OR hagnaðist um tæpa 3,4 milljarða á síðasta ári Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. mars 2014 15:55 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Orkuveita Reykjavíkur skilaði 3.350 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í gær. Árið áður var 2.295 milljóna króna tap á rekstrinum. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 283.107 milljónum króna í árslok 2013. Eigið fé nam 80.969 milljónum króna um áramót og er eiginfjárhlutfallsamstæðunnar 28,6 prósent. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa styrkst hratt og með föstum tökum á rekstrinum hafi tekist að bæta afkomuna frá ári til árs. „Reksturinn er stöðugt að batna og er orðinn mjög góður,“ segir Bjarni, en hann kynnti niðurstöðuna á blaðamannafundi eftir hádegi í dag. Unnið er samkvæmt áætlun frá árinu 2011 (planið) um að bæta markvisst fjárhag Orkuveitunnar og er árangur ársins 2013 tæplega 3,3 milljörðum króna yfir markmiðum tímabilsins. Planið miðar við að afla 51,3 milljarða króna fyfir árslok 2016, en eftir árið 2013 hafa markmið í raun náðst að 82 prósentum. Heildarárangur plansins er 5,1 milljarð umfram markmið tímabilsins 2011 til 2013. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er sala höfuðstöðva Orkuveitunnar á Bæjarhálsi og sala Perlunnar, gjaldskrár hafa verið uppfærðar til samræmis við verðlagsþróun og starfsmönnum fækkað úr 600 í um 400.Meðal þess sem bætir afkomu Orkuveitunnar á síðasta ári er sala höfuðstöðva fyrirtækisins við Bæjarháls 1 í Reykjavík.Visir/GVAÍ fréttatilkynningu Orkuveitunnar segir að hagræðing í rekstri og umfangsmiklar ráðstafanir, sem stjórn fyrirtækisins og eigendur þess (Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð), samþykktu á árinu 2011 hafi skilað mun meiri og skjótari árangri en gert var ráð fyrir . Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. „Aðgerðaáætlun Orkuveitunnar er til ársloka 2016 og þegar til ráðstafana var gripið fékk Orkuveitan víkjandi lán hjá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að nú þegar gildistími aðgerðaráætlunarinnar sé hálfnaður sýni ársreikningur samstæðu Orkuveitunnar, sem stjórn fyrirtækisins samþykkti í dag, að tekist hafi að ná í hús ríflega 42 milljörðum króna af þeim 51 milljarði sem ráðstafanirnar hafi átt að skila í heild sinni. „Staðfesta starfsfólks Orkuveitunnar, stjórnar og eigenda við að framfylgja planinu hefur verið einstök. Nú uppskerum við árangur erfiðisins. Á sama tíma hefur okkur tekist að tryggja hnökralitla þjónustu veitukerfanna,“ er svo haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur skilaði 3.350 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í gær. Árið áður var 2.295 milljóna króna tap á rekstrinum. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 283.107 milljónum króna í árslok 2013. Eigið fé nam 80.969 milljónum króna um áramót og er eiginfjárhlutfallsamstæðunnar 28,6 prósent. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa styrkst hratt og með föstum tökum á rekstrinum hafi tekist að bæta afkomuna frá ári til árs. „Reksturinn er stöðugt að batna og er orðinn mjög góður,“ segir Bjarni, en hann kynnti niðurstöðuna á blaðamannafundi eftir hádegi í dag. Unnið er samkvæmt áætlun frá árinu 2011 (planið) um að bæta markvisst fjárhag Orkuveitunnar og er árangur ársins 2013 tæplega 3,3 milljörðum króna yfir markmiðum tímabilsins. Planið miðar við að afla 51,3 milljarða króna fyfir árslok 2016, en eftir árið 2013 hafa markmið í raun náðst að 82 prósentum. Heildarárangur plansins er 5,1 milljarð umfram markmið tímabilsins 2011 til 2013. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er sala höfuðstöðva Orkuveitunnar á Bæjarhálsi og sala Perlunnar, gjaldskrár hafa verið uppfærðar til samræmis við verðlagsþróun og starfsmönnum fækkað úr 600 í um 400.Meðal þess sem bætir afkomu Orkuveitunnar á síðasta ári er sala höfuðstöðva fyrirtækisins við Bæjarháls 1 í Reykjavík.Visir/GVAÍ fréttatilkynningu Orkuveitunnar segir að hagræðing í rekstri og umfangsmiklar ráðstafanir, sem stjórn fyrirtækisins og eigendur þess (Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð), samþykktu á árinu 2011 hafi skilað mun meiri og skjótari árangri en gert var ráð fyrir . Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. „Aðgerðaáætlun Orkuveitunnar er til ársloka 2016 og þegar til ráðstafana var gripið fékk Orkuveitan víkjandi lán hjá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að nú þegar gildistími aðgerðaráætlunarinnar sé hálfnaður sýni ársreikningur samstæðu Orkuveitunnar, sem stjórn fyrirtækisins samþykkti í dag, að tekist hafi að ná í hús ríflega 42 milljörðum króna af þeim 51 milljarði sem ráðstafanirnar hafi átt að skila í heild sinni. „Staðfesta starfsfólks Orkuveitunnar, stjórnar og eigenda við að framfylgja planinu hefur verið einstök. Nú uppskerum við árangur erfiðisins. Á sama tíma hefur okkur tekist að tryggja hnökralitla þjónustu veitukerfanna,“ er svo haft eftir Bjarna í tilkynningunni.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira