Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2014 18:45 Byggðalínan brotin í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu eftir áhlaupið í september 2012. Mynd/Stöð 2. Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet. Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet.
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira