Viðskipti innlent

Byr siglir upp fyrir gengið 100

Mikil hækkun hefur orðið á stofnfjárbréfum frá áramótum.
Mikil hækkun hefur orðið á stofnfjárbréfum frá áramótum.

Markaðsvirði Byrs sparisjóðs er komið í 25,2 milljarða króna en gengi stofnfjárhluta í sparisjóðnum fór yfir 100 í fyrsta skipti í vikunni.

Mikil gengishækkun hefur orðið frá aðalfundi félagsins um miðjan mars þegar gengið stóð í 83.

Á stofnfjármarkaði Byrs, sem MP Fjárfestingabanki hefur nýfarið af stað með, urðu viðskipti á genginu 104 í gær. Eftir því sem næst verður komist kostaði hluturinn 70 krónur í byrjun árs og hefur því hækkað um 57 prósent frá ársbyrjun að teknu tilliti til endurmats stofnfjár.

Á aðalfundinum fékk stjórn Byrs heimild til að hækka stofnfé í allt að þrjátíu milljarða en það er nú um 243 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×