Fleiri fréttir

Peningaskápurinn ...

Væntanlega hafa glaðst í gær starfsmennirnir 550 frá Eimskipi og dótturfélögum þegar í ljós kom að óvissuferð sem lagt var upp í um morguninn endaði í borginni Barcelona á Spáni. Mikil spenna hafði ríkt fyrir ferðina, en óvissuferðin er sú þriðja sem Eimskip býður sínu fólki upp á.

Tölvumiðstöð sparisjóðanna fær nýtt nafn

Tölvumiðstöð sparisjóðanna heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins í dag. Hjá Teris, sem er upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustar fjármálafyrirtæki og á meðal stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins, starfa 100 manns.

Atorka eykur við sig í Romag

Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag, leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Atorka á eftir kaupin 16 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupverð viðbótarhlutarins er um 235 milljónir króna en heildar markaðverðmæti eignarhlutar Atorku nemur tæpum 2 milljörðum króna.

Engin merki um samdrátt á fasteignamarkaði

Heildarútlán innlánastofnana til íbúðarkaupa námu 3,7 milljörðum króna í febrúar sem jafngildir 900 milljóna króna aukningu á milli mánaða. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljörðum króna á sama tíma en það er sömuleiðis aukning á milli mánaða.Greiningardeild Kaupþings segir engin merki um að draga sé úr umsvifum á fasteignamarkaði.

Minni hagnaður hjá Samherja

Útgerðafélagið Samherji skilaði hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára.

Almenna verkfræðistofan semur við Skýrr

Almenna verkfræðistofan hefur samið við Skýrr um kaup og innleiðingu á fyrirtækjagáttinni Microsoft Office SharePoint Server 2007. Þetta er hugbúnaðarlausn sem gefur kost á miðlægu og gagnvirku samskipta- og vinnusvæði á Netinu fyrir aðgang, stjórnun og samnýtingu mikilvægra upplýsinga, skjala, forrita og fólks.

Actavis enn í baráttunni um Merck

Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug.

Atorka eignast um 30% í Clyde Process Solutions

Atorka hefur eignast 29,81 prósents hlut í Clyde Process Solutions (CPS) í tengslum við útgáfu á nýju hlutafé hjá félaginu. CPS er skráð á AIM markaðnum í London. Heildarverð kaupanna nemur 9 milljónum punda, jafnvirði 1.180 milljónum króna.

Tækifæri í nýjum samningi

Evrópska efnahagssvæðið, og þar með Ísland, á ekki aðild að samkomulagi sem Evrópusambandið og Bandaríkin komust að í gær. Í því felst að öllum flugfélögum innan Evrópusambandsins verður, frá 30. mars 2008, heimilt að fljúga til Bandaríkjanna frá hvaða landi innan sambandsins sem er. Hingað til hafa ríki Evrópusambandsins haft sérsamninga um gagnkvæm flugréttindi við Bandaríkin.

Harma mismunun þjónustugreina

SVÞ vilja að endurgreiðsla virðisaukaskatts til stofnana af aðkeyptri þjónustu nái víðar en til upplýsingatækni. Samtökin héldu aðalfund sinn í gær.

Breytt stjórn hjá Bakkavör

Sjálfkjörið er í stjórn Bakkavarar sem tekur við keflinu á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í dag. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, er nýr stjórnarmaður í Bakkavör.

Endurspeglar ekki hluthafahópinn

Nokkur breyting verður á stjórn Icelandic Group sem verður kjörin í dag á aðalfundi félagsins. Athygli vekur að enginn frá fjárfestingarfélaginu ISP býður sig fram til stjórnar. Félagið, sem er dótturfélag TM, er fjórði stærsti hluthafinn í Icelandic Group. Það heldur utan um 12,4 prósenta hlut í Icelandic Group og ætti því venjum samkvæmt að hafa fulltrúa í stjórn.

Shire kærir Actavis

Frumlyfjafyrirtækið Shire hefur höfðað mál á hendur Colony Pharmaceuticals, dótturfyrirtæki Actavis í Bandaríkjunum, fyrir brot á einkaleyfi við framleiðslu á athyglisröskunarlyfinu Adderal XR. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, segir Shire reyna að hægja á skráningu samheitalyfsins hjá Actavis, sem hefur lagt inn umsókn hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu.

Baugur opnar verslunarmiðstöð í Stokkhólmi

Á morgun opnar fyrsti áfangi SOUK – nýrrar verslunarmiðstöðvar við Drottningagötu í Stokkhólmi í Svíþjóð. SOUK er í eigu Baugs Group. Haft er eftir Åke Hellqvist, forstjóra SOUK, að fyrirtækið líti á verslunarmiðstöðina sem stærstu og djörfustu tískufjárfestinguna í Stokkhólmi í langan tíma.

Segir Seðlabankann ná verðbólgumarkmiði sínu á þessu ári

Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ár og að Seðlabanki Íslands nái strax á þessu ári 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri þjóðahagsspá frá greiningardeildinni.

Fljótsdalshérað með 246 milljóna rekstrarafgang

Fljótsdalshérað var rekið með 246 milljóna króna rekstrarafgangi í fyrra samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta stofnanir sveitarfélagsins, að því er fram kemur í uppgjör héraðsins. Þetta er tæplega 202 milljónum meira en áætlanir sveitarfélagsins gerðu ráð fyrir.

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 22,4%

Vísitölu framleiðsluverðs mældist 22,4 prósent á ársgrundvelli í janúar. Verðvísitala afurða stóriðju hækkaði á sama tíma um 42,0 prósent, verðvísitala sjávarafurða hækkaði um 28,6 prósent og verðvísitala matvælaframleiðslu hækkaði um 7,1 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Deila Finnair og FL Group leyst

Skorið hefur verið á hnútinn í deilu stjórnar Finnair og FL Group með þeim hætti að Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, tekur sæti í stjórninni. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, dregur um leið til baka framboð sitt til stjórnar. Aðalfundur Finnair er í dag.

Hvítflibbarnir fara

Stjórnendur Eimskipafélagsins stefna að því að selja eignir út úr kæligeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage sem gæti skilað þeim öllu kaupverðinu til baka. Þá er unnið að bæta rekstur Atlas með lækkun rekstrarkostnaðar og hækkun tekna.

Kaupa meira í Storebrand

Kaupþing keypti 1,9 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand fyrir 4,9 milljarða króna í gær. Þetta kom fram á fréttasíðunni E24. Þar sem bankinn þarf ekki að tilkynna um þessi viðskipti til Kauphallarinnar í Ósló er óvíst hvort bréfin voru keypt fyrir bankann sjálfan eða fyrir kúnna.

Fengju kaupvirðið til baka

Hf. Eimskipafélagið gæti fengið nær allt kaupverð Atlas Cold Storage til baka með eignasölu fyrir tæpa 35 milljarða króna. Horft er til kanadískra lífeyrissjóða sem kaupenda. Tap varð af rekstri félagsins á fyrsta ársfjórðungi.

Stóðust álagsprófið

Íslensku viðkiptabankarnir og fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás stóðust allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Niðurstöður voru birtar í gær, en eftirlitið framkvæmir slík álagspróf með reglubundnum hætti. Síðast voru birtar niðurstöður fyrir hálfu ári og var eiginfjárhlutfall allra bankanna (CAD-hlutfall) hærra núna en þá.

Bankarnir stóðust álagspróf FME

Íslensku viðkiptabankarnir og Straumur-Burðarás stóðust allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Með prófinu er gert ráð fyrir því aðað fjármálafyrirtæki standist samtímis margvísleg áföll án þess að eiginfjárhlutfall þeirra fari niður fyrir lögboðið lágmark.

Baugur kaupir í Daybreak

365 hf. hefur selt Baugi Group hf. sautján prósent af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited, móðurfélagi Wyndeham Press Group Limited. Fyrir átti 365 36 prósent af atkvæðabæru hlutafé.

Landsbankinn spáir 5,1% verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í apríl. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 5,9 prósentum í 5,1 prósent. Til samanburðar birti greiningardeild Kaupþings verðbólguspá sína í gær en deildin gerir ráð fyrir því aðverðbólga fari niður í 5,3 prósent í mánuðinum.

Hf. Eimskipafélagið tapaði hálfum milljarði

Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði tapi upp á 5,6 milljónum evra, jafnvirði tæplega hálfs milljarðs íslenskra króna, á fyrstu rekstrarfjórðungi fyrirtækisins sem lauk í enda janúar. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins á sama tíma í fyrra rúmum 8,3 milljónum evra, 739,8 milljónum króna. Þetta er í takt við væntingar, að sögn Magnúsar Þorsteinssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins.

Launavísitalan hækkaði um 0,3 prósent

Launavísitalan hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8 prósent.

Starfa reynslunni ríkari í tærum sjó

Tæknifyrirtækið Industria sem vakið hefur heimsathygli fyrir hugbúnaðarlausnir sínar hefur vaxið hratt síðustu ár og hyggur á enn frekari vöxt og útrás á nýja markaði. Óli Kristján Ármannsson ræddi við Guðjón Má Guðjónsson, stofnanda og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um stöðu þess og framtíð.

Þægindi á sporgöngu

Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt.

Kosningasigur FL Goup

FL Group á í mesta basli með hlutinn í Finnair, en finnska ríkið vill ekkert af þessum næststærsta hluthafa vita. Sigur hægrimanna í Finnlandi kann að opna nýja möguleika, enda einkavæðing á dagskrá hægriflokka. Það kann þó að vera að tregðulögmál lifi enn.

Sælir eru kynbættir

Kyngreint sæði hefur óveruleg áhrif á framleiðslutengda þætti á kúabúum en hinn fjárhagslegi ávinningur kemur að mestu fram í auknum erfðaframförum. Þetta er á meðal þess sem doktorsnemi sagði í erindi á ársfundi danskra kúabænda á dögunum um kyngreint sæði og efnahagslega þýðingu þess.

Borið í Bakka-vararlækinn

Einhverjir hafa rekið augun í það að lífeyrissjóðirnir hafa verið að auka hlut sinn í Bakkavör. Lífeyrissjóðir eru fyrir býsna áberandi í hluthafahópi fyrirtækisins og hafa fylgst vel með því um árin.

Miðja viðskiptalífsins verður í Shanghai

MBA-hópurinn undir forystu prófessoranna Ingjalds Hannibalssonar og Runólfs Smára Steingrímssonar heimsótti fjórar borgir í Kína, höfuðborgina Peking, iðnaðarborgina Baoding, hafnarborgina Ningbo og síðast en ekki síst skýjaklúfaborgina Shanghai.

Stofnandinn var í vinnunni fram á síðasta dag

Ernest Gallo, annar af tveimur stofnendum bandaríska vínfyrirtækisins Gallo, lést í bænum Modesto í Kaliforníu í byrjun mánaðarins, rétt tæplega 98 ára að aldri. Sonur hans rekur fyrirtækið í dag, en gamli maðurinn var viðloðandi reksturinn allt fram á seinasta dag.

Fjölskyldufyrirtæki með starfsemi um heim allan

Gallo er eitt af þekktustu og umsvifamestu vínfyrirtækjum heims. Fyrirtækið var stofnað eftir afnám vínbanns í Bandaríkjunum árið 1933 af bræðrunum Ernest og Julio Gallo. Sérstaða fyrirtækisins meðal vínframleiðenda felst ekki síst í að áherslan hefur alla tíð verið á að vöxt og viðgang með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi.

Í víngerð er engin rómantík

Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt fyrirlestur á Nordica fyrir helgi og leiddi vínsmökkun á bæði rauðum og hvítum vínum Gallo.

Síminn stofnar Mílu um fjarskiptanetið

Síminn hefur stofnað fyrirtæki um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets síns. Nýja fyrirtækið heitir Míla. Þetta var samþykkt á aðalfundi Símans sem haldinn var í lok síðustu viku.

Kaupþing flaggar í Storebrand

Kaupþing jók við hlut sinn í norska trygginga- og fjármálafyrirtækinu Storebrand í morgun og er nú komið með 10,4 prósent hlutabréfa í félaginu. Bankinn fékk heimild hjá norskum yfirvöldum í morgun til að kaupa allt að 20 prósenta hlut í Storebrand.

Kaupþing spáir 5,3 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,6 prósent í apríl. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,3 prósent í mánuðinum. Til samanburðar mældist 5,9 prósenta verðbólga í þessum mánuði. Greiningardeildin spáir því að verðbólga lækki fram á sumar en telur óvíst að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð.

Kaupþing fær að auka hlut sinn í Storebrand

Kaupþing fékk í morgun heimild norska yfirvalda til að fara með 20 prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand. Bankinn á fyrir tæpan tíu prósenta hlut en norsk lög banna erlendum aðilum að eiga meira en það í norsku fjármála- og tryggingafélagi án sérstakrar heimildar. Gengi bréfa í Storebrand hækkaði um 7,5 prósent í kjölfar þess að Kaupþingi var veitt heimild til að auka við hlut sinn.

GPS-tæki til hjálpar blindum

Ítalskt tæknifyrirtæki þróar nú GPS-búnað sem á að auðvelda blindum að komast leiðar sinnar. Nú er verið að prófa búnaðinn hjá 30 notendum úr Blindrafélagi Ítalíu en áætlað er að búnaðurinn verði kominn í almenna sölu í haust.

Engeyin ekki seld úr landi

HB Grandi hefur fallið frá því að selja Engey RE-1, stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans, til Atlantic Pelagic og gera það út við strendur Afríku. Í stað þess hefur verið samið við Samherja hf um sölu á skipinu. Söluverð nemur 31,4 milljónum evra, jafnvirði rúmra 2,8 milljarða króna. Bókfærður hagnaður af sölunni er í kringum 700 milljónir króna.

Smáralind tapaði 654 milljónum króna

Smáralind ehf tapaði 654 milljónum krónum í fyrra samanborið við 101 milljóna króna tap árið 2005. Gestum Smáralindar fjölgaði um 5,2 prósent á milli ára í fyrra og heildarvelta jókst um 11,7 prósent. Fyrirhugað er að hefja byggingu á 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúsi á þessu ári.

Tveir líklega fallnir úr kapphlaupinu um Merck

Þýska lyfjafyrirtækið Stada og bandaríska lyfjafyrirtækið Barr verða að öllum líkindum ekki með í kapphlaupinu um yfirtöku á samheitalyfjahluta Merck. Nokkur fyrirtæki eru enn í kauphugleiðingum, þar á meðal Actavis.

Sala á VGI frá Icelandic Group gengin til baka

Sala Icelandic Group á öllu hlutafé í VGI ehf, sem framleiðir umbúðir og rekstrarvörur til matvælafyrirtækja, hefur gengið til baka. Í tilkynningu frá félaginu segir, að kaupum hafi verið rift í kjölfar áreiðanleikakönnunar.

Sjá næstu 50 fréttir