Gengi krónu lýtur erlendum kröftum Jón Skaftason skrifar 15. ágúst 2007 05:45 „Við spáum því að krónan komi til baka, og styrkist aftur á síðari hluta árs,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Glitnis. Krónan hefur veikst um tæp níu prósent síðustu þrjár vikur. Jón Bjarki segir spána þó taka mið af því að ró færist á ný yfir alþjóðamarkaði, sem hafa tekið dýfu undanfarnar vikur vegna fregna af vanskilum á húsnæðislánum í Bandaríkjunum. „Krónan nær þó ekki hæðum sumarsins, en við spáum að gengisvísitalan verði í 116 til 117 stigum nú í haust þegar gengið verður hvað sterkast.“ Gengisvísitala krónunnar fór lægst í 110,12 stig 24. júlí síðastliðinn, en stóð í um 121 stigi í gær. Hæst fór gengisvísitalan í 121,5 stig þann 10. ágúst. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að krónan verði sífellt háðari þróun á alþjóðamörkuðum. „Takist Seðlabönkum víða um heim að róa markaði, og í ljós kemur að tap erlendra banka vegna viðsnúnings á bandaríska fasteignamarkaðnum er hóflegt, þykir mér líklegt að krónan nái stöðugleika á ný og styrkist,“ segir Þorvarður Tjörvi. Jón Bjarki tekur undir þessi sjónarmið Þorvarðar Tjörva, en telur að þótt óróinn reynist skammvinnur kunni ástand síðustu vikna að draga dilk á eftir sér „Svo kann að fara að ákveðin áhættufælni sitji eftir í mönnum, auk þess sem aðgengi að fjármagni verður líklega erfiðara en það var fyrr á árinu. Ef þessi skjálfti verður viðvarandi á mörkuðum getur hreinlega orðið svo að einhverjir fjárfestar telji sig tilneydda til að losa sig út úr fjárfestingum hér á landi,“ segir Jón Bjarki. Hann bætir hins vegar við að Ísland sé ekki talið áhættusamara en önnur lönd um þessar mundir þegar kemur að fjárfestingum. Jón Bjarki segir að hér áður fyrr hafi menn ekki velt sérstaklega fyrir sér skoðunum erlendra fjárfesta á krónunni. „Stórfréttir á borð við niðurskurð á þorskaflanum hefðu nánast slegið gengi krónunnar niður fyrir nokkrum misserum, en hafa nú lítil áhrif á gengið.“ Samkvæmt hagspá greiningar Glitnis mun krónan veikjast hratt á næsta ári, samhliða væntanlegum stýrivaxtalækkunum Seðlabankans. Telja sérfræðingar bankans að gengisvísitalan muni standa í tæpum 130 stigum undir lok árs 2008. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
„Við spáum því að krónan komi til baka, og styrkist aftur á síðari hluta árs,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Glitnis. Krónan hefur veikst um tæp níu prósent síðustu þrjár vikur. Jón Bjarki segir spána þó taka mið af því að ró færist á ný yfir alþjóðamarkaði, sem hafa tekið dýfu undanfarnar vikur vegna fregna af vanskilum á húsnæðislánum í Bandaríkjunum. „Krónan nær þó ekki hæðum sumarsins, en við spáum að gengisvísitalan verði í 116 til 117 stigum nú í haust þegar gengið verður hvað sterkast.“ Gengisvísitala krónunnar fór lægst í 110,12 stig 24. júlí síðastliðinn, en stóð í um 121 stigi í gær. Hæst fór gengisvísitalan í 121,5 stig þann 10. ágúst. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að krónan verði sífellt háðari þróun á alþjóðamörkuðum. „Takist Seðlabönkum víða um heim að róa markaði, og í ljós kemur að tap erlendra banka vegna viðsnúnings á bandaríska fasteignamarkaðnum er hóflegt, þykir mér líklegt að krónan nái stöðugleika á ný og styrkist,“ segir Þorvarður Tjörvi. Jón Bjarki tekur undir þessi sjónarmið Þorvarðar Tjörva, en telur að þótt óróinn reynist skammvinnur kunni ástand síðustu vikna að draga dilk á eftir sér „Svo kann að fara að ákveðin áhættufælni sitji eftir í mönnum, auk þess sem aðgengi að fjármagni verður líklega erfiðara en það var fyrr á árinu. Ef þessi skjálfti verður viðvarandi á mörkuðum getur hreinlega orðið svo að einhverjir fjárfestar telji sig tilneydda til að losa sig út úr fjárfestingum hér á landi,“ segir Jón Bjarki. Hann bætir hins vegar við að Ísland sé ekki talið áhættusamara en önnur lönd um þessar mundir þegar kemur að fjárfestingum. Jón Bjarki segir að hér áður fyrr hafi menn ekki velt sérstaklega fyrir sér skoðunum erlendra fjárfesta á krónunni. „Stórfréttir á borð við niðurskurð á þorskaflanum hefðu nánast slegið gengi krónunnar niður fyrir nokkrum misserum, en hafa nú lítil áhrif á gengið.“ Samkvæmt hagspá greiningar Glitnis mun krónan veikjast hratt á næsta ári, samhliða væntanlegum stýrivaxtalækkunum Seðlabankans. Telja sérfræðingar bankans að gengisvísitalan muni standa í tæpum 130 stigum undir lok árs 2008.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun