Viðskipti innlent

eMax flytur

Wimax loftnet fyrir þráðlausar tengingar
Wimax loftnet fyrir þráðlausar tengingar

Vegna flutnings á starfsemi eMax úr Hlíðarsmára í Thorvaldsensstræti, geta orðið truflanir á netsambandi, varar fyrirtækið við. Flutningurinn kemur til vegna kaupa WBS (Wireless Broadband Systems) á rekstrinum.

Bæði fyrirtæki hafa unnið að því að byggja upp þráðlaus wiMax tölvunet.

WBS hefur meðal annars sett upp þráðlaust háhraðanet í sumarhúsahverfi í Grímsnesi og Grafningi. Hraðinn á netinu býður upp á ýmsa möguleika auk internettengingar, svo sem síma, sjónvarpssendinga og annars. Þá hefur eMax einnig sett upp háhraðanet utan höfuðborgarsvæðisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×