Viðskipti innlent

Hannes fer upp fyrir Gnúp

Stærstu hluthafarnir í FL Group halda áfram að auka hlut sinn í félaginu. Oddaflug B.V., sem er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, festi kaup á eins prósents hlut í FL fyrir helgi. Kaupverðið nam tæpum 2,1 milljarði króna.

Þar með er Oddaflug á ný orðið stærsti hluthafinn í FL með 20,8 prósenta hlut en á dögunum varð Gnúpur fjárfestingarfélag stærsti hluthafinn þegar félagið fór upp yfir fimmtungshlut. Gnúpur er sem kunnugt er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar.

Þriðji stóri hluthafinn í FL Group er dótturfélag Baugs Group sem fer með 19,6 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×