Miklar breytingar kölluðu á viðbrögð 31. mars 2007 05:45 Davíð, sem er formaður bankastjórnar Seðlabankans, flutti ræðu á ársfundi bankans síðdegis í gær. MYND/Anton Davíð Oddsson seðlabankastjóri fagnar því að aukin skuldsetning heimila hafi ekki skilað sér í þyngri greiðslubyrði og að vanskil séu í lágmarki. Um leið segir hann Seðlabankann hafa áhyggjur af því að ýmsir kunni að hafa reist sér hurðarás um öxl, eða teflt á mjög tæpt vað. Davíð lét þessi orð falla á ársfundi Seðlabankans í gær. Hann segir ekki þurfa að verða miklar breytingar til að skuldsettir einstaklingar lendi í erfiðleikum, sem í sumum tilfellum gætu reynst óviðráðanlegir. „Vaxandi verðbólga gæti því orðið rothögg fyrir mörg heimili,“ segir hann og bendir á að sumir hafi brugðið á það ráð að flytja skuldir í erlenda gjaldmiðla vegna tiltölulega hárra vaxta og verðtryggingar hér. „En það getur reynst skammgóður vermir ef gengi krónunnar lækkar. Gengislækkun kæmi strax og að fullu fram í afborgun af erlendu láni. Áhrifa hennar myndi gæta minna og síðar í verðtryggðum innlendum kjörum,“ segir Davíð. Hann þakkar ríkisstjórninni stuðning við að heimila Seðlabankanum erlenda lántöku til að styrkja eiginfjárstöðu hans í fyrra. Davíð bendir á að lágmark gjaldeyrisforða bankans hafi lengi verið miðað við að hann stæði undir þjóðarinnflutningi til þriggja mánaða. „En hinar miklu breytingar, sem jafnvel mætti kalla byltingar, sem hafa orðið í íslensku fjármálalífi á tiltölulega fáum árum leiddu til þess að bankastjórninni þótti eðlilegt og æskilegt að horfa nú einnig til annarra þátta, svo sem til stærðar og umfangs fjármálakerfisins.“ Kjörin á láninu segir Davíð hafa verið mjög góð og endurspeglað traust íslenska ríkisins á markaði. Hann segir stórbætta eiginfjárstöðu og öflugri gjaldeyrisvarasjóð bankans þó ekki þýða stefnubreytingu bankans heldur eðlileg viðbrögð við breytingum á því umhverfi sem hann starfi í. Þá hrósar Davíð bönkunum mjög fyrir að hafa brugðist af festu við erfiðum aðstæðum á þessum tíma í fyrra og komist óskaddaðir frá illa grundaðri umræðu og frá því að sækja sér lánsfjármagn á nýjar slóðir. „Fjármögnunarvandinn eins og hann blasti við okkur um þetta leyti fyrir ári er úr sögunni og kjör á eftirmarkaði komin í eðlilegra horf á ný og traust á markaði hefur verið endurvakið.“ Um leið segir Davíð aðra þætti umhugsunar verða, því breyttar aðstæður geri að fyrirtæki þurfi nú að afskrifa viðskiptavild sem eignfærð er í virðisrýrnunarprófi verði breytingar á áætlunum þeirra. „Sú hætta er því til staðar, ef harðnar á dalnum, að þessi regla geti magnað upp neikvæða afkomu fyrirtækja þegar síst skyldi,“ segir hann og bendir á að bókfærð viðskiptavild hafi samtals numið yfir 500 milljörðum króna í lok síðasta árs í reikningum allra fyrirtækja sem skráð væru í Kauphöll Íslands. „Og dæmi eru um að viðskiptavild einstakra fyrirtækja og aðrar óefnislegar eignir séu meira en helmingur bókfærðra eigna.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri fagnar því að aukin skuldsetning heimila hafi ekki skilað sér í þyngri greiðslubyrði og að vanskil séu í lágmarki. Um leið segir hann Seðlabankann hafa áhyggjur af því að ýmsir kunni að hafa reist sér hurðarás um öxl, eða teflt á mjög tæpt vað. Davíð lét þessi orð falla á ársfundi Seðlabankans í gær. Hann segir ekki þurfa að verða miklar breytingar til að skuldsettir einstaklingar lendi í erfiðleikum, sem í sumum tilfellum gætu reynst óviðráðanlegir. „Vaxandi verðbólga gæti því orðið rothögg fyrir mörg heimili,“ segir hann og bendir á að sumir hafi brugðið á það ráð að flytja skuldir í erlenda gjaldmiðla vegna tiltölulega hárra vaxta og verðtryggingar hér. „En það getur reynst skammgóður vermir ef gengi krónunnar lækkar. Gengislækkun kæmi strax og að fullu fram í afborgun af erlendu láni. Áhrifa hennar myndi gæta minna og síðar í verðtryggðum innlendum kjörum,“ segir Davíð. Hann þakkar ríkisstjórninni stuðning við að heimila Seðlabankanum erlenda lántöku til að styrkja eiginfjárstöðu hans í fyrra. Davíð bendir á að lágmark gjaldeyrisforða bankans hafi lengi verið miðað við að hann stæði undir þjóðarinnflutningi til þriggja mánaða. „En hinar miklu breytingar, sem jafnvel mætti kalla byltingar, sem hafa orðið í íslensku fjármálalífi á tiltölulega fáum árum leiddu til þess að bankastjórninni þótti eðlilegt og æskilegt að horfa nú einnig til annarra þátta, svo sem til stærðar og umfangs fjármálakerfisins.“ Kjörin á láninu segir Davíð hafa verið mjög góð og endurspeglað traust íslenska ríkisins á markaði. Hann segir stórbætta eiginfjárstöðu og öflugri gjaldeyrisvarasjóð bankans þó ekki þýða stefnubreytingu bankans heldur eðlileg viðbrögð við breytingum á því umhverfi sem hann starfi í. Þá hrósar Davíð bönkunum mjög fyrir að hafa brugðist af festu við erfiðum aðstæðum á þessum tíma í fyrra og komist óskaddaðir frá illa grundaðri umræðu og frá því að sækja sér lánsfjármagn á nýjar slóðir. „Fjármögnunarvandinn eins og hann blasti við okkur um þetta leyti fyrir ári er úr sögunni og kjör á eftirmarkaði komin í eðlilegra horf á ný og traust á markaði hefur verið endurvakið.“ Um leið segir Davíð aðra þætti umhugsunar verða, því breyttar aðstæður geri að fyrirtæki þurfi nú að afskrifa viðskiptavild sem eignfærð er í virðisrýrnunarprófi verði breytingar á áætlunum þeirra. „Sú hætta er því til staðar, ef harðnar á dalnum, að þessi regla geti magnað upp neikvæða afkomu fyrirtækja þegar síst skyldi,“ segir hann og bendir á að bókfærð viðskiptavild hafi samtals numið yfir 500 milljörðum króna í lok síðasta árs í reikningum allra fyrirtækja sem skráð væru í Kauphöll Íslands. „Og dæmi eru um að viðskiptavild einstakra fyrirtækja og aðrar óefnislegar eignir séu meira en helmingur bókfærðra eigna.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira