Viðskipti innlent

Glitnisáheit SOS til Sómalíu

SOS-barnaþorpin hafa ákveðið að senda alla þá fjármuni sem safnast samtökunum til handa í Glitnishlaupinu til Sómalíu.
SOS-barnaþorpin hafa ákveðið að senda alla þá fjármuni sem safnast samtökunum til handa í Glitnishlaupinu til Sómalíu.

SOS-barnaþorpin hafa ákveðið að senda þá fjármuni sem safnast vegna Reykjavíkurmaraþons Glitnis, sem fram fer næsta laugardag, til Sómalíu. Þrjátíu og átta einstaklingar hafa skráð sig í mara­þonið með það að markmiði að safna fé handa SOS-barnaþorpunum. Þar starfrækja samtökin barnaþorp, leikskóla, ungmennaheimili, tvo grunnskóla, verknámsstöð og spítala auk þess að sinna neyðarverkefnum þegar við á.

Mikil átök hafa verið í Sómalíu frá því snemma árs 2006 þegar stríð braust út milli pólitískra fylkinga. Her bráðabirgðastjórnar Sómalíu náði landinu á sitt vald um síðustu áramót en átök standa enn, sérstaklega í höfuðborginni Mógadisjú.

Í fréttatilkynningu frá SOS-barna­þorpunum kemur fram að sómalískir hermenn hafi nú sett upp tjaldbúðir þrjú hundruð metrum frá SOS-barnaþorpinu í Mógadisjú. Þeir hafi lokað öllum vegum sem leiða að þorpinu og SOS-spítalanum sem sérhæfður er í mæðravernd. Leyfa þeir engum nýjum sjúklingum að komast inn á spítalann. Starfsfólk SOS heldur störfum sínum áfram með þeim sjúklingum sem fyrir voru og ætlar ekki að yfir­gefa svæðið. Ríkisstjórnin hefur lofað að það fái að halda vinnu sinni áfram óhindrað þegar ástandið skánar. Mikil þörf mun því vera fyrir aðstoð til Sómalíu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×