Fleiri fréttir

Hannes krafði Einar um formannsstólinn

Þremur vikum eftir aðalfund gerði Hannes Smárason kröfu um að Einar Sveinsson viki fyrir sér sem stjórnarformaður Glitnis. Ágreiningur stærstu hluthafa snýst ekki um stefnu eða forstjóra bankans, sem vill valddreifingu í stjórninni.

Miklar breytingar kölluðu á viðbrögð

Davíð Oddsson seðlabankastjóri fagnar því að aukin skuldsetning heimila hafi ekki skilað sér í þyngri greiðslubyrði og að vanskil séu í lágmarki. Um leið segir hann Seðlabankann hafa áhyggjur af því að ýmsir kunni að hafa reist sér hurðarás um öxl, eða teflt á mjög tæpt vað.

Hækka áunnin réttindi

Rekstur Almenna lífeyrissjóðsins gekk með miklum ágætum árið 2006 og hækkuðu áætlaðar eftirlaunagreiðslur sjóðsins að meðaltali um fjórðung á árinu og allt að þrjátíu prósent. Lagt er til að ellilífeyrisgreiðslur og áunnin réttindi í tryggingadeild hækki um fjögur prósent. Nafnávöxtun Ævisafns 1 nam um 22 prósentum en aðrar ávöxtunarleiðir voru með um 10-21 prósenta ávöxtun.

Kista kaupir meira

Kista-fjárfestingarfélag jók hlut sinn í Existu úr 2,67 prósentum í 6,25 prósent og er þar með orðið annar stærsti hluthafinn í fjármálaþjónustufyrirtækinu. Kaupverðið nam rúmum 10,8 milljörðum króna.

Reynimelur ehf kaupir Kynnisferðir ehf

Reynimelur ehf hefur nú gengið frá kaupum á Kynnisferðum ehf frá FL Group. Tilkynning þess efnis barst nú í kvöld. Reynimelur ehf er því eigandi alls hlutafjárs Kynnisferða ehf.

RÚV tapaði 420 milljónum í fyrra

Ríkisútvarpið tapaði 420 milljónum króna í fyrra. Þetta rúmlega tvisvar sinnum meira en árið 2005 þegar tapið nam 196 milljónum króna. Verri afkomu má rekja til hækkunar fjármagnsgjalda og hækkunar á dagskrárefni vegna óhagstæðrar gengisþróunar auk þess sem afnotagjöld hafa ekki fylgt verðlags- og launaþróun. Eigið fé stofnunarinnar var neikvætt annað árið í röð. Í uppgjöri stofnunarinnar segir að það verði ekki unað

Gengi krónunnar styrktist um 8,4 prósent

Gengi íslensku krónunnar styrktist um 8,4 prósenta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra veiktist gengi krónunnar um 12,2 prósent. Jöklabréf voru gefin út fyrir þrjá milljarða í dag en útgáfa sem þessi hefur áhrif á styrkingu krónunnar. Jöklabréf hafa verið gefin út fyrir 121 milljarð króna frá áramótum. Til samanburðar nam jöklabréfaútgáfan á öllu síðasta ári 175 milljörðum króna.

Rarik í tapi á fyrsta rekstrarári

Rarik ohf, skilaði 381 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári sínu. Rekstrartímabil fyrirtækisins nær frá ágúst til loka síðasta árs. Þar á undan hét fyrirtækið Rafmagnsveitur ríkisins en breyting varð þar á í ágúst þegar Rarkik yfirtók alla eignir og skuldbindingar Rafmagnsveitanna. Bæði félögin skluðu 787 milljóna króna hagnaði á öllu síðasta ári.

Minni hagnaður hjá Olíufélaginu

Olíufélagið ehf skilaði 334,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en félagið hagnaðist um 883,4 milljónir króna árið 2005. Afkoman er í samræmi við rekstraráætlanir.

Afkoman batnar á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði 6,8 milljóna króna tekjuafgangi á síðasta ári. Til samanburðar nam tekjuafgangur sambandsins rúmum 4,2 milljónum króna árið 2005.

Vilja hækka ellilífeyrsgreiðslur vegna góðrar afkomu

Lagt hefur verið til að ellilífeyrisgreiðslur úr Almenna lífeyrissjóðnum verði hækkaðar um fjögur prósent vegna góðrar stöðu lífeyrisdeildar en afkoma sjóðsins í fyrra var mjög góð eftir því sem segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að heildareignir sjóðsins hafi verið um 83 milljarðar í lok árs og hafi aukist um 29 prósent á árinu.

Windows Vista fyrir Makka.

Það hefur verið hægt að ræsa Windows XP stýrikerfið á Mökkum í tæpt ár með hugbúnaðnum Boot Camp sem hægt er að sækja frítt á heimasíðu Apple. Þessi hugbúnaður notar tækni sem hefur verið kölluð “Dual Boot“, en hún virkar þannig að tölva getur haft tvö eða fleiri stýrikerfi uppsett, en aðeins eitt stýrikerfi getur verið virkt í einu. Þetta þýðir að það þarf að endurræsa tölvuna til að skipta úr einu kerfi í annað.

Dregur úr vöruskiptahalla

Vörur voru fluttar út fyrir 43,2 milljarða krónur á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en inn fyrir 54,4 milljarða. Þetta merkir, að vöruskipti við útlönd voru neikvæð um 11,2 milljarða krónur. Til samanburðar voru viðskiptin neikvæð um 18,7 milljarða á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þar af dróst vöruskiptahallinn saman um 3,8 milljarða krónur í febrúar.

Peningaskápurinn ...

Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum.

Félag Atorku Group með meirihluta í Romag

Renewable Energy Resources, félag í eigu Atorku Group, hefur eignast 22,1% í fyrirtækinu Romag, sem er leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki.

Vísir sækir á Mogga

Um þriðjungi fleiri netnotendur heimsækja mbl.is en visir.is, samkvæmt símakönnun Capacent í janúar og febrúar. Vefmælingar Modernus, sem telja raunverulegar heimsóknir, sýna á sama tíma að bilið milli risanna tveggja á vefnum minnkar stöðugt.

Tyrkir bjóða í BTC

Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á hlutnum. Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í BTC nemi um 99 milljörðum íslenskra króna.

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn.

Peningaskápurinn ...

Samskip hafa flutt alla starfsemi félagsins í Rotterdam í Hollandi í nýja skrifstofubyggingu við gömlu höfnina. Þar verða höfuðstöðvar fyrir starfsemi félagsins erlendis en yfirstjórn og Íslandsstarfsemin verða eftir sem áður í Reykjavík.

Glitnir hækkar verðmat á Actavis

Greiningardeild Glitnis telur kaup í Actavis góðan fjárfestingakost og mælir með kaupum á bréfum í félaginu í nýju verðmati á félaginu. Glitnir hefur hækkað verðmatsgengið á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87,7 krónur og verðmatsgengið til næstu sex mánaða úr 72, krónum í 95 krónum á hlut.

Nýtt afl á íslenskum fjármálamarkaði

Eigið fé Saga Capital, sem fær starfsleyfi frá FME á næstu dögum, nemur 9,5 milljörðum króna. Bankinn horfir meðal annars til fyrirtækjaverkefna á bilinu 500-5.000 milljónir.

Flokkarnir vilja ekki hækka tekjuskatt

Forsvarsmenn stjórnmálaflokkannna fengu fimm mínútur hver til að svara fimm spurningum íslenskra athafnakvenna á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gær.

Stýrivextir líklega óbreyttir

Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, fimmtudag. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum.

Samstarf tekið upp við MIT í Boston

Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann í Boston í umboði Samtaka iðnaðarins og Viðskiptaráðs. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum með ráðstefnu fimmtudaginn 3. maí þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.

Hér taka færri konur þátt

Þátttaka kvenna í frumkvöðlastarfsemi er mun minni en karla og fer minnkandi. Einungis fjórðungur þeirra sem stunduðu frumkvöðlastarfsemi í fyrra voru konur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi hér á landi í fyrra.

Verðmiði kominn á neysluhegðun

Vdeca er tæplega tveggja ára fyrirtæki sem markaðssetur og selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Fyrirtækið hefur einkaleyfi á ferlunum í 20 löndum í Evrópu og í Bandaríkjunum og tekur mið af lagaákvæðum persónuverndarlaga og ákvæðum laga um gagnaöryggi.

Jörmunkraftur í atvinnulífinu – en hvað svo?

Einkageirinn á Íslandi er nánast óþekkjanlegur frá því sem hann var fyrir örfáum árum. Atvinnufyrirtækin hafa aukist að afli og ný sprottið fram á fjölmörgum sviðum. Heilu atvinnugreinarnar hafa tekið stakkaskiptum og breytt landslaginu í efnahagslífinu.

Minni hagnaður hjá Samherja

Útgerðarfélagið Samherji og dótturfélög þess skiluðu hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára.

Frumkvöðlar í hreyfigreiningu

Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva.

Of lágar spár á Kaupþingi?

Spár markaðsaðila um hagnað Kaupþings á árinu 2007 eru of lágar að mati Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, og býst hann við miklum innri vexti á árinu. Þetta hefur fréttaveitan Nyhetsbyrån Direkt eftir honum.

Byr siglir upp fyrir gengið 100

Markaðsvirði Byrs sparisjóðs er komið í 25,2 milljarða króna en gengi stofnfjárhluta í sparisjóðnum fór yfir 100 í fyrsta skipti í vikunni. Mikil gengishækkun hefur orðið frá aðalfundi félagsins um miðjan mars þegar gengið stóð í 83.

Evrópskar hagstofur rýna í hagtölur

Þrír fulltrúar frá hagstofum í Evrópu komu hingað til lands í síðustu viku til að ræða um áreiðanleika íslenskra hagtalna og fara yfir það hvernig þær nýttust fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, þar á meðal fjölmiðlum.

Fimmtán milljónir fyrir frumkvöðla

Bakkavör Group mun styrkja viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands um fimm milljónir á ári, árin 2007, 2008 og 2009. Þetta felst í samningi um eflingu kennslu og rannsókna í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum innan viðskipta- og hagfræðideildar.

Tölvuleikir fyrir fjölskyldufólk

Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks.

Íslendingar hagnast á millilagslánum

Íslenski millilagslánasjóðurinn Carta Capital Mezzanine Fund 1 skilaði 1.160 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 763 milljónir króna árið 2005.

Álverið hefur áhrif á krónu

Verði ekki af stækkun álversins í Straumsvík má reikna með lækkun á gengi krónunnar og ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Verði hins vegar farið í stækkun álversins er hægt að gera ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu, háum stýrivöxtum og viðvarandi viðskiptahalla á meðan á framkvæmdum stendur.

Mikil fjölgun hluthafa í skráðum fyrirtækjum

Arðgreiðslur í formi hlutabréfa og skráning nýrra félaga olli fjölgun hluthafa um 74 þúsund á síðasta ári. Kaupþing og Exista voru fjölmennustu almenningshlutafélögin í árslok.

Hampiðjan tapaði í fyrra

Hampiðjan tapaði 695 þúsund evrum í fyrra, rúmri 61 milljón króna, en hagnaðist um 4,1 milljón evra árið 2005. Rekstrar­hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 5,9 milljarðar evra, 520 milljónir króna, og dróst saman um ellefu prósent á milli ára.

Sprotar leita viðskiptaengla í Reykjavík

Fjárfestaþing Seed Forum hefst í Reykjavík á morgun. Á þinginu kynna fulltrúar átta sprotafyrirtækja frá Íslandi og Norðurlöndum fyrirtæki sín og framtíðarhorfur fyrir fjárfestum.

Framleiða undraefni úr þorski

Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er.

eMax flytur

Vegna flutnings á starfsemi eMax úr Hlíðarsmára í Thorvaldsensstræti, geta orðið truflanir á netsambandi, varar fyrirtækið við. Flutningurinn kemur til vegna kaupa WBS (Wireless Broadband Systems) á rekstrinum. Bæði fyrirtæki hafa unnið að því að byggja upp þráðlaus wiMax tölvunet.

Áhyggjur með englavernd

Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig.

Skotarnir seinir til

Frændur okkar hjá Royal Bank of Scotland hafa skikkað starfsmenn sína til að opna launareikning hjá bankanum. Fjölmiðlar í Bretlandi segja starfsmenn bankans, sem kjósa að halda launareikningi sínum opnum hjá samkeppnisaðilum, eiga yfir höfði sér áminningu.

Forgengileiki hamingjunnar

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar veltir ritstjóri blaðsins fyrir sér afdrifum þeirra sem ná árangri í lífinu, hvort árangurinn kunni að draga úr fólki kraft eða hafa jafnvel neikvæð áhrif síðar á æviskeiðinu.

Sjá næstu 50 fréttir