Viðskipti innlent

Fimmtán milljónir fyrir frumkvöðla

Ingjaldur Hannibalsson, Ágúst Guðmundsson og Kristín Ingólfsdóttir rektor undirrita samstarfssamning.
Ingjaldur Hannibalsson, Ágúst Guðmundsson og Kristín Ingólfsdóttir rektor undirrita samstarfssamning. MYND/Heiða

Bakkavör Group mun styrkja viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands um fimm milljónir á ári, árin 2007, 2008 og 2009.

Þetta felst í samningi um eflingu kennslu og rannsókna í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum innan viðskipta- og hagfræðideildar.

Á móti skuldbindur viðskipta- og hagfræðideild sig til að bjóða fram kennslu í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum. Ávallt skulu vera kennd námskeið við deildina sem taka mið af nýjustu þekkingu í þeim fræðum. Þá skuldbindur deildin sig til að stunda reglubundnar rannsóknir á sviði frumkvöðla- og nýsköpunarfræða. Stefnt er að samstarfsverkefnum milli Bakkavarar og Háskólans á þeim vettvangi.

Kristín Ingólfsdóttir rektor, Ingjaldur Hannibalsson prófessor og Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, undirrituðu samninginn í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×