Viðskipti innlent

Áhrif á verðbólgu lítil

Gengislækkun krónunnar að undanförnu ætti ekki að stuðla að aukinni verðbólgu.

Í Morgunkorni Glitnis segir að gengisstyrking krónunnar undanfarna mánuði hafi verið það skammvinn að hún hafi aðeins að litlu leyti komið fram í minni innfluttri verðbólgu. Eldsneytisverð hefði tekið mið af gengishækkuninni en aðrir vöruflokkar aðeins að afar litlu leyti. Þar sem gengisstyrking krónunnar á sumarmánuðum hafi ekki komið fram, nema að afar takmörkuðu leyti, í verði innfluttrar vöru telur Greining Glitnis nýliðna gengislækkun ekki tilefni til verðhækkunar á innfluttri vöru. Gengi krónunnar sé svipað nú og það var á fyrstu mánuðum ársins. - hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×