Höfuðáhersla lögð á félagslega húsnæðiskerfið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2014 20:00 Félagsmálaráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um nýtt húsnæðiskerfi í lok apríl. Hún leggi mikla áherslu á félagslega hluta húsnæðiskerfisins en forseti ASÍ vill að í þeim efnum verði gengið lengra en ný skýrsla til ráðherra leggur til. KPMG og Analytca skiluðu verkefnisstjórn á vegum félagsmálaráðherra skýrslu í dag þar sem mælt með með dönsku leiðinni svo kölluðu í húsnæðismálum, sem ASÍ vakti fyrst athygli á í fyrra haust. Stofnuð verði húsnæðislánafélög á vegum banka og fjármálastofnana sem eingöngu láni til húsnæðiskaupa og Íbúðalánasjóði verði skipt í tvennt. Annars vegar í stofnun sem sjái um innheimtu þegar veittra lána og hins vegar stjórnsýsluhluta sem sjái um að framfylgja stefnu stjórnvalda í félagslegum húsnæðismálum.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert að því að eitt þessara húsnæðislánafélaga yrði Íbúðalánasjóður og að rétt væri að ganga lengra með dönsku leiðina varðandi félagslegt húsnæði. Þá yrðu vextir félagslegra húsnæðisfélaga greiddir niður um t.d 35 prósent í stað þess að greiða fjórðung af byggingarkostnaði. „Það er það sem Danir hafa gert. Svo þegar búið er að borga lánið halda íbúarnir áfram að borga leigu en þá er sú leiga til ráðstöfunar til að standa að frekari byggingu. Þannig að Danir hafa í rúmlega mannsaldur byggt upp mikinn félagsauð þannig að kerfið stendur undir sjálfu sér,“ segir Gylfi.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir þessar hugmyndir allar sem og fleiri sem borist hafi verkefnisstjórninni allar þess virði að skoða þær. „Ég hef lagt áherslu á mikilvægi félagslega hlutans í húsnæðiskerfinu. Að við viljum byggja húsnæðiskerfi sem er fyrir öll heimili en ekki bara sum og við tryggjum öllum heimilum val og öryggi,“ segir félagsmálaráðherra. Það væru hennar áherslur gagnvart verkefnisstjórninni. Hún voni að að frumvarp komi fyrir Alþingi fyrir lok aprílmánaðar. „En ég hef lagt mjög mikla áherslu á að reyna að ná sem mestri sátt um húsnæðiskerfið. Þess vegna þarf að fara fram mjög víðtækt samráð og verkefnisstjórnin er að vinna að því. Þegar næst sátt um hlutina geta þeir oft unnist mjög hratt hér í gegnum þingið,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Félagsmálaráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um nýtt húsnæðiskerfi í lok apríl. Hún leggi mikla áherslu á félagslega hluta húsnæðiskerfisins en forseti ASÍ vill að í þeim efnum verði gengið lengra en ný skýrsla til ráðherra leggur til. KPMG og Analytca skiluðu verkefnisstjórn á vegum félagsmálaráðherra skýrslu í dag þar sem mælt með með dönsku leiðinni svo kölluðu í húsnæðismálum, sem ASÍ vakti fyrst athygli á í fyrra haust. Stofnuð verði húsnæðislánafélög á vegum banka og fjármálastofnana sem eingöngu láni til húsnæðiskaupa og Íbúðalánasjóði verði skipt í tvennt. Annars vegar í stofnun sem sjái um innheimtu þegar veittra lána og hins vegar stjórnsýsluhluta sem sjái um að framfylgja stefnu stjórnvalda í félagslegum húsnæðismálum.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert að því að eitt þessara húsnæðislánafélaga yrði Íbúðalánasjóður og að rétt væri að ganga lengra með dönsku leiðina varðandi félagslegt húsnæði. Þá yrðu vextir félagslegra húsnæðisfélaga greiddir niður um t.d 35 prósent í stað þess að greiða fjórðung af byggingarkostnaði. „Það er það sem Danir hafa gert. Svo þegar búið er að borga lánið halda íbúarnir áfram að borga leigu en þá er sú leiga til ráðstöfunar til að standa að frekari byggingu. Þannig að Danir hafa í rúmlega mannsaldur byggt upp mikinn félagsauð þannig að kerfið stendur undir sjálfu sér,“ segir Gylfi.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir þessar hugmyndir allar sem og fleiri sem borist hafi verkefnisstjórninni allar þess virði að skoða þær. „Ég hef lagt áherslu á mikilvægi félagslega hlutans í húsnæðiskerfinu. Að við viljum byggja húsnæðiskerfi sem er fyrir öll heimili en ekki bara sum og við tryggjum öllum heimilum val og öryggi,“ segir félagsmálaráðherra. Það væru hennar áherslur gagnvart verkefnisstjórninni. Hún voni að að frumvarp komi fyrir Alþingi fyrir lok aprílmánaðar. „En ég hef lagt mjög mikla áherslu á að reyna að ná sem mestri sátt um húsnæðiskerfið. Þess vegna þarf að fara fram mjög víðtækt samráð og verkefnisstjórnin er að vinna að því. Þegar næst sátt um hlutina geta þeir oft unnist mjög hratt hér í gegnum þingið,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira