Gengi krónu lýtur erlendum kröftum Jón Skaftason skrifar 15. ágúst 2007 05:45 „Við spáum því að krónan komi til baka, og styrkist aftur á síðari hluta árs,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Glitnis. Krónan hefur veikst um tæp níu prósent síðustu þrjár vikur. Jón Bjarki segir spána þó taka mið af því að ró færist á ný yfir alþjóðamarkaði, sem hafa tekið dýfu undanfarnar vikur vegna fregna af vanskilum á húsnæðislánum í Bandaríkjunum. „Krónan nær þó ekki hæðum sumarsins, en við spáum að gengisvísitalan verði í 116 til 117 stigum nú í haust þegar gengið verður hvað sterkast.“ Gengisvísitala krónunnar fór lægst í 110,12 stig 24. júlí síðastliðinn, en stóð í um 121 stigi í gær. Hæst fór gengisvísitalan í 121,5 stig þann 10. ágúst. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að krónan verði sífellt háðari þróun á alþjóðamörkuðum. „Takist Seðlabönkum víða um heim að róa markaði, og í ljós kemur að tap erlendra banka vegna viðsnúnings á bandaríska fasteignamarkaðnum er hóflegt, þykir mér líklegt að krónan nái stöðugleika á ný og styrkist,“ segir Þorvarður Tjörvi. Jón Bjarki tekur undir þessi sjónarmið Þorvarðar Tjörva, en telur að þótt óróinn reynist skammvinnur kunni ástand síðustu vikna að draga dilk á eftir sér „Svo kann að fara að ákveðin áhættufælni sitji eftir í mönnum, auk þess sem aðgengi að fjármagni verður líklega erfiðara en það var fyrr á árinu. Ef þessi skjálfti verður viðvarandi á mörkuðum getur hreinlega orðið svo að einhverjir fjárfestar telji sig tilneydda til að losa sig út úr fjárfestingum hér á landi,“ segir Jón Bjarki. Hann bætir hins vegar við að Ísland sé ekki talið áhættusamara en önnur lönd um þessar mundir þegar kemur að fjárfestingum. Jón Bjarki segir að hér áður fyrr hafi menn ekki velt sérstaklega fyrir sér skoðunum erlendra fjárfesta á krónunni. „Stórfréttir á borð við niðurskurð á þorskaflanum hefðu nánast slegið gengi krónunnar niður fyrir nokkrum misserum, en hafa nú lítil áhrif á gengið.“ Samkvæmt hagspá greiningar Glitnis mun krónan veikjast hratt á næsta ári, samhliða væntanlegum stýrivaxtalækkunum Seðlabankans. Telja sérfræðingar bankans að gengisvísitalan muni standa í tæpum 130 stigum undir lok árs 2008. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
„Við spáum því að krónan komi til baka, og styrkist aftur á síðari hluta árs,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Glitnis. Krónan hefur veikst um tæp níu prósent síðustu þrjár vikur. Jón Bjarki segir spána þó taka mið af því að ró færist á ný yfir alþjóðamarkaði, sem hafa tekið dýfu undanfarnar vikur vegna fregna af vanskilum á húsnæðislánum í Bandaríkjunum. „Krónan nær þó ekki hæðum sumarsins, en við spáum að gengisvísitalan verði í 116 til 117 stigum nú í haust þegar gengið verður hvað sterkast.“ Gengisvísitala krónunnar fór lægst í 110,12 stig 24. júlí síðastliðinn, en stóð í um 121 stigi í gær. Hæst fór gengisvísitalan í 121,5 stig þann 10. ágúst. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að krónan verði sífellt háðari þróun á alþjóðamörkuðum. „Takist Seðlabönkum víða um heim að róa markaði, og í ljós kemur að tap erlendra banka vegna viðsnúnings á bandaríska fasteignamarkaðnum er hóflegt, þykir mér líklegt að krónan nái stöðugleika á ný og styrkist,“ segir Þorvarður Tjörvi. Jón Bjarki tekur undir þessi sjónarmið Þorvarðar Tjörva, en telur að þótt óróinn reynist skammvinnur kunni ástand síðustu vikna að draga dilk á eftir sér „Svo kann að fara að ákveðin áhættufælni sitji eftir í mönnum, auk þess sem aðgengi að fjármagni verður líklega erfiðara en það var fyrr á árinu. Ef þessi skjálfti verður viðvarandi á mörkuðum getur hreinlega orðið svo að einhverjir fjárfestar telji sig tilneydda til að losa sig út úr fjárfestingum hér á landi,“ segir Jón Bjarki. Hann bætir hins vegar við að Ísland sé ekki talið áhættusamara en önnur lönd um þessar mundir þegar kemur að fjárfestingum. Jón Bjarki segir að hér áður fyrr hafi menn ekki velt sérstaklega fyrir sér skoðunum erlendra fjárfesta á krónunni. „Stórfréttir á borð við niðurskurð á þorskaflanum hefðu nánast slegið gengi krónunnar niður fyrir nokkrum misserum, en hafa nú lítil áhrif á gengið.“ Samkvæmt hagspá greiningar Glitnis mun krónan veikjast hratt á næsta ári, samhliða væntanlegum stýrivaxtalækkunum Seðlabankans. Telja sérfræðingar bankans að gengisvísitalan muni standa í tæpum 130 stigum undir lok árs 2008.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira