 6. september. Glitnir telur að stýrivaxtalækkunarferlið hefjist í mars á næsta ári og vextir verði komnir í 9,25% í árslok 2008 13.8.2007 12:04 Hagræðing fyrir viðskiptavini Síminn og 365 miðlar hafa gert með sér samning um frekari dreifingu sjónvarpsefnis. Á síðasta ári undirrituðu forsvarsmenn Símans og 365 miðla samning um aðgang 365 miðla að Sjónvarpi Símans. Nýlega gerðu þeir með sér annan samning, sem hefur töluverða hagræðingu í för með sér fyrir viðskiptavini Símans. 13.8.2007 12:00 Føroyja Banki hagnast um milljarð á hálfu ári Nettóhagnaður Føroya Banka nam rúmum milljarði íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við 460 milljónir á sama tímabili í fyrra. Føroyja Banki var skráður í Kauphöllina á Íslandi fyrr í sumar. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi var nokkru yfir væntingum. 13.8.2007 11:41 Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stigum á ný Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,34 prósent og fór í 8.100 stig skömmu eftir opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Vísitalan lækkaði um 3,47 prósent á föstudag og fór undir 8.000 stigin. Hún hafði ekki verið lægri síðan um miðjan maí í fyrra. 13.8.2007 10:02 Útlán Íbúðalánasjóðs 6,3 milljarðar í júlí Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 6,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Af þeim voru 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru 5,7 milljarðar króna, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Meðallán var tæplega 9,4 milljónir króna. 13.8.2007 09:29 Verðbólgan í lágmarki Vísitala neysluverðs í ágúst 2007 hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,37%. Verðbólga á ársgrundvelli er 3,4%. 13.8.2007 09:07 Hvönn hindrar krabbamein Fyrirtæki dr. Sigmundar Guðbjarnasonar vinnur að gerð heilsubótarefnis úr hvönn sem getur haft áhrif á Alzheimer og gleymsku. Sigmundur segir hvönnina geta minnkað líkur á krabbameini og ristruflunum. 13.8.2007 00:30 Heilbrigðiseftirlitið hakkað Tyrkneskir tölvuþrjótar létu til skarar skríða á nýjan leik í gær og brutust inn á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Þegar farið var inn á síðuna haust.is blakti þar tyrkneski þjóðfáninn á svörtum grunni og hljómaði þjóðleg tónlist undir. 12.8.2007 00:01 Hlutur Bakkabræðra í Exista rýrnaði um 19 milljarða Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fóru ekki varhluta af lækkuninni á mörkuðum í vikunni. Eignarhaldsfélag þeirra, Bakkabraedur Holding B.V., á 45,2% hlut í fjármálafyrirtækinu Exista sem lækkaði um 9% í vikunni. Verðmæti hlutabréfa þeirra bræðra rýrnaði við það um 19 milljarða, fór úr 189 milljörðum í 170 milljarða. 11.8.2007 09:34 Peningaskápurinn ... Ríkisstarfsmenn sitja gjarnan undir góðlátlegum glósum um að vera lausari við en þeir sem helga líf sitt einkageiranum. Ekki ætlar höfundur þessa dálks í að setjast í dómarasæti í þeim efnum. Hitt er annað mál að blaðamaður hringdi í Seðlabankann einn rigningardag í þessari viku og bað um að fá að ræða við starfsmann á gjaldeyrissviði. 11.8.2007 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mikil lækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 4,22 prósent strax við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stóð vísitalan í 7.542 stigum. Exista leiddi lækkunina en gengi bréfa í félaginu fór niður um 8,16 prósent. Gengi bréfa í FL Group féll um 6,28 prósent og Straums-Burðaráss um 5,16 prósent. Þetta er svipuð niðursveifla og á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum og víðar. 16.8.2007 10:02
Peningaskápurinn... Fjárfestum er stundum legið á hálsi fyrir siðleysi og græðgi. Svissneski bankinn, Credit Suisse, hefur nú fundið svar við því og býður viðskiptavinum sínum að fjárfesta í sjóði sem kallast Kristin gildi. 16.8.2007 00:01
Mikil lækkun í Kauphöllinni Gengi bréfa í nær öllum félögum Kauphallarinnar stóðu ýmist í stað eða lækkuðu í dag. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,2% og gengi í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði mest eða um 5,48%. Össur og Alfesca voru einu félögin sem hækkuðu í dag. 15.8.2007 15:32
Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum. 15.8.2007 12:56
Stærsta yfirtaka Íslandssögunnar Þessa stundina er verið að handsala stærstu yfirtöku Íslandssögunnar þegar Kaupþing kaupir hollenska bankann NIBS fyrir þrjá milljarða evra eða 270 milljarða króna. 15.8.2007 12:25
Lítið lát á kaupgleði með kortum Heildarvelta vegna kreditkortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Þetta er örlítið minni notkun en í mánuðinum á undan. Raunaukning kreditkortaveltu nemur hins vegar 10 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta jókst á sama tíma um 24 prósent á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir kortaveltu á öðrum ársfjórðungi merki um að einkaneysla hafi vaxið á ný á vordögum eftir samdrátt á fyrsta ársfjórðungi. 15.8.2007 11:15
Lækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. 15.8.2007 10:14
LME með rúman þriðjung bréfa í Stork Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna. 15.8.2007 09:24
Rannsakar Kaupþing og Exista vegna Storebrand-hlutar Norska fjármálaeftirlitið hefur hafið rannsókn á því hvort hlutur Kaupþings og Exista í norska tryggingafélaginu Storebrand teljist sem einn eignarhlutur og fari þannig yfir leyfilegan hámarkseignarhlut. 15.8.2007 08:08
Kaupþing kaupir hollenskan banka fyrir 270 milljarða Kaupþing hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í hollenska bankanum, NIBC Holding BV fyrir um það bil 2.985 milljónir evra, jafnvirði um 270 milljarða íslenskra króna. 15.8.2007 07:19
Hjálpa til með guðsgjöfina „Falleg húð er guðsgjöf, en því miður er þurr húð það líka,“ segir í tilkynningu fréttaveitunnar FOCUS Information Agency í Sofíu í Búlgaríu. Þetta er inngangur að umfjöllun um húðþurrk sem plagar víst fallega fólkið líka eftir göngutúra, sundferðir og almennan barning sumarsins. 15.8.2007 06:00
Gengi krónu lýtur erlendum kröftum Veiking krónunnar í kjölfar óróa á alþjóðamörkuðum gengur að stórum hluta til baka á síðari hluta árs. Gengi krónunnar verður sífellt háðara þróun á mörkuðum erlendis. 15.8.2007 05:45
Baugur hagnast um tuttugu milljarða á fyrri hluta árs Vanskil á fasteignalánum í Bandaríkjunum hafa ekki teljandi áhrif. 15.8.2007 05:30
Hagnast um 2,2 milljarða króna Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 2,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tap upp á 978 milljónir króna á sama tíma fyrir ári. 15.8.2007 05:30
Krefjast ógildingar Fjármálaeftirlitinu hefur verið send kæra vegna ólögmætrar atkvæðaskrár á fundi Sparisjóðs Skagfirðinga. Kærandi er Bjarni Jónsson, sem fer með stofnbréf fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Fræðaveitunnar. 15.8.2007 05:30
Bollywood nær en margur gæti ætlað Formaður Samtaka kvikmyndaframleiðenda á Indlandi telur Ísland að mörgu leyti ákjósanlegan tökustað fyrir indverskar kvikmyndir. 15.8.2007 05:15
Miklar væntingar Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem var fjórfalt betri afkoma en í fyrra. Hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista og góð afkoma hlutdeildarfélaga skýra þessa fínu afkomu öðru fremur. 15.8.2007 05:15
Ekkifréttir Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir. 15.8.2007 05:00
Áhrif á verðbólgu lítil Gengislækkun krónunnar að undanförnu ætti ekki að stuðla að aukinni verðbólgu. 15.8.2007 05:00
Áfengisgjald rýrnar Áfengisgjald af sterku áfengi hefur rýrnað um þrettán prósent að raunvirði frá síðustu breytingu á áfengisgjaldi árið 2004, samkvæmt frétt á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. 15.8.2007 04:45
Höfum ekki sagt okkar síðasta „Órói á mörkuðum getur falið í sér margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki á borð við Marel,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, en hann fór yfir afkomu þess og horfur á fundi með greinendum á mánudagsmorgun. 15.8.2007 04:30
Virði SPRON hátt yfir verðmati Capacent Þegar lokað var fyrir með viðskipti á stofnfjárbréfum í SPRON þann 7. ágúst var stofnfé sparisjóðsins metið á rúma 103 milljarða króna. Samkvæmt verðmati Capacent ráðgjafar, sem unnið var vegna hlutafjárvæðingar sparisjóðsins, er SPRON metinn á 59,4 milljarða króna. 15.8.2007 04:15
Betware nemur land á Spáni Undirritaður hefur verið samningur íslenska hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækisins Betware og Spænska ríkislottósins um að Betware þjónusti lottóið á sviði gagnvirkra leikja. Samningurinn er gerður við STL (Sistemas Técnicos de Loterías del Estado) sem er að fullu í eigu ríkislottósins. 15.8.2007 04:00
Margt spjallað Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði. 15.8.2007 03:15
Glitnisáheit SOS til Sómalíu SOS-barnaþorpin hafa ákveðið að senda þá fjármuni sem safnast vegna Reykjavíkurmaraþons Glitnis, sem fram fer næsta laugardag, til Sómalíu. Þrjátíu og átta einstaklingar hafa skráð sig í maraþonið með það að markmiði að safna fé handa SOS-barnaþorpunum. 15.8.2007 02:45
Samskip auka siglingar innan Evrópu Siglingar Samskipa milli Zeebrugge í Belgíu og hafna í Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum, með viðkomu í Rotterdam og á Bretlandseyjum, hefjast 17. ágúst næstkomandi. Um er að ræða vikulegar áætlunarsiglingar og aukast með þeim nokkuð umsvif í Evrópusiglingum félagsins. 15.8.2007 02:00
Icelandair tapar einum milljarði króna Icelandair Group tapaði um einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Á sama tíma jukust tekjur fyrirtækisins um fjóra milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir í lok fyrri helmingi ársins námu tæpum 72 milljörðum. Forstjóri Icelandair Group segir afkoma í áætlunarflugi undir væntingum. Hann boðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu. 14.8.2007 19:44
Framkvæmdastjóri Pickenpack segir upp Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar. 14.8.2007 14:29
Eyrir hagnaðist um 2,2 milljarða Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um 2,2 milljarða eftir skatt á fyrri hluta ársins 2007 en tilkynning þess efnis barst Kauphöllinni í dag. Í tilkynningunni kemur fram að eigið fé félagsins hafi aukist um 65% frá áramótum vegan góðs hagnaðar og hlutafjáraukningar. 14.8.2007 13:54
Glitnir býst við vaxtahækkunum hjá ÍLS Greiningadeild Glitnis býst við að útlánavextir Íbúðalánasjóðs verði hækkaðir í 4,85%-4,9% með uppgreiðsluþóknun og 5,10%-5,15% án þóknunar. 14.8.2007 12:30
Fimm skip til Eyja á rúmu ári Uppbygging skipaflota Vestmannaeyinga fyrir milljarða króna stendur nú sem hæst. Í gærkvöldi bættist nýtt skip Bergey VE 544 við í flotann Bergey er fjórða skipið sem bætist við Eyjaflotann á rúmu ári og er að minnsta kosti eitt skip enn væntanlegt fljótlega. 14.8.2007 12:30
Lækkun við opnun viðskipta Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59 prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 8.051 stigi. Þetta er í takt við gengi á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu í dag og í Bandaríkjunum í gær. 14.8.2007 10:05
Einkaneysla eykst áfram Sú mikla veltuaukning sem varð í dagvöruverslun í mars síðastliðnum, þegar virðisaukaskattur var lækkaður og vörugjöld afnumin, hefur haldið áfram að aukast hvern mánuð og einkaneysla heldur áfram. 14.8.2007 08:36
Hannes fer upp fyrir Gnúp Stærstu hluthafarnir í FL Group halda áfram að auka hlut sinn í félaginu. Oddaflug B.V., sem er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, festi kaup á eins prósents hlut í FL fyrir helgi. Kaupverðið nam tæpum 2,1 milljarði króna. 14.8.2007 03:00
Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkura Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúma 4,6 milljarða krónar á fyrri helmingi ársins samanborið við rétt rúman milljarð króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 338,7 prósentum á milli ára en hagnaður sparisjóðsins hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi. 13.8.2007 13:36
Vextir munu snarlækka á næsta ári Greiningadeild Glitnis býst við að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í 13,3%. Næsta vaxtaávörðun verður tekin þann 6. september. Glitnir telur að stýrivaxtalækkunarferlið hefjist í mars á næsta ári og vextir verði komnir í 9,25% í árslok 2008 13.8.2007 12:04
Hagræðing fyrir viðskiptavini Síminn og 365 miðlar hafa gert með sér samning um frekari dreifingu sjónvarpsefnis. Á síðasta ári undirrituðu forsvarsmenn Símans og 365 miðla samning um aðgang 365 miðla að Sjónvarpi Símans. Nýlega gerðu þeir með sér annan samning, sem hefur töluverða hagræðingu í för með sér fyrir viðskiptavini Símans. 13.8.2007 12:00
Føroyja Banki hagnast um milljarð á hálfu ári Nettóhagnaður Føroya Banka nam rúmum milljarði íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við 460 milljónir á sama tímabili í fyrra. Føroyja Banki var skráður í Kauphöllina á Íslandi fyrr í sumar. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi var nokkru yfir væntingum. 13.8.2007 11:41
Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stigum á ný Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,34 prósent og fór í 8.100 stig skömmu eftir opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Vísitalan lækkaði um 3,47 prósent á föstudag og fór undir 8.000 stigin. Hún hafði ekki verið lægri síðan um miðjan maí í fyrra. 13.8.2007 10:02
Útlán Íbúðalánasjóðs 6,3 milljarðar í júlí Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 6,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Af þeim voru 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru 5,7 milljarðar króna, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Meðallán var tæplega 9,4 milljónir króna. 13.8.2007 09:29
Verðbólgan í lágmarki Vísitala neysluverðs í ágúst 2007 hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,37%. Verðbólga á ársgrundvelli er 3,4%. 13.8.2007 09:07
Hvönn hindrar krabbamein Fyrirtæki dr. Sigmundar Guðbjarnasonar vinnur að gerð heilsubótarefnis úr hvönn sem getur haft áhrif á Alzheimer og gleymsku. Sigmundur segir hvönnina geta minnkað líkur á krabbameini og ristruflunum. 13.8.2007 00:30
Heilbrigðiseftirlitið hakkað Tyrkneskir tölvuþrjótar létu til skarar skríða á nýjan leik í gær og brutust inn á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Þegar farið var inn á síðuna haust.is blakti þar tyrkneski þjóðfáninn á svörtum grunni og hljómaði þjóðleg tónlist undir. 12.8.2007 00:01
Hlutur Bakkabræðra í Exista rýrnaði um 19 milljarða Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fóru ekki varhluta af lækkuninni á mörkuðum í vikunni. Eignarhaldsfélag þeirra, Bakkabraedur Holding B.V., á 45,2% hlut í fjármálafyrirtækinu Exista sem lækkaði um 9% í vikunni. Verðmæti hlutabréfa þeirra bræðra rýrnaði við það um 19 milljarða, fór úr 189 milljörðum í 170 milljarða. 11.8.2007 09:34
Peningaskápurinn ... Ríkisstarfsmenn sitja gjarnan undir góðlátlegum glósum um að vera lausari við en þeir sem helga líf sitt einkageiranum. Ekki ætlar höfundur þessa dálks í að setjast í dómarasæti í þeim efnum. Hitt er annað mál að blaðamaður hringdi í Seðlabankann einn rigningardag í þessari viku og bað um að fá að ræða við starfsmann á gjaldeyrissviði. 11.8.2007 00:01