Nýtt afl á íslenskum fjármálamarkaði 28. mars 2007 06:15 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Sögu Fjárfestingabankinn er við það að fá starfsleyfi frá FME. Fjörutíu hluthafar eiga bréf í bankanum. MYND/Ragnheiður Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Saga Capital Fjárfestingarbanki er nýjasta aflið á íslenskum fjármálamarkaði en eigið fé hins nýja banka er um 9,5 milljarðar króna. Forsvarsmenn bankans reikna með að Fjármálaeftirlitið veiti honum starfsleyfi á næstu dögum. „Það hefur ekki gerst frá stofnun Íslandsbanka árið 1904 að banki sé stofnaður frá fyrsta degi, heldur hefur almennt verið um útvíkkun fyrri starfsemi að ræða,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. Stefnt er að því að félagið fari á hlutabréfamarkað innan fjögurra ára. Saga Capital er heildsölubanki fyrir stofnanafjárfesta og fyrirtæki. Eignarhald í bankanum dreifist á breiðan hóp fjörutíu hluthafa. Þorvaldur Lúðvík, sem var áður yfir eigin viðskiptum Kaupþings, er stærsti hluthafinn með þrettán prósenta hlut en aðrir eigendur eru öflugir fjárfestar úr íslensku viðskiptalífi, KEA, ýmsir sparisjóðir og starfsmenn. „Stefnan okkar er að enginn sé yfirgnæfandi, sem þýðir að enginn sé ómissandi. Það eru því fjölbreyttir hagsmunir sem endurspeglast í eigendahópi okkar og í þann hóp er gott að sækja bæði reynslu og þekkingu.“ Höfuðstöðvar bankans eru á Akureyri en jafnframt verður starfsstöð í Reykjavík. Starfsmenn verða á bilinu 20-25 og koma lykilstarfsmenn úr ýmsum áttum úr íslensku fjármálalífi. Þeir eiga það sammerkt að búa yfir mikilli þekkingu á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Ætlunin er ekki að finna upp hjólið aftur heldur að fólk komi hingað inn og byrji að búa til tekjur frá fyrsta degi.“ Þorvaldur segir að Saga Capital eigi að fá að vaxa og dafna á afmörkuðum sviðum. Nýi bankinn starfar á fjórum sviðum: stöðutöku, útlánasviði, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Stöðutakan mun skiptast í hefðbundna stöðutöku í öllum afurðum, auk viðskiptavakta. Útlán snúa að hefðbundinni verkefna- og verðbréfafjármögnun, sem og að leita að bestu fjármögnun fyrir þau fyrirtæki sem leita til bankans, óháð uppruna lánanna. Hvað varðar verðbréfamiðlun segir Þorvaldur að horft verði til stofnanafjárfesta og ætlar Saga að bjóða upp á viðskiptakostnað sem verður með því besta sem gerist á markaðnum, auk þess að bjóða upp á beinan markaðsgang á Ísland og alþjóðamarkaði fyrir viðskiptavini. Í fyrirtækjaráðgjöf er áherslan skýr: „Það hefur skapast ákveðið tómarúm á markaði er snýr að verkefnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki af stærðargráðunni 500-5.000 milljónir króna. Fyrirtækjaverkefni af þessari stærð fá ekki þá aðhlynningu sem þau eiga skilið. Við teljum okkar geta tryggt minni félögum þá faglegu meðhöndlun sem þau þurfa við fyrstu skrefin.“ Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Saga Capital Fjárfestingarbanki er nýjasta aflið á íslenskum fjármálamarkaði en eigið fé hins nýja banka er um 9,5 milljarðar króna. Forsvarsmenn bankans reikna með að Fjármálaeftirlitið veiti honum starfsleyfi á næstu dögum. „Það hefur ekki gerst frá stofnun Íslandsbanka árið 1904 að banki sé stofnaður frá fyrsta degi, heldur hefur almennt verið um útvíkkun fyrri starfsemi að ræða,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. Stefnt er að því að félagið fari á hlutabréfamarkað innan fjögurra ára. Saga Capital er heildsölubanki fyrir stofnanafjárfesta og fyrirtæki. Eignarhald í bankanum dreifist á breiðan hóp fjörutíu hluthafa. Þorvaldur Lúðvík, sem var áður yfir eigin viðskiptum Kaupþings, er stærsti hluthafinn með þrettán prósenta hlut en aðrir eigendur eru öflugir fjárfestar úr íslensku viðskiptalífi, KEA, ýmsir sparisjóðir og starfsmenn. „Stefnan okkar er að enginn sé yfirgnæfandi, sem þýðir að enginn sé ómissandi. Það eru því fjölbreyttir hagsmunir sem endurspeglast í eigendahópi okkar og í þann hóp er gott að sækja bæði reynslu og þekkingu.“ Höfuðstöðvar bankans eru á Akureyri en jafnframt verður starfsstöð í Reykjavík. Starfsmenn verða á bilinu 20-25 og koma lykilstarfsmenn úr ýmsum áttum úr íslensku fjármálalífi. Þeir eiga það sammerkt að búa yfir mikilli þekkingu á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Ætlunin er ekki að finna upp hjólið aftur heldur að fólk komi hingað inn og byrji að búa til tekjur frá fyrsta degi.“ Þorvaldur segir að Saga Capital eigi að fá að vaxa og dafna á afmörkuðum sviðum. Nýi bankinn starfar á fjórum sviðum: stöðutöku, útlánasviði, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Stöðutakan mun skiptast í hefðbundna stöðutöku í öllum afurðum, auk viðskiptavakta. Útlán snúa að hefðbundinni verkefna- og verðbréfafjármögnun, sem og að leita að bestu fjármögnun fyrir þau fyrirtæki sem leita til bankans, óháð uppruna lánanna. Hvað varðar verðbréfamiðlun segir Þorvaldur að horft verði til stofnanafjárfesta og ætlar Saga að bjóða upp á viðskiptakostnað sem verður með því besta sem gerist á markaðnum, auk þess að bjóða upp á beinan markaðsgang á Ísland og alþjóðamarkaði fyrir viðskiptavini. Í fyrirtækjaráðgjöf er áherslan skýr: „Það hefur skapast ákveðið tómarúm á markaði er snýr að verkefnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki af stærðargráðunni 500-5.000 milljónir króna. Fyrirtækjaverkefni af þessari stærð fá ekki þá aðhlynningu sem þau eiga skilið. Við teljum okkar geta tryggt minni félögum þá faglegu meðhöndlun sem þau þurfa við fyrstu skrefin.“
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun