Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Samherja

Hagnaður útgerðarfélagsins Samherja og dótturfélaga var 1.189 milljónum krónum minni í fyrra en árið á undan.
Hagnaður útgerðarfélagsins Samherja og dótturfélaga var 1.189 milljónum krónum minni í fyrra en árið á undan.

Útgerðarfélagið Samherji og dótturfélög þess skiluðu hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára.

Rekstrargjöld námu 18.298 milljónum króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 5.406 milljónum króna. Til samanburðar nam EBITDA 3.921 milljón króna í hitteðfyrra.

Bókfært eigið fé Samherja í lok síðasta árs nam 9,2 milljörðum króna sem er rétt rúmlega 2,1 milljarði króna meira en við lok árs 2005.

Heildareignir útgerðarfélagsins jukust um 13.283 milljónir króna og stafar aukningin að verulegum hluta af fjárfestingum Kaldbaks, dótturfélags Samherja. Þessi mikla stækkun á efnahagsreikningi samstæðunnar hefur þau áhrif að eiginfjárhlutfall samstæðunnar lækkar úr 25 prósentum í 22 prósent, að því er segir í ársuppgjör Samherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×