Viðskipti innlent

Rannsakar Kaupþing og Exista vegna Storebrand-hlutar

Höfuðstöðvar Storebrand í Noregi.
Höfuðstöðvar Storebrand í Noregi.

Norska fjármálaeftirlitið hefur hafið rannsókn á því hvort hlutur Kaupþings og Exista í norska tryggingafélaginu Storebrand teljist sem einn eignarhlutur og fari þannig yfir leyfilegan hámarkseignarhlut.

Kaupþing fékk fyrr á árinu undanþágu til að eiga 20 prósenta hlut í Storebrand og þá á Exista 5,6 prósenta hlut í félaginu, en Exista er jafnframt stærsti hluthafinn í Kaupþingi.

Norska fjármálaeftirlitið rannsakar því hvort tengsl íslensku fyrirtækjanna tveggja séu svo mikil að eignarhlutur þeirra í Storebrand teljist ein eining. Hefur eftirlitið sent félögunum tveimur bréf og spurst fyrir um samstarf þeirra og tengsl.

Komist norska fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að hlutur Kaupþings og Exista í Storebrand sé ein eining gætu félögin þurft að selja hlutabréf í norska félaginu til þess að fara niður í 20 prósenta hámarkseignarhlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×