Hvönn hindrar krabbamein 13. ágúst 2007 00:30 Dr. Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor, hefur rannsakað ýmsa þætti ætihvannar en fyrirtækið SagaMedica vinnur að gerð heilsubótarefnis úr hvönninni. Sigmundur sést hér við störf ásamt Steinþóri Sigurðssyni. Vísir/Valli Fyrirtækið SagaMedica vinnur að gerð heilsubótarefnis úr hvönn sem getur unnið gegn Alzheimer og heilabilun. Dr. Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor, hefur rannsakað lækningamátt ætihvannar og segir hana geta haft áhrif á minnistap. „Við höfum verið að þróa efni sem virkar vel gegn gleymsku,“ segir Sigmundur. „Vísindamenn í Asíu hafa rannsakað margar gerðir af hvönn og þeir eru að setja á markað efni úr henni til að vinna gegn Alzheimer og heilabilun. Við erum að birta rannsóknir sem sýna sömu niðurstöður og rannsóknir Kóreumanna.“ Sigmundur segir hvönnina innihalda efni sem ætti að hafa jákvæð áhrif á minnistap. „Það er með tvennum hætti. Annars vegar hefur hún áhrif á ensím í heila, sem skipta miklu máli og draga úr niðurbroti boðefna í heilanum. Jafnframt eru í hvönninni efni sem víkka æðarnar og auka blóðstreymið,“ segir Sigmundur. Framleiðsla SagaMedica fer að hluta til fram í Búðardal, en fyrirtækið er með verksmiðju á Akranesi og gengur að fullu frá vörunum í Kaupmannahöfn. Sigmundur og Steinþórs Sigurðsson, samstarfsmaður hans, hafa aðstöðu til rannsóknanna í Læknagarði Háskóla Íslands. „Við erum búnir að birta þrjár greinar sem fjalla um áhrif hvannarinnar á vöxt krabbameinsfrumna,“ segir Sigmundur. „Hvönn getur einnig aukið mönnum kraft og framtakssemi og virkar vel gegn síþreytu. Hún hefur reynst ágætlega við ýmsum kvillum.“ Sigmundur segir þó hvönnina aðallega nýtast til forvarna. „Við erum ekki að segja að þetta geti læknað eitt eða neitt, en við vitum að þetta hefur þýðingu til forvarna,“ segir Sigmundur. „Þessi jurt hefur verið notuð um aldir sem lækningajurt. Þá var hún gjarnan notuð við magakvillum, kvefi, flensu, streitu og kvíða,“ segir Sigmundur. „Það er mjög gott fyrir fólk að nota bara hvönnina eða hvannarlaufið í salat. Nafnið ætihvönn gefur til kynna að þetta var bara matjurt.“ Sigmundur segir að Kínverjar hafi notað hvönnina gegn risvandamálum og efnin í henni geti nýst til að auka kyngetu eldri karlmanna. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Fyrirtækið SagaMedica vinnur að gerð heilsubótarefnis úr hvönn sem getur unnið gegn Alzheimer og heilabilun. Dr. Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor, hefur rannsakað lækningamátt ætihvannar og segir hana geta haft áhrif á minnistap. „Við höfum verið að þróa efni sem virkar vel gegn gleymsku,“ segir Sigmundur. „Vísindamenn í Asíu hafa rannsakað margar gerðir af hvönn og þeir eru að setja á markað efni úr henni til að vinna gegn Alzheimer og heilabilun. Við erum að birta rannsóknir sem sýna sömu niðurstöður og rannsóknir Kóreumanna.“ Sigmundur segir hvönnina innihalda efni sem ætti að hafa jákvæð áhrif á minnistap. „Það er með tvennum hætti. Annars vegar hefur hún áhrif á ensím í heila, sem skipta miklu máli og draga úr niðurbroti boðefna í heilanum. Jafnframt eru í hvönninni efni sem víkka æðarnar og auka blóðstreymið,“ segir Sigmundur. Framleiðsla SagaMedica fer að hluta til fram í Búðardal, en fyrirtækið er með verksmiðju á Akranesi og gengur að fullu frá vörunum í Kaupmannahöfn. Sigmundur og Steinþórs Sigurðsson, samstarfsmaður hans, hafa aðstöðu til rannsóknanna í Læknagarði Háskóla Íslands. „Við erum búnir að birta þrjár greinar sem fjalla um áhrif hvannarinnar á vöxt krabbameinsfrumna,“ segir Sigmundur. „Hvönn getur einnig aukið mönnum kraft og framtakssemi og virkar vel gegn síþreytu. Hún hefur reynst ágætlega við ýmsum kvillum.“ Sigmundur segir þó hvönnina aðallega nýtast til forvarna. „Við erum ekki að segja að þetta geti læknað eitt eða neitt, en við vitum að þetta hefur þýðingu til forvarna,“ segir Sigmundur. „Þessi jurt hefur verið notuð um aldir sem lækningajurt. Þá var hún gjarnan notuð við magakvillum, kvefi, flensu, streitu og kvíða,“ segir Sigmundur. „Það er mjög gott fyrir fólk að nota bara hvönnina eða hvannarlaufið í salat. Nafnið ætihvönn gefur til kynna að þetta var bara matjurt.“ Sigmundur segir að Kínverjar hafi notað hvönnina gegn risvandamálum og efnin í henni geti nýst til að auka kyngetu eldri karlmanna.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira