Viðskipti innlent

Of lágar spár á Kaupþingi?

Spár markaðsaðila um hagnað Kaupþings á árinu 2007 eru of lágar að mati Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, og býst hann við miklum innri vexti á árinu. Þetta hefur fréttaveitan Nyhetsbyrån Direkt eftir honum.

Bæði innlendir og erlendir bankar hafa spáð fyrir afkomu Kaupþings á árinu 2007. Glitnir spáir Kaupþingi 57.579 milljóna króna hagnaði á árinu en afkomuspá frá Landsbankanum hljóðar upp á 61.425 milljónir króna.

Hagnaður Kaupþings nam rúmum 86 milljörðum í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×