Viðskipti innlent

Samskip auka siglingar innan Evrópu

Eitt af nýjustu skipum Samskipa, Samskip Pioneer, við bryggju hjá PSA HNN í Zeebrugge.
Eitt af nýjustu skipum Samskipa, Samskip Pioneer, við bryggju hjá PSA HNN í Zeebrugge.

Siglingar Samskipa milli Zeebrugge í Belgíu og hafna í Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum, með viðkomu í Rotterdam og á Bretlandseyjum, hefjast 17. ágúst næstkomandi. Um er að ræða vikulegar áætlunarsiglingar og aukast með þeim nokkuð umsvif í Evrópusiglingum félagsins.

Siglingarnar eru sagðar vera liður í uppbyggingaráformum Samskipa og hafnaryfirvalda í Zeebrugge sem tilkynnt var um í byrjun þessa árs. „Þá hófust jafnframt reglubundnar siglingar á vegum Samskipa milli Zeebrugge og hafna á Írlandi," segir í tilkynningu félagsins.

Uppbygging á gámaflutningastarfsemi Samskipa í Zeebrugge fer fram í samstarfi við belgíska gámalöndunarfyrirtækið PSA HNN. Rotterdam er eftir sem áður sögð vera þungamiðjan í Evrópuflutningum félagsins.

Innan Evrópu eru Samskip nú með 26 skip í föstum áætlunarsiglingum og er gámaflutningaþjónusta félagsins ein sú umfangsmesta í álfunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×