Viðskipti innlent

Skoðar hvernig konur nálgast fjárfestingar

Barbara Stewart.
Barbara Stewart.
VÍB, Kauphöll Íslands, Naskar Investments og FKA halda fund með Barböru Stewart föstudaginn 21. mars í Norðurljósasal Hörpu klukkan 8:30.

Barbara er meðeigandi og sjóðsstjóri hjá Cumberland Private Wealth Management í Toronto Kanada auk þess sem hún er fjármálasérfræðingur og hefur skrifað mikið um konur og fjármálamarkaði. 

Barbara mun flytja erindi um rannsókn sína Rich Thinking: How Smart Women Invest en þar skoðar hún meðal annars hvernig konur nálgast fjárfestingar, hvernig þær byrja og í hverju þær fjárfesta helst.

Í pallborði verða Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu. Fundarstjóri verður Björg Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá VÍB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×