Viðskipti innlent

Vann 7.2 milljónir á getraunaseðilinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðskiptavinurinn var með 13 leiki rétta og rúmum 7.2 milljónum króna ríkari.
Viðskiptavinurinn var með 13 leiki rétta og rúmum 7.2 milljónum króna ríkari.
Hann var aldeilis heppinn viðskiptavinur Getrauna sem tippaði á miðvikudagsseðilinn í Kópavoginum í vikunni. 

Hann keypti getraunaseðil með fimm leikjum tvítryggðum og 8 leikjum með einu merki, alls 32 raðir sem kostuðu hann 576 krónur. 

Þegar úrslitin lágu fyrir í gærkvöldi kom í ljós að hann var með 13 leiki rétta og rúmum 7.2 milljónum króna ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×