Flokkarnir vilja ekki hækka tekjuskatt 28. mars 2007 06:15 Athafnakonur í ólíkum greinum Þær Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, og Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, voru meðal þeirra er spurðu stjórnmálamenn spjörunum úr. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Enginn stjórnmálaflokkanna hefur í hyggju að hækka tekjuskatt á fyrirtæki. Skiptari skoðanir eru um innheimtu fjármagnstekjuskatts. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands með stjórnmálamönnum og athafnakonum á Grand hótel Reykjavík í gær. Í ljósi umræðu um að konur geti með atkvæðum sínum ráðið úrslitum kosninga í vor var yfirskrift fundarins Atkvæði kvenna. Fimm athafnakonur ræddu hagsmunamál starfsvettvangs þeirra og lögðu svo fram eina spurningu hver til stjórnmálamannanna. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur grundvöll fyrir því að lækka skattprósentuna í tekjuskatti fyrirtækja niður á bilinu tíu til fimmtán prósent. Sagðist hann telja mjög mikilvægt að fjármagnstekjuskattur hækkuðu ekki. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði aðalatriðið að tryggja að hér væri samkeppnishæft umhverfi sem gerði það að verkum að fyrirtæki kysu sér að vera hér á landi. Hann taldi skynsamlegt að skoða innheimtulágmark fjármagnstekjuskatts. Varðandi skattlagningu á fyrirtæki þyrfti að skoða betur aðstæður sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokkinn engin áform hafa um að hækka tekjuskatt en rætt hefði verið um að hækka fjármagnstekjuskatt í tólf prósent. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, taldi að mikilvægt væri að lækka tekjuskatt á fyrirtæki heldur en að hækka. Einnig væri mikilvægt að laða fyrirtæki til landsins og hafa hagstæða umgjörð um atvinnulífið. Hún sagði skattaumhverfið þurfa að vera með þeim hætti að Ísland væri samkeppnishæft við önnur lönd og byði helst betur. „Frekar viljum við hafa mörg fyrirtæki sem borga lága skatta heldur en fá skattpínd fyrirtæki.“ Þá sagði hún afar mikilvægt að Íslendingar misstu ekki bankana úr landi. Mikilvægt væri að skapa þeim hagstætt umhverfi, reyna að fjölga þeim og stefna að fjármálamiðstöð hér á landi. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Halla spurði forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna hvort þeirra flokkur hyggðist hækka, lækka eða láta tekjuskatt fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt standa í stað. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægast að jafnvægi næðist í íslensku efnahagslífi. Það væri mikilvægara en fjármagnsskattsprósentan eða tekjuskatturinn. Hún segir Samfylkinguna ekki hafa sérstakar fyrirætlanir um að hækka fjármagns- eða tekjuskatt. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segir flokkinn ekki hafa hugmyndir um að hækka eða lækka fjármagnstekjuskatt. Hins vegar hafi hann viðrað hugmyndir um að leggja niður fjármagnstekjuskatt á fjármagnstekjur við visst skref en hækka hann í fjórtán prósent við annað skref. „Það er eðlilegt að skoða einhvers konar skiptingu á fjármagnstekjuskattinum. Það er líka eðlilegt að þeir sem hafa eingöngu fjármagnstekjur borgi hluta þeirra í útsvar.“ Þær Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands, Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns, og Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, lögðu fram spurningarnar. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Sjá meira
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Enginn stjórnmálaflokkanna hefur í hyggju að hækka tekjuskatt á fyrirtæki. Skiptari skoðanir eru um innheimtu fjármagnstekjuskatts. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands með stjórnmálamönnum og athafnakonum á Grand hótel Reykjavík í gær. Í ljósi umræðu um að konur geti með atkvæðum sínum ráðið úrslitum kosninga í vor var yfirskrift fundarins Atkvæði kvenna. Fimm athafnakonur ræddu hagsmunamál starfsvettvangs þeirra og lögðu svo fram eina spurningu hver til stjórnmálamannanna. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur grundvöll fyrir því að lækka skattprósentuna í tekjuskatti fyrirtækja niður á bilinu tíu til fimmtán prósent. Sagðist hann telja mjög mikilvægt að fjármagnstekjuskattur hækkuðu ekki. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði aðalatriðið að tryggja að hér væri samkeppnishæft umhverfi sem gerði það að verkum að fyrirtæki kysu sér að vera hér á landi. Hann taldi skynsamlegt að skoða innheimtulágmark fjármagnstekjuskatts. Varðandi skattlagningu á fyrirtæki þyrfti að skoða betur aðstæður sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokkinn engin áform hafa um að hækka tekjuskatt en rætt hefði verið um að hækka fjármagnstekjuskatt í tólf prósent. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, taldi að mikilvægt væri að lækka tekjuskatt á fyrirtæki heldur en að hækka. Einnig væri mikilvægt að laða fyrirtæki til landsins og hafa hagstæða umgjörð um atvinnulífið. Hún sagði skattaumhverfið þurfa að vera með þeim hætti að Ísland væri samkeppnishæft við önnur lönd og byði helst betur. „Frekar viljum við hafa mörg fyrirtæki sem borga lága skatta heldur en fá skattpínd fyrirtæki.“ Þá sagði hún afar mikilvægt að Íslendingar misstu ekki bankana úr landi. Mikilvægt væri að skapa þeim hagstætt umhverfi, reyna að fjölga þeim og stefna að fjármálamiðstöð hér á landi. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Halla spurði forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna hvort þeirra flokkur hyggðist hækka, lækka eða láta tekjuskatt fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt standa í stað. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægast að jafnvægi næðist í íslensku efnahagslífi. Það væri mikilvægara en fjármagnsskattsprósentan eða tekjuskatturinn. Hún segir Samfylkinguna ekki hafa sérstakar fyrirætlanir um að hækka fjármagns- eða tekjuskatt. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segir flokkinn ekki hafa hugmyndir um að hækka eða lækka fjármagnstekjuskatt. Hins vegar hafi hann viðrað hugmyndir um að leggja niður fjármagnstekjuskatt á fjármagnstekjur við visst skref en hækka hann í fjórtán prósent við annað skref. „Það er eðlilegt að skoða einhvers konar skiptingu á fjármagnstekjuskattinum. Það er líka eðlilegt að þeir sem hafa eingöngu fjármagnstekjur borgi hluta þeirra í útsvar.“ Þær Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands, Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns, og Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, lögðu fram spurningarnar.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun