Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Flutningur í RotterdamhöfnSamskip hafa flutt alla starfsemi félagsins í Rotterdam í Hollandi í nýja skrifstofubyggingu við gömlu höfnina. Þar verða höfuðstöðvar fyrir starfsemi félagsins erlendis en yfirstjórn og Íslandsstarfsemin verða eftir sem áður í Reykjavík. Félagið hefur vaxið hratt undanfarin misseri, bæði vegna kaupa á erlendum fyrirtækjum og innri vaxtar. Hingað til hefur starfsemin í Rotterdam verið á þremur mismunandi stöðum. Nýju höfuðstöðvarnar eru hluti af svonefndu DockWorks verkefni við Waalhaven í gömlu höfninni í Rotterdam. Þar hefur gamalt iðnaðarsvæði nú gengið í endurnýjun lífdaga sem svæði fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra flutningafyrirtækja. Fjárfestingagetan efldFjárfestingasjóðurinn Blackstone Group er á næstunni sagður ætla að selja eigin bréf fyrir um fjóra milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 266,5 milljarða íslenskra króna. Með þessu horfir sjóðurinn til að efla fjárfestingagetu sína til muna. Blackstone, sem er einn af stærstu fjárfestingasjóðum heims, er á meðal þeirra sem komið hefur til tals að kaupi Sainsbury, þriðju stærstu matvörukeðju Bretlands. Hvorki liggur hins vegar fyrir hlutfall af bréfum Blackstone í sölu eða sölugengi, en sölustaðurinn er Kauphöllin í New York og segja greinendur, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, fjárfesta hafa mikinn áhuga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×