Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2014 18:45 Byggðalínan brotin í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu eftir áhlaupið í september 2012. Mynd/Stöð 2. Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira