Viðskipti innlent

Skotarnir seinir til

Frændur okkar hjá Royal Bank of Scotland hafa skikkað starfsmenn sína til að opna launareikning hjá bankanum. Fjölmiðlar í Bretlandi segja starfsmenn bankans, sem kjósa að halda launareikningi sínum opnum hjá samkeppnisaðilum, eiga yfir höfði sér áminningu.

Starfsmenn Royal Bank of Scotland hafa brugðist heldur illa við þessari ósk yfirstjórnarinnar og hafa í tíma og ótíma kvartað til verkalýðsfélaga vegna málsins.

Þótt þetta þyki nokkur nýlunda í Skotlandi er raunin önnur hér því heyrst hefur að vænst sé til þess að starfsmenn flestra fjármálafyrirtækja hér hafi launareikning sinn hjá launaveitandanum. Annað væri nú undarlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×