Fleiri fréttir

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan féll um 4,22 prósent strax við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stóð vísitalan í 7.542 stigum. Exista leiddi lækkunina en gengi bréfa í félaginu fór niður um 8,16 prósent. Gengi bréfa í FL Group féll um 6,28 prósent og Straums-Burðaráss um 5,16 prósent. Þetta er svipuð niðursveifla og á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum og víðar.

Peningaskápurinn...

Fjárfestum er stundum legið á hálsi fyrir siðleysi og græðgi. Svissneski bankinn, Credit Suisse, hefur nú fundið svar við því og býður viðskiptavinum sínum að fjárfesta í sjóði sem kallast Kristin gildi.

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Gengi bréfa í nær öllum félögum Kauphallarinnar stóðu ýmist í stað eða lækkuðu í dag. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,2% og gengi í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði mest eða um 5,48%. Össur og Alfesca voru einu félögin sem hækkuðu í dag.

Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum.

Stærsta yfirtaka Íslandssögunnar

Þessa stundina er verið að handsala stærstu yfirtöku Íslandssögunnar þegar Kaupþing kaupir hollenska bankann NIBS fyrir þrjá milljarða evra eða 270 milljarða króna.

Lítið lát á kaupgleði með kortum

Heildarvelta vegna kreditkortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Þetta er örlítið minni notkun en í mánuðinum á undan. Raunaukning kreditkortaveltu nemur hins vegar 10 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta jókst á sama tíma um 24 prósent á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir kortaveltu á öðrum ársfjórðungi merki um að einkaneysla hafi vaxið á ný á vordögum eftir samdrátt á fyrsta ársfjórðungi.

Lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

LME með rúman þriðjung bréfa í Stork

Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna.

Rannsakar Kaupþing og Exista vegna Storebrand-hlutar

Norska fjármálaeftirlitið hefur hafið rannsókn á því hvort hlutur Kaupþings og Exista í norska tryggingafélaginu Storebrand teljist sem einn eignarhlutur og fari þannig yfir leyfilegan hámarkseignarhlut.

Hjálpa til með guðsgjöfina

„Falleg húð er guðsgjöf, en því miður er þurr húð það líka,“ segir í tilkynningu fréttaveitunnar FOCUS Information Agency í Sofíu í Búlgaríu. Þetta er inngangur að umfjöllun um húðþurrk sem plagar víst fallega fólkið líka eftir göngutúra, sundferðir og almennan barning sumarsins.

Gengi krónu lýtur erlendum kröftum

Veiking krónunnar í kjölfar óróa á alþjóðamörkuðum gengur að stórum hluta til baka á síðari hluta árs. Gengi krónunnar verður sífellt háðara þróun á mörkuðum erlendis.

Hagnast um 2,2 milljarða króna

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 2,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tap upp á 978 milljónir króna á sama tíma fyrir ári.

Krefjast ógildingar

Fjármálaeftirlitinu hefur verið send kæra vegna ólögmætrar atkvæðaskrár á fundi Sparisjóðs Skagfirðinga. Kærandi er Bjarni Jónsson, sem fer með stofnbréf fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Fræðaveitunnar.

Miklar væntingar

Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem var fjórfalt betri afkoma en í fyrra. Hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista og góð afkoma hlutdeildarfélaga skýra þessa fínu afkomu öðru fremur.

Ekkifréttir

Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir.

Áfengisgjald rýrnar

Áfengisgjald af sterku áfengi hefur rýrnað um þrettán prósent að raunvirði frá síðustu breytingu á áfengisgjaldi árið 2004, samkvæmt frétt á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.

Höfum ekki sagt okkar síðasta

„Órói á mörkuðum getur falið í sér margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki á borð við Marel,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, en hann fór yfir afkomu þess og horfur á fundi með greinendum á mánudagsmorgun.

Virði SPRON hátt yfir verðmati Capacent

Þegar lokað var fyrir með viðskipti á stofnfjárbréfum í SPRON þann 7. ágúst var stofnfé sparisjóðsins metið á rúma 103 milljarða króna. Samkvæmt verðmati Capacent ráðgjafar, sem unnið var vegna hlutafjárvæðingar sparisjóðsins, er SPRON metinn á 59,4 milljarða króna.

Betware nemur land á Spáni

Undirritaður hefur verið samningur íslenska hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækisins Betware og Spænska ríkislottósins um að Betware þjónusti lottóið á sviði gagnvirkra leikja. Samningurinn er gerður við STL (Sistemas Técnicos de Loterías del Estado) sem er að fullu í eigu ríkislottósins.

Margt spjallað

Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði.

Glitnisáheit SOS til Sómalíu

SOS-barnaþorpin hafa ákveðið að senda þá fjármuni sem safnast vegna Reykjavíkurmaraþons Glitnis, sem fram fer næsta laugardag, til Sómalíu. Þrjátíu og átta einstaklingar hafa skráð sig í mara­þonið með það að markmiði að safna fé handa SOS-barnaþorpunum.

Samskip auka siglingar innan Evrópu

Siglingar Samskipa milli Zeebrugge í Belgíu og hafna í Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum, með viðkomu í Rotterdam og á Bretlandseyjum, hefjast 17. ágúst næstkomandi. Um er að ræða vikulegar áætlunarsiglingar og aukast með þeim nokkuð umsvif í Evrópusiglingum félagsins.

Icelandair tapar einum milljarði króna

Icelandair Group tapaði um einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Á sama tíma jukust tekjur fyrirtækisins um fjóra milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir í lok fyrri helmingi ársins námu tæpum 72 milljörðum. Forstjóri Icelandair Group segir afkoma í áætlunarflugi undir væntingum. Hann boðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu.

Framkvæmdastjóri Pickenpack segir upp

Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar.

Eyrir hagnaðist um 2,2 milljarða

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um 2,2 milljarða eftir skatt á fyrri hluta ársins 2007 en tilkynning þess efnis barst Kauphöllinni í dag. Í tilkynningunni kemur fram að eigið fé félagsins hafi aukist um 65% frá áramótum vegan góðs hagnaðar og hlutafjáraukningar.

Glitnir býst við vaxtahækkunum hjá ÍLS

Greiningadeild Glitnis býst við að útlánavextir Íbúðalánasjóðs verði hækkaðir í 4,85%-4,9% með uppgreiðsluþóknun og 5,10%-5,15% án þóknunar.

Fimm skip til Eyja á rúmu ári

Uppbygging skipaflota Vestmannaeyinga fyrir milljarða króna stendur nú sem hæst. Í gærkvöldi bættist nýtt skip Bergey VE 544 við í flotann Bergey er fjórða skipið sem bætist við Eyjaflotann á rúmu ári og er að minnsta kosti eitt skip enn væntanlegt fljótlega.

Lækkun við opnun viðskipta

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59 prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 8.051 stigi. Þetta er í takt við gengi á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu í dag og í Bandaríkjunum í gær.

Einkaneysla eykst áfram

Sú mikla veltuaukning sem varð í dagvöruverslun í mars síðastliðnum, þegar virðisaukaskattur var lækkaður og vörugjöld afnumin, hefur haldið áfram að aukast hvern mánuð og einkaneysla heldur áfram.

Hannes fer upp fyrir Gnúp

Stærstu hluthafarnir í FL Group halda áfram að auka hlut sinn í félaginu. Oddaflug B.V., sem er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, festi kaup á eins prósents hlut í FL fyrir helgi. Kaupverðið nam tæpum 2,1 milljarði króna.

Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkura

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúma 4,6 milljarða krónar á fyrri helmingi ársins samanborið við rétt rúman milljarð króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 338,7 prósentum á milli ára en hagnaður sparisjóðsins hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi.

Vextir munu snarlækka á næsta ári

Greiningadeild Glitnis býst við að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í 13,3%. Næsta vaxtaávörðun verður tekin þann 6. september. Glitnir telur að stýrivaxtalækkunarferlið hefjist í mars á næsta ári og vextir verði komnir í 9,25% í árslok 2008

Hagræðing fyrir viðskiptavini

Síminn og 365 miðlar hafa gert með sér samning um frekari dreifingu sjónvarpsefnis. Á síðasta ári undirrituðu forsvarsmenn Símans og 365 miðla samning um aðgang 365 miðla að Sjónvarpi Símans. Nýlega gerðu þeir með sér annan samning, sem hefur töluverða hagræðingu í för með sér fyrir viðskiptavini Símans.

Føroyja Banki hagnast um milljarð á hálfu ári

Nettóhagnaður Føroya Banka nam rúmum milljarði íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við 460 milljónir á sama tímabili í fyrra. Føroyja Banki var skráður í Kauphöllina á Íslandi fyrr í sumar. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi var nokkru yfir væntingum.

Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stigum á ný

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,34 prósent og fór í 8.100 stig skömmu eftir opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Vísitalan lækkaði um 3,47 prósent á föstudag og fór undir 8.000 stigin. Hún hafði ekki verið lægri síðan um miðjan maí í fyrra.

Útlán Íbúðalánasjóðs 6,3 milljarðar í júlí

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 6,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Af þeim voru 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru 5,7 milljarðar króna, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Meðallán var tæplega 9,4 milljónir króna.

Verðbólgan í lágmarki

Vísitala neysluverðs í ágúst 2007 hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,37%. Verðbólga á ársgrundvelli er 3,4%.

Hvönn hindrar krabbamein

Fyrirtæki dr. Sigmundar Guðbjarnasonar vinnur að gerð heilsubótarefnis úr hvönn sem getur haft áhrif á Alzheimer og gleymsku. Sigmundur segir hvönnina geta minnkað líkur á krabbameini og ristruflunum.

Heilbrigðiseftirlitið hakkað

Tyrkneskir tölvuþrjótar létu til skarar skríða á nýjan leik í gær og brutust inn á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Þegar farið var inn á síðuna haust.is blakti þar tyrkneski þjóðfáninn á svörtum grunni og hljómaði þjóðleg tónlist undir.

Hlutur Bakkabræðra í Exista rýrnaði um 19 milljarða

Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fóru ekki varhluta af lækkuninni á mörkuðum í vikunni. Eignarhaldsfélag þeirra, Bakkabraedur Holding B.V., á 45,2% hlut í fjármálafyrirtækinu Exista sem lækkaði um 9% í vikunni. Verðmæti hlutabréfa þeirra bræðra rýrnaði við það um 19 milljarða, fór úr 189 milljörðum í 170 milljarða.

Peningaskápurinn ...

Ríkisstarfsmenn sitja gjarnan undir góðlátlegum glósum um að vera lausari við en þeir sem helga líf sitt einkageiranum. Ekki ætlar höfundur þessa dálks í að setjast í dómarasæti í þeim efnum. Hitt er annað mál að blaðamaður hringdi í Seðlabankann einn rigningardag í þessari viku og bað um að fá að ræða við starfsmann á gjaldeyrissviði.

Sjá næstu 50 fréttir