Bollywood nær en margur gæti ætlað Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2007 05:15 Kvikmyndagúrúinn Amit Khanna telur það helst standa í vegi fyrir samvinnu Íslands og Indlands á kvikmyndasviðinu að ekki sé beint flug landanna á milli. MYND/Rósa Formaður Samtaka kvikmyndaframleiðenda á Indlandi, Amit Khanna, telur Ísland að mörgu leyti ákjósanlegan tökustað fyrir indverskar kvikmyndir. Khanna er stjórnarformaður eins stærsta afþreyingarfyrirtækis á Indlandi, Reliance Entertainment, sem er hluti af indversku risasamsteypunni Reliance Entertainment á Indlandi. Khanna segir það sem helst myndi standa tökum hér á landi fyrir þrifum vera að ekki er beint flug milli Indlands og Íslands. Allt of kostnaðarsamt yrði að ferja hingað tökulið og leikara, ef ekki væri unnt að fljúga beint. Khanna var nýverið staddur hér á landi í einkaerindum. Átti hann óformlegan fund með Einari Hansen Tómassyni, verkefnastjóri hjá Fjárfestingarstofunni, sem rekur undirstofnunina Film in Iceland. „Ég kynnti fyrir honum möguleikana í því að taka upp kvikmyndir á Íslandi og þá fjórtán prósenta endurgreiðslu kostnaðar sem íslenska ríkið býður erlendum kvikmyndaframleiðendum sem taka upp hér á landi,“ segir Einar. Hann segir þó engra sérstakra tíðinda að vænta af íslensk-indversku samstarfi, að minnsta kosti ekki í bráð. Raunar sé heldur ólíklegt að mannaflafrekar kvikmyndir verði teknar upp hér á landi í nánustu framtíð. Bollywood-mynd tekin upp á Íslandi er þó ekki eins fjarstæðukennd hugmynd og hún gæti hljómað. Mjög hefur færst í aukana að indverskar kvikmyndir séu teknar upp á erlendri grundu. Sviss hefur til að mynda verið vinsæll upptökustaður og tugir Bollywood-mynda eru teknir upp þar í landi á ári undanfarin ár. Þetta hefur auðgað svissneskan kvikmyndaiðnað en ekki síst ferðamannaiðnaðinn. Fyrir vikið er Sviss orðið vinsæll áfangastaður indverskra ferðamanna sem eru tilbúnir að leggja undir sig langt ferðalag til að sjá með eigin augum snævi þakta tindana úr kvikmyndunum. Sviss er ekki á meðal ódýrustu landa heims, frekar en Ísland. Svissnesk stjórnvöld, kvikmyndaiðnaðurinn og ferðaþjónustan hafa hins vegar mjög meðvitað ýtt undir komur kvikmyndagerðarmanna þangað. Annar augljós kostur landsins fram yfir Ísland er að þaðan er beint flug til Indlands, sem ekki er fyrir að fara hér á landi. Sumarið 2005 var þó undirritaður loftferðasamningur milli Íslands og Indlands. Því hlýtur að vera tímaspursmál hvenær skipulagðar ferðir hefjast. Þá ætti nýr samningur um indverskt sendiráð á Íslandi einnig að liðka fyrir öllum samskiptum. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Formaður Samtaka kvikmyndaframleiðenda á Indlandi, Amit Khanna, telur Ísland að mörgu leyti ákjósanlegan tökustað fyrir indverskar kvikmyndir. Khanna er stjórnarformaður eins stærsta afþreyingarfyrirtækis á Indlandi, Reliance Entertainment, sem er hluti af indversku risasamsteypunni Reliance Entertainment á Indlandi. Khanna segir það sem helst myndi standa tökum hér á landi fyrir þrifum vera að ekki er beint flug milli Indlands og Íslands. Allt of kostnaðarsamt yrði að ferja hingað tökulið og leikara, ef ekki væri unnt að fljúga beint. Khanna var nýverið staddur hér á landi í einkaerindum. Átti hann óformlegan fund með Einari Hansen Tómassyni, verkefnastjóri hjá Fjárfestingarstofunni, sem rekur undirstofnunina Film in Iceland. „Ég kynnti fyrir honum möguleikana í því að taka upp kvikmyndir á Íslandi og þá fjórtán prósenta endurgreiðslu kostnaðar sem íslenska ríkið býður erlendum kvikmyndaframleiðendum sem taka upp hér á landi,“ segir Einar. Hann segir þó engra sérstakra tíðinda að vænta af íslensk-indversku samstarfi, að minnsta kosti ekki í bráð. Raunar sé heldur ólíklegt að mannaflafrekar kvikmyndir verði teknar upp hér á landi í nánustu framtíð. Bollywood-mynd tekin upp á Íslandi er þó ekki eins fjarstæðukennd hugmynd og hún gæti hljómað. Mjög hefur færst í aukana að indverskar kvikmyndir séu teknar upp á erlendri grundu. Sviss hefur til að mynda verið vinsæll upptökustaður og tugir Bollywood-mynda eru teknir upp þar í landi á ári undanfarin ár. Þetta hefur auðgað svissneskan kvikmyndaiðnað en ekki síst ferðamannaiðnaðinn. Fyrir vikið er Sviss orðið vinsæll áfangastaður indverskra ferðamanna sem eru tilbúnir að leggja undir sig langt ferðalag til að sjá með eigin augum snævi þakta tindana úr kvikmyndunum. Sviss er ekki á meðal ódýrustu landa heims, frekar en Ísland. Svissnesk stjórnvöld, kvikmyndaiðnaðurinn og ferðaþjónustan hafa hins vegar mjög meðvitað ýtt undir komur kvikmyndagerðarmanna þangað. Annar augljós kostur landsins fram yfir Ísland er að þaðan er beint flug til Indlands, sem ekki er fyrir að fara hér á landi. Sumarið 2005 var þó undirritaður loftferðasamningur milli Íslands og Indlands. Því hlýtur að vera tímaspursmál hvenær skipulagðar ferðir hefjast. Þá ætti nýr samningur um indverskt sendiráð á Íslandi einnig að liðka fyrir öllum samskiptum.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun