Gagnrýna verslunarrekstur Fríhafnarinnar í Leifsstöð Haraldur Guðmundsson skrifar 20. mars 2014 07:30 Fríhöfnin hefur rekið Victoria's Secret verslun frá árinu 2012. Vísir/Vilhelm „Þarna er í raun og veru verið að viðurkenna að það sé allt í lagi að Fríhöfnin reki tískuvöruverslun og undirfataverslun ríkisins," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Samtökin gagnrýna þátttöku Fríhafnarinnar í forvali Isavia um aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki ríkishlutafélagsins Isavia. Fyrirtækið rekur fataverslunina Duty Free Fashion og snyrtivöru- og undirfataverslunina Victoria's Secret í flugstöðinni. Rekstur undirfataverslunarinnar verður ekki boðin út í forvalinu en Fríhöfnin hyggst bjóða í Duty Free Fashion. „Við tókum við versluninni af Icelandair og það er líklegt að Fríhöfnin bjóði í hana og fyrst og fremst vegna þess að það eru væntanlega ekki margir sem munu hafa áhuga á því. Ef aðrir hafa áhuga á að gera það og borga hærri leigu þá að sjálfsögðu taka þeir það," segir Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia og Fríhafnarinnar ehf. Hann vill ekki svara því hvort Fríhöfnin ætli að leggja fram önnur tilboð í forvalinu. Þórólfur segir verslunarrými í flugstöðinni dýr og að fyrirtæki þar þurfi að halda uppi háu þjónustustigi. „Menn hafa skilað plássum og ekki verið tilbúnir til að hafa opið allan sólarhringinn. Við erum að vona að með þessari auknu arðsemi af væntanlega fleiri viðskiptavinum, en Isavia hefur verið að efla aðkomu fleiri flugfélaga með sérstöku hvatakerfi til að fá fleiri til þess að koma á Keflavíkurflugvöll, þá sé þar með þetta svæði eftirsóttara heldur en áður. Þannig að við vonumst eftir góðum tilboðum í þessi verslunarrými," segir Þórólfur. „Menn eru svolítið að gefa sér það fyrirfram að það sé ekki eftirspurn eftir þessu," segir Andrés . „Það hlýtur að vera eftirspurn eftir því að reka verslun sem höfðar mjög til ferðamannsins á svona stað þar sem allur þessi fjöldi fer í gegn. Af hverju getur ríkið ekki setið hjá og leyft einkaaðilum að bjóða einum í rekstur fataverslunar," segir Andrés. Hann segir ákveðna sátt ríkja um þá ákvörðun að Fríhöfnin sitji ein að verslun með „hefðbundnar fríhafnarvörur", eins og áfengi, tóbak og sælgæti. „Það er hins vegar mjög gagnrýnivert að ríkið sé farið að fikra sig inn á aðrar slóðir. Það dettur engum í hug að ríkið fari að reka undirfataverslun í Reykjavík. Af hverju ætti ríkið að vera í sambærilegum rekstri þó þetta heiti Flugstöð Leifs Eiríkssonar," segir Andrés. Þórólfur segir forvalið hafa verið kynnt Samkeppniseftirlitinu. Stefnt sé að því allir verði sáttir við ferlið og því hafi það verið kynnt á opnum fundi í Hörpu í gær. „Isavia áskilur sér allan rétt í forvalinu til að taka hverju sem er og hafna hverju sem er. En sjónarmið Isavia er að opna markaðinn, auka samkeppni og þjónustu við flugfarþega," segir Þórólfur. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Þarna er í raun og veru verið að viðurkenna að það sé allt í lagi að Fríhöfnin reki tískuvöruverslun og undirfataverslun ríkisins," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Samtökin gagnrýna þátttöku Fríhafnarinnar í forvali Isavia um aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki ríkishlutafélagsins Isavia. Fyrirtækið rekur fataverslunina Duty Free Fashion og snyrtivöru- og undirfataverslunina Victoria's Secret í flugstöðinni. Rekstur undirfataverslunarinnar verður ekki boðin út í forvalinu en Fríhöfnin hyggst bjóða í Duty Free Fashion. „Við tókum við versluninni af Icelandair og það er líklegt að Fríhöfnin bjóði í hana og fyrst og fremst vegna þess að það eru væntanlega ekki margir sem munu hafa áhuga á því. Ef aðrir hafa áhuga á að gera það og borga hærri leigu þá að sjálfsögðu taka þeir það," segir Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia og Fríhafnarinnar ehf. Hann vill ekki svara því hvort Fríhöfnin ætli að leggja fram önnur tilboð í forvalinu. Þórólfur segir verslunarrými í flugstöðinni dýr og að fyrirtæki þar þurfi að halda uppi háu þjónustustigi. „Menn hafa skilað plássum og ekki verið tilbúnir til að hafa opið allan sólarhringinn. Við erum að vona að með þessari auknu arðsemi af væntanlega fleiri viðskiptavinum, en Isavia hefur verið að efla aðkomu fleiri flugfélaga með sérstöku hvatakerfi til að fá fleiri til þess að koma á Keflavíkurflugvöll, þá sé þar með þetta svæði eftirsóttara heldur en áður. Þannig að við vonumst eftir góðum tilboðum í þessi verslunarrými," segir Þórólfur. „Menn eru svolítið að gefa sér það fyrirfram að það sé ekki eftirspurn eftir þessu," segir Andrés . „Það hlýtur að vera eftirspurn eftir því að reka verslun sem höfðar mjög til ferðamannsins á svona stað þar sem allur þessi fjöldi fer í gegn. Af hverju getur ríkið ekki setið hjá og leyft einkaaðilum að bjóða einum í rekstur fataverslunar," segir Andrés. Hann segir ákveðna sátt ríkja um þá ákvörðun að Fríhöfnin sitji ein að verslun með „hefðbundnar fríhafnarvörur", eins og áfengi, tóbak og sælgæti. „Það er hins vegar mjög gagnrýnivert að ríkið sé farið að fikra sig inn á aðrar slóðir. Það dettur engum í hug að ríkið fari að reka undirfataverslun í Reykjavík. Af hverju ætti ríkið að vera í sambærilegum rekstri þó þetta heiti Flugstöð Leifs Eiríkssonar," segir Andrés. Þórólfur segir forvalið hafa verið kynnt Samkeppniseftirlitinu. Stefnt sé að því allir verði sáttir við ferlið og því hafi það verið kynnt á opnum fundi í Hörpu í gær. „Isavia áskilur sér allan rétt í forvalinu til að taka hverju sem er og hafna hverju sem er. En sjónarmið Isavia er að opna markaðinn, auka samkeppni og þjónustu við flugfarþega," segir Þórólfur.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira