Fleiri fréttir

Mosaic Fashions úr Úrvalsvísitölunni

Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions verður fjarlægt úr Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á mánudag í kjölfar þess að félagið Tessera Holding ehf og tengdir aðilar hafa eignast 99,8 prósent í félaginu. Fyrirtækið var skráð á markað fyrir tveimur árum.

Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur nú í 7.994 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Gengi bréfa í Exista hafa lækkað mest, eða um 5,49 prósent.

Fjárfestar halda að sér höndum

Úrvalsvísitalan hefur verið á hraðri niðurleið það sem af er degi og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Vísitalan hafði lækkað um 3,33 prósent í dag og stendur vísitalan í 8.004 stigum. Krónan hefur veikst um tæp tvö prósent í dag og stóð í 121,9 stigum um hádegi. Sérfræðingur hjá Glitni segir fjárfesta halda að sér höndum á hlutabréfamarkaði.

Exista með fimmtung í Sampo

Exista flaggaði í finnsku kauphöllinni í dag 20 prósenta hlut í A-hluta finnska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Sampo. Fyrirtækið átti áður 19,93 prósent í Sampo. Kaupin eru háð samþykki fjármálaeftirlitsstofnana.

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni nú klukkan tíu og stendur nú í 8.032 stigum. Þetta er í takt við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en lækkanir í Asíu og Evrópu hafa verið á svipuðu róli.

Hagnaður Milestone 27,2 milljarðar króna

Fjármálafyrirtækið Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,9 milljarða á sama tíma fyrir ári. Milestone seldi 13 prósenta hlut í Glitni í byrjun apríl fyrir 54 milljarða króna. Félagið og tengdir aðilar eiga enn um sjö prósent í bankanum.

Markaðir lækkuðu víða

Markaðir lækkuðu bæði austan hafs og vestan í gær vegna þrenginga sem rekja má til samdráttaráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Hlutabréfamarkaður hér fór ekki varhluta af lækkunum þar sem Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,61 prósent.

Yfirtaka Nasdaq fýsilegri og líklegri

Kauphöllin í Dubai hefur gert tilboð í hluti í kauphallarsamstæðunni OMX, sem Kauphöll Íslands heyrir undir ásamt kauphöllum á Norðurlöndunum og við Eystrasalt. Í mikla baráttu stefnir milli Kauphallarinnar í Dubai og hinnar bandarísku Nasdaq, sem á vordögum gerði yfirtökutilboð í OMX. Forstjóri Kauphallar Íslands telur yfirtöku Nasdaq bæði fýsilegri og líklegri.

Sampo vill sænskan bankasamruna

Stjórnendur finnska fjármálafyrirtækisins Sampo Group, sem er að fimmtungshluta í eigu Existu, vilja sjá bankasamruna í Svíþjóð. Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, segir að sér lítist vel á slá Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda, saman við Handelsbanken.

Peningaskápurinn ...

Á fréttavef Landssambands kúabænda, www.naut.is, er fjallað um hækkanir sem orðið hafa á kjörvöxtum verðtryggðra skuldabréfalána viðskiptabankanna þriggja, sem nú eru sagði 8,1 prósent hjá Glitni, 8,35 hjá Landsbanka Íslands og 8,5 prósent hjá Kaupþingi.

Tímamótauppgvötvanir á erfðafræði gláku

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa gert tímamótauppgvötvanir á erfðafræði sjúkdómsins gláku. Gláka er ein af algengustu orsökum blindu. "Okkur þykir þessi uppgötvun spennandi fyrir ýmsar sakir en hér höfum við fundið stökkbreytingar sem skýra öll tilfelli sjúkdóms," segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Alger viðsnúningur í rekstri 365

Sölutekjur 365 miðla námu 5.495 milljónum króna á fyrri helmingi ársins sem er aukning um 127 milljónir króna eða 2,4% frá sama tímabili í fyrra. Uppgjör annars ársfjórðungs var kynnt í dag.

Góður hagnaður hjá Marel

Marel Food Systems hf. mun birta uppgjör sitt á morgun eftir hádegið. Greining Kaupþing banka hefur væntingar um gott uppgjör og segir efnahagsumhverfi þeirra markaða sem Marel starfar á verið gott á síðustu mánuðum. Áætlar Kaupþing að tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi verði 82,9 milljónir evra eða um 7,2 milljarðar kr. og að hagnaður félagsins á tímabilinu verði 5,8 milljónir evra eða um 500 milljónir kr.

Hraður vöxtur á Norðurlöndunum

Norræn hagkerfi munu vaxa hratt á árinu, eða allt frá 3,8 prósentum til 4,5 prósenta. Vöxturinn mun verða talsvert minni hér á landi á sama tíma, einungis 1,5 prósent, að því er fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar Glitnis um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norðurlöndunum.

Eigendaskipti á Apótekinu

Garðar Kjartansson og Gunnar Traustason gengu frá kaupum á rekstri Apóteksins í gær. Þeir munu formlega taka við staðnum þann 16. september næstkomandi. Að sögn Garðars verða miklar breytingar á staðnum og áherslur allt aðrar en hafa verið.

Vilja 25 prósent í OMX

Kauphöllin í Dubaí er enn að þreifa fyrir sér með kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX og greindi frá því í dag að hún ætli að tryggja sér allt að fjórðung í henni. OMX-samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Gengi bréfa í OMX-samstæðunni hækkaði um tæp sex prósent í dag.

Acer með mestu markaðshlutdeildina

Tölvuframleiðandinn Acer er með 20,3 prósenta markaðshlutdeild á fartölvumarkaði í Evrópu og er það mesta markaðshlutdeildin í álfunni, samkvæmt nýútkominni skýrslu greiningafyrirtækisins Gartner. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið situr í fyrsta sæti.

Þrír aðilar sektaðir vegna brots á flöggunarskyldu

Þrír aðilar hafa nýverið gengist undir sekt upp á tvö hundruð þúsund krónur fyrir brot á flöggunarskyldu í Kauphöll Íslands. Eftir því sem fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kærði Fjármálaeftirlitið málin til ríkislögreglustjóra.

Breyta

verðmatinuBréf í Landsbankanum eru metin á 39 krónur í nýju verðmati greiningar Glitnis. Landsbankinn lækkar mat á Glitni.

Peningaskápurinn ...

Skjótt skipast veður í lofti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafa sveiflast fram og til baka á síðustu dögum við stöðubaráttu nauta og bjarna. Markaðurinn greindi frá því í gær að FL Group hefði tapað um níu milljörðum króna á risafjárfestingu sinni í Commerzbank á þriðja ársfjórðungi.

Bankamönnum fjölgar um fimmtung á árinu

Fjórfalt fleiri vinna hjá Straumi nú en í ársbyrjun. Fjölgun starfsfólks, bónusar og meiri umsvif skýra aukin gjöld stóru bankanna sem aukast um 45 prósent á milli ára. Starfslok Bjarna Ármannssonar eru sögð kosta Glitni 700 milljónir.

Storebrand keyrir fram úr væntingum

Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand nam 576 milljónum norskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 6,3 milljörðum króna, sem er 73 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta er næstum tvöfalt meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Kaupþing og Exista eiga rúman fjórðung í félaginu.

Kaupir Oliver fyrir peninga og raðhús

Skemmtistaðurinn Oliver var seldur á 162 milljónir um síðustu mánaðarmót, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Greitt var með eignarhluta í 11 raðhúsum að andvirði tæplega 63 milljóna króna. Afgangurinn var greiddur með peningum og skuldabréfum. Qbar og Barinn, sem voru að hluta til í eigu sömu aðila, hafa einnig verið seldir.

Bókaútgáfa Máls og menningar endurreist

Allt bendir til að bókaútgáfa Máls og menningar verði endurreist en bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um kaup Máls og menningar á útgáfuhluta Eddu.

Krónan á uppleið í morgun

Frá því að gjaldeyrismarkmaður opnaði í morgun hefur krónan styrkst um 1,2 prósent í töluverðum viðskiptum. Ingólfur Bender hjá Greiningardeild Glitnis segir að þetta sé sama þróun og varð fyrripartinn í gærdag á markaðnum.

Kaupþing eða Kápþíng?

Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi.

Neytendur meðvitaðri um ábyrgð sína

Mæðgurnar Arndís Harpa Einarsdóttir og Ásdís Ósk Einarsdóttir opnuðu nýverið fyrstu Fair Trade-verslunina á Íslandi við Klapparstíg. Jón Skaftason spjallaði við Ásdísi sem segir ekki um góðgerðarstarfsemi að ræða, þótt gróðasjónarmið ráði ef til vill för í minna mæli en hjá flestum fyrirtækjum.

Eik Group kaupir fyrirtæki í Danmörku

Eik Group hefur fest kaup á fjárfestingarráðgjafarfyrirtækinu Privestor Fondsmæglerselskab A/S og tímaritinu Tidsskriftet FinansNyt A/S. Eik Banki er skráður á markað í Kauphöllinni hér, en það er Eik Bank Danmark A/S sem samið hefur um kaupin á fyrirtækjunum tveimur.

Snert viðkvæma taug

Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis.

Enginn nýgræðingur í bankaheiminum

Birna Einarsdóttir, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Glitnis á Íslandi, hefur lengi verið viðriðin fjármálaheiminn. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Birnu að máli og fékk að heyra sögur úr bankanum.

Allur hringvegurinn með GSM í janúar

Hringvegurinn og fimm fjölfarnir fjallvegir utan hans verða komnir með GSM-samband í janúar. Útboð er hafið í seinni hluta áfangans um að GSM-væða vegakerfið. Búist er við að því verki verði lokið á tveimur árum.

Hreiðar Már næstlaunahæstur bankastjóra á Norðurlöndum

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var næstlaunahæsti bankastjórinn á Norðurlöndum árið 2006 ef mið er tekið af ársskýrslum átta stærstu bankanna. Hreiðar Már var með 168,9 milljónir í árslaun en aðeins Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, var hærri með 247,5 milljónir.

Raungengi með sterkara móti

Raungengi í júlí mældist 113,4 stig miðað við 111,5 í júní og hefur ekki verið sterkara í 16 mánuði, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Raungengi er gengisvísitala krónunnar þar sem fram kemur meðalverð hennar í öðrum gjaldmiðlum og búið er að leiðrétta miðað við verðbólgu í hverju landi.

Starfsmenn fá yfir 1,4 milljarða

Starfsmenn í Actavis Group, sem höfðu gert kaupréttarsamninga við félagið, fengu í gær 16,58 milljónir evra, um 1.450 milljónir króna, þegar fyrirtækið greiddi upp alla samningana. Um var að ræða greiðslu sem tók mið af mismuni á yfirtökutilboðsverði Novators í Actavis, sem hljóðaði upp á 1,075 evrur á hlut, og kaupverði af kaupréttarsamningum.

Kögun hagnast

Hagnaður Kögunar hf. fyrir afskriftir (EBITDA) hefur aukist um 22 prósent frá fyrri helmingi síðasta árs til fyrri helmings þessa árs. Hagnaður eftir skatta á fyrri helmingi ársins nemur 876 milljónum króna. Í fyrra tapaði félagið 394 milljónum.

Raungengi krónu hækkar

Raungengi krónunnar hækkaði um 1,7 prósent milli júní og júlí. Gengið hefur hækkað um 12,2 prósent það sem af er ári.

Norðmenn rannsaka eignaraðild Kaupþings að Storebrand

Norska fjármálaeftirlitið athugar nú hvort rannsaka eigi eignarhluta Kaupþings banka í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand. Mögulegt er að bein og óbein eignaraðild bankans í tryggingafyrirækinu sé komin upp yfir leyfilegt hámark.

Decode tapar um 2,5 milljörðum

DeCode tapaði tæpum tveimur hálfum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins. Þetta er svipað tap og á sama tímabili í fyrra.

Peningaskápurinn …

FL Group skilaði uppgjöri í gær og var hagnaður félagsins rúmir 23 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Menn þar á bæ eru himinlifandi með árangurinn, enda umfram spár auk þess að vera margfalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra.

TM hagnast um 2,4 milljarða

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar nam 2,43 milljörðum á fyrri árshelmingi. Mikill hagnaður varð af fjárfestingastarfsemi félagsins.

6 konur af 90 tekjuhæstu Íslendingunum

Af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru aðeins sex konur. Ein þeirra ber höfuð og herðar yfir aðrar - Ingunn Gyða Wernersdóttir er skattadrottning landsins og greiðir tæpar 290 milljónir í opinber gjöld.

Atorka innleysir 11 milljarða króna hagnað með sölu Jarðborana

Atorka hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Jarðborunum, ásamt 16% hlut í Enex til Geysir Green Energy í gegnum félag sitt Renewable Energy Resources. Með sölunni innleysir Atorka yfir 11 milljarða króna í hagnað eftir skatta. Samhliða sölunni kaupir Atorka 32% hlut í Geysi og verður með því kjölfestufjárfestir í félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir