Selja á Íbúðalánasjóð eða leggja hann niður Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Í nýrri skýrslu er lögð til gagnger uppstokkun á skipulagi íbúðalána hér á landi og opinberum stuðningi við félagslegt húsnæði. Vísir/GVA Lagt er til að Íbúðalánasjóður (ÍLS) verði lagður niður í núverandi mynd og lánasafn hans látið renna út eða selt í nýrri skýrslu ráðgjafafyrirtækjanna KPMG og Analytica til verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Skýrslan, sem kynnt var í gær, er innlegg í vinnu verkefnisstjórnarinnar sem stefnir að því að skila ráðherra félags- og húsnæðismála lokatillögum sínum í lok næsta mánaðar. Í greiningu og tillögum KPMG og Analytica er lagt til að hér verði útfært nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd, þar sem húsnæðislán verði veitt af húsnæðislánafélögum. „Þau félög verða starfsleyfisskyld fjármálafyrirtæki og sett um þau lög,“ segir í samantekt. Félögin megi svo eingöngu lána til húsnæðiskaupa og fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra skuldabréfa sem skráð verða á markaði, en stunda ekki aðra starfsemi. „Eiginfjárkröfur byggi á sama grunni og gildir fyrir önnur fjármálafyrirtæki, en þó má gera ráð fyrir að eiginfjárkrafa til húsnæðislánafélaga verði lægri en nú er gerð til viðskiptabanka vegna minni áhættu.“ Í skýrslunni er talið líklegt að stóru viðskiptabankarnir þrír stofni hver og einn sitt félag, auk þess sem ætla megi að minni fjármálastofnanir komi sér saman um stofnun slíks félags. Sama gæti gilt um lífeyrissjóðina. „Þannig er líklegt að til verið að minnsta kosti fjötur til fimm húsnæðislánafélög.“ Í skýrslu KPMG er lagt til að ÍLS verði skipt upp í tvo hluta. Annar verði Húsnæðisstofnun sem taki við félagslegu hlutverki sjóðsins og öðrum veigamiklum þáttum sem snúi að húsnæðisstefnu stjórnvalda. Hinn annist umsjón með núverandi safni útlána og skulda þar til það sé runnið út eða hugsanlega selt. Sjóðurinn hætti alveg nýjum útlánum. „Með því að ÍLS hætti nýjum lánveitingum yrði áhætta sjóðsins takmörkuð við útistandandi útlán. ÍLS myndi því áfram bera útlánaáhættu, standi lántakendur ekki í skilum, og vaxtaáhættu vegna uppgreiðslna og lágrar ávöxtunar lausafjár.“ Með því að selja lánasafn ÍLS í heild eða hluta mætti svo lágmarka óvissu um fjárhaglega þróun lánasafnsins og þar með óvissu um frekari fjárþörf af hálfu ríkissjóðs. „Með því að eyða þessari óvissu er hins vegar nokkuð ljóst að ríkið mun raungera tap við sölu lánasafnanna,“ segir í skýrslunni.Í skýrslu KPMG og Analytica til félagsmálaráðherra er lagt til að danska leiðin verði farin á almennum húnsæðismarkaði. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vill líka fara danska leið í félagslega kerfinu.Vísir/GVAASÍ fagnar stuðningi við dönsku leiðina ASÍ fagnar að í nýrri skýrslu um framtíðarskipan húsnæðismála til ráðgjafahóps félags- og íbúðamálaráðherra skuli tekið undir hugmyndir sambandsins um nýtt húsnæðislánakerfi hér á landi að danskri fyrirmynd. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur hins vegar ekki undir hugmyndir um að Íbúðalánasjóður hverfi alfarið af lánamarkaði og vill að danska leiðin verði einnig farin varðandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis. „Okkar tillögur voru að aðrar eignir Íbúðalánasjóðs, húsbréf og aðrar eignir sem eru uppgreiðanlegar í sjálfu sér, verði settar í sérstakt hlutafélag. Það verði eitt af þessum fjórum fimm húsnæðislánafélögum sem starfi á almennum markaði,“ segir Gylfi. Þá segir hann að miðað við reynslu Dana síðustu 220 ár geti fyrirkomulag húsnæðislánanna tryggt meiri stöðugleika og gert að verkum að lánakjörin verði líka betri en ella. Lánakjör ráðist hins vegar líka af gjaldmiðlinum. „Þannig að ég á ekki von á því að lánakerfið sem slíkt geti sniðið alla skavanka íslensku krónunnar af. Menn skulu vera raunsæir hvað það varðar,“ segir Gylfi.- óká, hmp Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Lagt er til að Íbúðalánasjóður (ÍLS) verði lagður niður í núverandi mynd og lánasafn hans látið renna út eða selt í nýrri skýrslu ráðgjafafyrirtækjanna KPMG og Analytica til verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Skýrslan, sem kynnt var í gær, er innlegg í vinnu verkefnisstjórnarinnar sem stefnir að því að skila ráðherra félags- og húsnæðismála lokatillögum sínum í lok næsta mánaðar. Í greiningu og tillögum KPMG og Analytica er lagt til að hér verði útfært nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd, þar sem húsnæðislán verði veitt af húsnæðislánafélögum. „Þau félög verða starfsleyfisskyld fjármálafyrirtæki og sett um þau lög,“ segir í samantekt. Félögin megi svo eingöngu lána til húsnæðiskaupa og fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra skuldabréfa sem skráð verða á markaði, en stunda ekki aðra starfsemi. „Eiginfjárkröfur byggi á sama grunni og gildir fyrir önnur fjármálafyrirtæki, en þó má gera ráð fyrir að eiginfjárkrafa til húsnæðislánafélaga verði lægri en nú er gerð til viðskiptabanka vegna minni áhættu.“ Í skýrslunni er talið líklegt að stóru viðskiptabankarnir þrír stofni hver og einn sitt félag, auk þess sem ætla megi að minni fjármálastofnanir komi sér saman um stofnun slíks félags. Sama gæti gilt um lífeyrissjóðina. „Þannig er líklegt að til verið að minnsta kosti fjötur til fimm húsnæðislánafélög.“ Í skýrslu KPMG er lagt til að ÍLS verði skipt upp í tvo hluta. Annar verði Húsnæðisstofnun sem taki við félagslegu hlutverki sjóðsins og öðrum veigamiklum þáttum sem snúi að húsnæðisstefnu stjórnvalda. Hinn annist umsjón með núverandi safni útlána og skulda þar til það sé runnið út eða hugsanlega selt. Sjóðurinn hætti alveg nýjum útlánum. „Með því að ÍLS hætti nýjum lánveitingum yrði áhætta sjóðsins takmörkuð við útistandandi útlán. ÍLS myndi því áfram bera útlánaáhættu, standi lántakendur ekki í skilum, og vaxtaáhættu vegna uppgreiðslna og lágrar ávöxtunar lausafjár.“ Með því að selja lánasafn ÍLS í heild eða hluta mætti svo lágmarka óvissu um fjárhaglega þróun lánasafnsins og þar með óvissu um frekari fjárþörf af hálfu ríkissjóðs. „Með því að eyða þessari óvissu er hins vegar nokkuð ljóst að ríkið mun raungera tap við sölu lánasafnanna,“ segir í skýrslunni.Í skýrslu KPMG og Analytica til félagsmálaráðherra er lagt til að danska leiðin verði farin á almennum húnsæðismarkaði. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vill líka fara danska leið í félagslega kerfinu.Vísir/GVAASÍ fagnar stuðningi við dönsku leiðina ASÍ fagnar að í nýrri skýrslu um framtíðarskipan húsnæðismála til ráðgjafahóps félags- og íbúðamálaráðherra skuli tekið undir hugmyndir sambandsins um nýtt húsnæðislánakerfi hér á landi að danskri fyrirmynd. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur hins vegar ekki undir hugmyndir um að Íbúðalánasjóður hverfi alfarið af lánamarkaði og vill að danska leiðin verði einnig farin varðandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis. „Okkar tillögur voru að aðrar eignir Íbúðalánasjóðs, húsbréf og aðrar eignir sem eru uppgreiðanlegar í sjálfu sér, verði settar í sérstakt hlutafélag. Það verði eitt af þessum fjórum fimm húsnæðislánafélögum sem starfi á almennum markaði,“ segir Gylfi. Þá segir hann að miðað við reynslu Dana síðustu 220 ár geti fyrirkomulag húsnæðislánanna tryggt meiri stöðugleika og gert að verkum að lánakjörin verði líka betri en ella. Lánakjör ráðist hins vegar líka af gjaldmiðlinum. „Þannig að ég á ekki von á því að lánakerfið sem slíkt geti sniðið alla skavanka íslensku krónunnar af. Menn skulu vera raunsæir hvað það varðar,“ segir Gylfi.- óká, hmp
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira