Fleiri fréttir

Ekkert íslenskt hráefni

Háir tollar eru á innflutt kartöflusnakk og greiddu íslenskir neytendur um 145 milljónir í fyrra í verndartolla. Lögmaður segir fyrirtæki vera að skoða réttarstöðu sína. Neytendasamtökin eru alfarið á móti slíkum tollum.

Fagna tillögu Össurar

Tillagan hvetur til þverpólitískrar samstöðu um áframhaldandi fríverslunarviðræður.

Plain Vanilla flytur

„Við erum bara búin að sprengja utan af okkur húsnæðið og erum því að flytja í gamla húsnæði Landsbankans, VISA og Valitor á Laugavegi.“

Kjötið beint til Japan

Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum.

Sigur fyrir borgarbúa

Viðsnúningur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur er sigur borgarbúa. Þetta segir formaður borgarráðs.

Uppboðsmörkuðum fjölgar

Uppboðsmörkuðum vegna viðskipta með greiðslumark mjólkur hefur verið fjölgað úr tveimur í þrjá á ári með nýrri reglugerð.

OR hagnaðist um tæpa 3,4 milljarða á síðasta ári

Orkuveita Reykjavíkur skilaði 3.350 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í gær. Marmkiðum "plansins“ um endurreistan fjárhag Orkuveitunnar hafa náðst að rúmum 80 prósentum.

Út af standa nærri sex hundruð mál

Í utanríkisþjónustunni er talið allt of snemmt að óttast að lokast gæti á hluta EES-samningsins vegna innleiðingartregðu á löggjöf hér á landi. Nærri 600 Evrópugerðir bíða þess að verða leiddar hér í lög og reglur, samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra.

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega

Fráfarandi formaður samtaka verslunar og þjónustu fer hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórninnar og kallar eftir aðgerðum.

Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur

Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið.

Fólk kemur frekar með föt í viðgerð eftir hrun

Fyrir hrun var lítið að gera á saumastofum þar sem landinn virtist heldur kaupa sér nýja flík en að láta gera við gamla. Nú er blússandi gangur hjá saumastofum, ekki síst við að breyta flíkum sem pantaðar hafa verið í gegnum erlendar sölusíður.

IKEA tilkynnir innköllun á himnasængum

IKEA biður vinsamlega þá viðskiptavini sem eiga IKEA himnasængur sem ætlaðar eru til notkunar með barnarúmum/vöggum, að hætta notkun þeirra yfir rúmum hvítvoðunga og ungra barna en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá IKEA.

Í beinni: Uppbygging raforkukerfisins

Kynningarfundur Landsnets um framtíðaruppbyggingu raforkukerfisins hér á landi verður á Hilton Reykjavík í dag og hefst hann klukkan níu. Fundurinn verður í beinni útsendingu og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér.

Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku

Landsvirkjun hefur gert raforkusölusamninga við fyrirtæki sem hyggjast byggja hér kísilmálmverksmiðjur. Gerjun á heimsmarkaði skýrir hraða þróun. Skýrist fyrir lok maí hvort áform í Helguvík ganga eftir.

Ofurtollar á innfluttum frönskum

Aðeins eitt fyrirtæki framleiðir franskar kartöflur hérlendis og annar með því innan við 5 prósent af eftirspurn. Samt sem áður en 76 prósenta tollur á innfluttar franskar.

Gagnrýna verslunarrekstur Fríhafnarinnar í Leifsstöð

Samtök verslunar og þjónustu eru ósátt við þátttöku Fríhafnarinnar í forvali um aðstöðu í Leifsstöð. Gagnrýna rekstur á "undirfataverslun ríkisins“. Markmið forvalsins að auka samkeppni, segir stjórnarformaður Isavia.

Selja á Íbúðalánasjóð eða leggja hann niður

Eyða mætti óvissu um fjárframlög ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs með því að selja lánasafn hans. Í nýrri skýrslu er lagt til að hér verði komið á húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Líklegt að til verði að minnsta kosti 4 til 5 húsnæðislánafélög.

Sjá næstu 50 fréttir