Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2014 08:46 Helguvík Það liggur endanlega fyrir í lok maí hvort United Silicon byggir kísilver í Helguvík. Fréttablaðið/GVA Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira