Gengi krónu lýtur erlendum kröftum Jón Skaftason skrifar 15. ágúst 2007 05:45 „Við spáum því að krónan komi til baka, og styrkist aftur á síðari hluta árs,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Glitnis. Krónan hefur veikst um tæp níu prósent síðustu þrjár vikur. Jón Bjarki segir spána þó taka mið af því að ró færist á ný yfir alþjóðamarkaði, sem hafa tekið dýfu undanfarnar vikur vegna fregna af vanskilum á húsnæðislánum í Bandaríkjunum. „Krónan nær þó ekki hæðum sumarsins, en við spáum að gengisvísitalan verði í 116 til 117 stigum nú í haust þegar gengið verður hvað sterkast.“ Gengisvísitala krónunnar fór lægst í 110,12 stig 24. júlí síðastliðinn, en stóð í um 121 stigi í gær. Hæst fór gengisvísitalan í 121,5 stig þann 10. ágúst. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að krónan verði sífellt háðari þróun á alþjóðamörkuðum. „Takist Seðlabönkum víða um heim að róa markaði, og í ljós kemur að tap erlendra banka vegna viðsnúnings á bandaríska fasteignamarkaðnum er hóflegt, þykir mér líklegt að krónan nái stöðugleika á ný og styrkist,“ segir Þorvarður Tjörvi. Jón Bjarki tekur undir þessi sjónarmið Þorvarðar Tjörva, en telur að þótt óróinn reynist skammvinnur kunni ástand síðustu vikna að draga dilk á eftir sér „Svo kann að fara að ákveðin áhættufælni sitji eftir í mönnum, auk þess sem aðgengi að fjármagni verður líklega erfiðara en það var fyrr á árinu. Ef þessi skjálfti verður viðvarandi á mörkuðum getur hreinlega orðið svo að einhverjir fjárfestar telji sig tilneydda til að losa sig út úr fjárfestingum hér á landi,“ segir Jón Bjarki. Hann bætir hins vegar við að Ísland sé ekki talið áhættusamara en önnur lönd um þessar mundir þegar kemur að fjárfestingum. Jón Bjarki segir að hér áður fyrr hafi menn ekki velt sérstaklega fyrir sér skoðunum erlendra fjárfesta á krónunni. „Stórfréttir á borð við niðurskurð á þorskaflanum hefðu nánast slegið gengi krónunnar niður fyrir nokkrum misserum, en hafa nú lítil áhrif á gengið.“ Samkvæmt hagspá greiningar Glitnis mun krónan veikjast hratt á næsta ári, samhliða væntanlegum stýrivaxtalækkunum Seðlabankans. Telja sérfræðingar bankans að gengisvísitalan muni standa í tæpum 130 stigum undir lok árs 2008. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Við spáum því að krónan komi til baka, og styrkist aftur á síðari hluta árs,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Glitnis. Krónan hefur veikst um tæp níu prósent síðustu þrjár vikur. Jón Bjarki segir spána þó taka mið af því að ró færist á ný yfir alþjóðamarkaði, sem hafa tekið dýfu undanfarnar vikur vegna fregna af vanskilum á húsnæðislánum í Bandaríkjunum. „Krónan nær þó ekki hæðum sumarsins, en við spáum að gengisvísitalan verði í 116 til 117 stigum nú í haust þegar gengið verður hvað sterkast.“ Gengisvísitala krónunnar fór lægst í 110,12 stig 24. júlí síðastliðinn, en stóð í um 121 stigi í gær. Hæst fór gengisvísitalan í 121,5 stig þann 10. ágúst. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að krónan verði sífellt háðari þróun á alþjóðamörkuðum. „Takist Seðlabönkum víða um heim að róa markaði, og í ljós kemur að tap erlendra banka vegna viðsnúnings á bandaríska fasteignamarkaðnum er hóflegt, þykir mér líklegt að krónan nái stöðugleika á ný og styrkist,“ segir Þorvarður Tjörvi. Jón Bjarki tekur undir þessi sjónarmið Þorvarðar Tjörva, en telur að þótt óróinn reynist skammvinnur kunni ástand síðustu vikna að draga dilk á eftir sér „Svo kann að fara að ákveðin áhættufælni sitji eftir í mönnum, auk þess sem aðgengi að fjármagni verður líklega erfiðara en það var fyrr á árinu. Ef þessi skjálfti verður viðvarandi á mörkuðum getur hreinlega orðið svo að einhverjir fjárfestar telji sig tilneydda til að losa sig út úr fjárfestingum hér á landi,“ segir Jón Bjarki. Hann bætir hins vegar við að Ísland sé ekki talið áhættusamara en önnur lönd um þessar mundir þegar kemur að fjárfestingum. Jón Bjarki segir að hér áður fyrr hafi menn ekki velt sérstaklega fyrir sér skoðunum erlendra fjárfesta á krónunni. „Stórfréttir á borð við niðurskurð á þorskaflanum hefðu nánast slegið gengi krónunnar niður fyrir nokkrum misserum, en hafa nú lítil áhrif á gengið.“ Samkvæmt hagspá greiningar Glitnis mun krónan veikjast hratt á næsta ári, samhliða væntanlegum stýrivaxtalækkunum Seðlabankans. Telja sérfræðingar bankans að gengisvísitalan muni standa í tæpum 130 stigum undir lok árs 2008.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira