Viðskipti innlent

Hampiðjan tapaði í fyrra

Hampiðjan tapaði 695 þúsund evrum í fyrra, rúmri 61 milljón króna, en hagnaðist um 4,1 milljón evra árið 2005. Rekstrar­hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 5,9 milljarðar evra, 520 milljónir króna, og dróst saman um ellefu prósent á milli ára.

Tekjur voru 45 milljónir evra, um fjórir milljarðar króna, sem var 6,2 prósenta samdráttur. Forsvarsmenn Hampiðjunnar benda á að erfiðleikar í írskri útgerð hafi valdið samdrætti tekna hjá stærsta dótturfélagi fyrirtækisins, Swan Net Gundry.

Hlutdeildartap af um 9,4 prósenta eignarhlut í HB Granda nam 2,2 milljónum evra, um 200 milljónum króna. Verulega munar hins vegar á markaðsverðmæti hlutarins og bókfærðu virði hans. Markaðsvirði var 1.160 milljónum króna umfram bókfært verðmæti í árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×