Höfuðáhersla lögð á félagslega húsnæðiskerfið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2014 20:00 Félagsmálaráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um nýtt húsnæðiskerfi í lok apríl. Hún leggi mikla áherslu á félagslega hluta húsnæðiskerfisins en forseti ASÍ vill að í þeim efnum verði gengið lengra en ný skýrsla til ráðherra leggur til. KPMG og Analytca skiluðu verkefnisstjórn á vegum félagsmálaráðherra skýrslu í dag þar sem mælt með með dönsku leiðinni svo kölluðu í húsnæðismálum, sem ASÍ vakti fyrst athygli á í fyrra haust. Stofnuð verði húsnæðislánafélög á vegum banka og fjármálastofnana sem eingöngu láni til húsnæðiskaupa og Íbúðalánasjóði verði skipt í tvennt. Annars vegar í stofnun sem sjái um innheimtu þegar veittra lána og hins vegar stjórnsýsluhluta sem sjái um að framfylgja stefnu stjórnvalda í félagslegum húsnæðismálum.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert að því að eitt þessara húsnæðislánafélaga yrði Íbúðalánasjóður og að rétt væri að ganga lengra með dönsku leiðina varðandi félagslegt húsnæði. Þá yrðu vextir félagslegra húsnæðisfélaga greiddir niður um t.d 35 prósent í stað þess að greiða fjórðung af byggingarkostnaði. „Það er það sem Danir hafa gert. Svo þegar búið er að borga lánið halda íbúarnir áfram að borga leigu en þá er sú leiga til ráðstöfunar til að standa að frekari byggingu. Þannig að Danir hafa í rúmlega mannsaldur byggt upp mikinn félagsauð þannig að kerfið stendur undir sjálfu sér,“ segir Gylfi.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir þessar hugmyndir allar sem og fleiri sem borist hafi verkefnisstjórninni allar þess virði að skoða þær. „Ég hef lagt áherslu á mikilvægi félagslega hlutans í húsnæðiskerfinu. Að við viljum byggja húsnæðiskerfi sem er fyrir öll heimili en ekki bara sum og við tryggjum öllum heimilum val og öryggi,“ segir félagsmálaráðherra. Það væru hennar áherslur gagnvart verkefnisstjórninni. Hún voni að að frumvarp komi fyrir Alþingi fyrir lok aprílmánaðar. „En ég hef lagt mjög mikla áherslu á að reyna að ná sem mestri sátt um húsnæðiskerfið. Þess vegna þarf að fara fram mjög víðtækt samráð og verkefnisstjórnin er að vinna að því. Þegar næst sátt um hlutina geta þeir oft unnist mjög hratt hér í gegnum þingið,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Félagsmálaráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um nýtt húsnæðiskerfi í lok apríl. Hún leggi mikla áherslu á félagslega hluta húsnæðiskerfisins en forseti ASÍ vill að í þeim efnum verði gengið lengra en ný skýrsla til ráðherra leggur til. KPMG og Analytca skiluðu verkefnisstjórn á vegum félagsmálaráðherra skýrslu í dag þar sem mælt með með dönsku leiðinni svo kölluðu í húsnæðismálum, sem ASÍ vakti fyrst athygli á í fyrra haust. Stofnuð verði húsnæðislánafélög á vegum banka og fjármálastofnana sem eingöngu láni til húsnæðiskaupa og Íbúðalánasjóði verði skipt í tvennt. Annars vegar í stofnun sem sjái um innheimtu þegar veittra lána og hins vegar stjórnsýsluhluta sem sjái um að framfylgja stefnu stjórnvalda í félagslegum húsnæðismálum.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert að því að eitt þessara húsnæðislánafélaga yrði Íbúðalánasjóður og að rétt væri að ganga lengra með dönsku leiðina varðandi félagslegt húsnæði. Þá yrðu vextir félagslegra húsnæðisfélaga greiddir niður um t.d 35 prósent í stað þess að greiða fjórðung af byggingarkostnaði. „Það er það sem Danir hafa gert. Svo þegar búið er að borga lánið halda íbúarnir áfram að borga leigu en þá er sú leiga til ráðstöfunar til að standa að frekari byggingu. Þannig að Danir hafa í rúmlega mannsaldur byggt upp mikinn félagsauð þannig að kerfið stendur undir sjálfu sér,“ segir Gylfi.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir þessar hugmyndir allar sem og fleiri sem borist hafi verkefnisstjórninni allar þess virði að skoða þær. „Ég hef lagt áherslu á mikilvægi félagslega hlutans í húsnæðiskerfinu. Að við viljum byggja húsnæðiskerfi sem er fyrir öll heimili en ekki bara sum og við tryggjum öllum heimilum val og öryggi,“ segir félagsmálaráðherra. Það væru hennar áherslur gagnvart verkefnisstjórninni. Hún voni að að frumvarp komi fyrir Alþingi fyrir lok aprílmánaðar. „En ég hef lagt mjög mikla áherslu á að reyna að ná sem mestri sátt um húsnæðiskerfið. Þess vegna þarf að fara fram mjög víðtækt samráð og verkefnisstjórnin er að vinna að því. Þegar næst sátt um hlutina geta þeir oft unnist mjög hratt hér í gegnum þingið,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira