Framleiða undraefni úr þorski 28. mars 2007 04:30 Jón Bragi Bjarnason. Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur búið til krem og lyf úr ensímum í þorski. Lyfið hefur marga eiginleika en nýjustu rannsóknir benda til að það geti læknað fuglaflensu. MYND/GVA Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensímið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúkdóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsóknar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvefveiruna,“ segir Jón og bætir við að í bígerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun fulltrúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúkdæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rannsóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dansinn,“ segir Jón. Undir smásjánni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensímið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúkdóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsóknar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvefveiruna,“ segir Jón og bætir við að í bígerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun fulltrúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúkdæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rannsóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dansinn,“ segir Jón.
Undir smásjánni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira