Viðskipti innlent

Álverið hefur áhrif á krónu

Greiningardeild Kaupþings segir að verði samþykkt að stækka álverið í Straumsvík megi gera ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu og háum stýrivöxtum.
Greiningardeild Kaupþings segir að verði samþykkt að stækka álverið í Straumsvík megi gera ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu og háum stýrivöxtum. MYND/GVA

Verði ekki af stækkun álversins í Straumsvík má reikna með lækkun á gengi krónunnar og ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Verði hins vegar farið í stækkun álversins er hægt að gera ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu, háum stýrivöxtum og viðvarandi viðskiptahalla á meðan á framkvæmdum stendur.

Þetta er álit greiningardeildar Kaupþings í aðdraganda atkvæðagreiðslu um stækkun álversins sem fram fer á laugardag.

Deildin bendir á að verði niðurstaðan sú að stækkun álversins í Straumsvík verði hafnað sé líklegt að sú orka sem áætluð er til álversins verði notuð í staðinn fyrir nýtt álver í Helguvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×