Út af standa nærri sex hundruð mál Fréttaskýring: Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. mars 2014 09:03 Evrópuþingið í Strassborg. Í fyrrasumar kynntu EFTA-ríkin tillögu að innleiðingu reglna um fjármálaeftirlit sem lagaskrifstofa framkvæmdastjórnar ESB hafnaði í desember síðastliðnum, að því er segir í skýrslu utanríkisráðherra. Nordicphotos/AFP Í byrjun febrúar biðu 580 lög og reglugerðir Evrópusambandsins (ESB) upptöku í EES-samninginn samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. Skýrslan var kynnt og rædd á Alþingi í gær. „Framkvæmd EES-samningsins hefur ekki verið með öllu hnökralaus undanfarin misseri og sést það einna best á því að tafir eru á upptöku gerða í samninginn og jafnframt á innleiðingu gerða sem teknar hafa verið upp í samninginn,“ segir í skýrslu ráðherra. Tafir eru sagðar skýrast af því að gerðum ESB hafi fjölgað og að EES-/EFTA-ríkin séu lengur en áður að ljúka skoðunar- og afgreiðsluferli sínu, áður en reglugerðir og lög eru felld inn í EES-samninginn. Fram kemur að EES-samningurinn skilgreini ekki hversu langan tíma eigi að taka að fella gerðir inn í samninginn, en í ljósi þess að eitt markmiða hans sé að tryggja samræmda löggjöf og samsvarandi réttindi einstaklinga og fyrirtækja á innri markaðnum, sé ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni. Þá þrýsti framkvæmdastjórn ESB í auknum mæli á EES-/EFTA-ríkin um hraðari upptöku miðað við það sem verið hefur.Gunnar Bragi Sveinsson„Nær 500 gerðir voru teknar upp í samninginn árið 2012, og um 400 árið 2013, en að meðaltali hefur fjöldi upptekinna gerða verið 360 á ári,“ segir í skýrslu ráðherra. Þá er fjallað um fjölgun álitaefna varðandi stjórnskipulegar heimildir í EES-samstarfinu, en þar ber hæst innleiðingu reglna um sameiginlegt eftirlit með fjármálamörkuðum. Aðrar reglur, þar sem álitamál hefur verið hvort þær rúmist innan heimilda stjórnarskrár Íslands vegna valdframsals, eru flugöryggisreglur, skráningarkerfi með losunarheimildum, reglugerð um barnalyf, reglugerð um skipaeftirlit og reglugerð um ríkisaðstoð. Samkvæmt heimildum blaðsins er fundað mjög reglulega á vettvangi EES/EFTA vegna innleiðingarinnar á fjármálamarkaðaeftirlitinu. Nærri lætur að fundað sé vikulega um þessar mundir. Málið hefur hins vegar verið í skoðun og vinnslu frá því á árinu 2012. Í skýrslu utanríkisráðherra kemur fram að dráttur á upptöku reglnanna í EES-samninginn hafi leitt til þess að ekki hafi verið unnt að taka fjölmargar gerðir á sviði fjármálamarkaðarins upp í samninginn. Verkefni utanríkisþjónustunnar í samningum við ESB, Noreg og Liechtenstein, er að finna verklag við innleiðinguna sem ekki kalli á breytingu á stjórnarskrá. Komið hafa fram áhyggjur fræðimanna og annarra af því að EES-samningurinn kunni að lokast að hluta dragist verkefnið úr hófi, en heimildir blaðsins í utanríkisþjónustunni herma að of snemmt sé að hafa slíkar áhyggjur. Alvanalegt sé að nokkuð langan tíma geti tekið að semja um innleiðingu reglna. Hversu langan tíma verkefnið kunni að taka, eða hver áhrifin af því að ná ekki saman verði, eru heimildarmenn hins vegar ófáanlegir til að tjá sig um. Hingað til hafi hins vegar alltaf náðst saman um erfið mál. Það sem flæki málið við innleiðingu reglnanna er að völd færast til stofnana á þriðja stigi en ekki til framkvæmdastjórnarinnar. Bindandi ákvarðanir eigi því að vera á hendi stofnana Evrópusambandsins, en ekki EES. Stjórnskipunarvandi Norðmanna sé einnig til staðar, þótt hann sé minni en Íslands, en minnst sé vandamálið fyrir Liechtenstein að innleiða reglurnar. Þar sé líka snertiflöturinn mestur því í landinu starfi vogunarsjóðir sem missi atvinnuleyfi upp úr næsta sumri ef reglurnar hafa ekki á þeim tíma verið innleiddar í EES-samninginn. Innanhússþrýstingur á að lausn finnist í málinu er því sagður mestur frá Liechtenstein, en um leið séu allir af vilja gerðir að finna lausnina, hvort sem það eru Íslendingar, Norðmenn eða ESB. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í byrjun febrúar biðu 580 lög og reglugerðir Evrópusambandsins (ESB) upptöku í EES-samninginn samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. Skýrslan var kynnt og rædd á Alþingi í gær. „Framkvæmd EES-samningsins hefur ekki verið með öllu hnökralaus undanfarin misseri og sést það einna best á því að tafir eru á upptöku gerða í samninginn og jafnframt á innleiðingu gerða sem teknar hafa verið upp í samninginn,“ segir í skýrslu ráðherra. Tafir eru sagðar skýrast af því að gerðum ESB hafi fjölgað og að EES-/EFTA-ríkin séu lengur en áður að ljúka skoðunar- og afgreiðsluferli sínu, áður en reglugerðir og lög eru felld inn í EES-samninginn. Fram kemur að EES-samningurinn skilgreini ekki hversu langan tíma eigi að taka að fella gerðir inn í samninginn, en í ljósi þess að eitt markmiða hans sé að tryggja samræmda löggjöf og samsvarandi réttindi einstaklinga og fyrirtækja á innri markaðnum, sé ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni. Þá þrýsti framkvæmdastjórn ESB í auknum mæli á EES-/EFTA-ríkin um hraðari upptöku miðað við það sem verið hefur.Gunnar Bragi Sveinsson„Nær 500 gerðir voru teknar upp í samninginn árið 2012, og um 400 árið 2013, en að meðaltali hefur fjöldi upptekinna gerða verið 360 á ári,“ segir í skýrslu ráðherra. Þá er fjallað um fjölgun álitaefna varðandi stjórnskipulegar heimildir í EES-samstarfinu, en þar ber hæst innleiðingu reglna um sameiginlegt eftirlit með fjármálamörkuðum. Aðrar reglur, þar sem álitamál hefur verið hvort þær rúmist innan heimilda stjórnarskrár Íslands vegna valdframsals, eru flugöryggisreglur, skráningarkerfi með losunarheimildum, reglugerð um barnalyf, reglugerð um skipaeftirlit og reglugerð um ríkisaðstoð. Samkvæmt heimildum blaðsins er fundað mjög reglulega á vettvangi EES/EFTA vegna innleiðingarinnar á fjármálamarkaðaeftirlitinu. Nærri lætur að fundað sé vikulega um þessar mundir. Málið hefur hins vegar verið í skoðun og vinnslu frá því á árinu 2012. Í skýrslu utanríkisráðherra kemur fram að dráttur á upptöku reglnanna í EES-samninginn hafi leitt til þess að ekki hafi verið unnt að taka fjölmargar gerðir á sviði fjármálamarkaðarins upp í samninginn. Verkefni utanríkisþjónustunnar í samningum við ESB, Noreg og Liechtenstein, er að finna verklag við innleiðinguna sem ekki kalli á breytingu á stjórnarskrá. Komið hafa fram áhyggjur fræðimanna og annarra af því að EES-samningurinn kunni að lokast að hluta dragist verkefnið úr hófi, en heimildir blaðsins í utanríkisþjónustunni herma að of snemmt sé að hafa slíkar áhyggjur. Alvanalegt sé að nokkuð langan tíma geti tekið að semja um innleiðingu reglna. Hversu langan tíma verkefnið kunni að taka, eða hver áhrifin af því að ná ekki saman verði, eru heimildarmenn hins vegar ófáanlegir til að tjá sig um. Hingað til hafi hins vegar alltaf náðst saman um erfið mál. Það sem flæki málið við innleiðingu reglnanna er að völd færast til stofnana á þriðja stigi en ekki til framkvæmdastjórnarinnar. Bindandi ákvarðanir eigi því að vera á hendi stofnana Evrópusambandsins, en ekki EES. Stjórnskipunarvandi Norðmanna sé einnig til staðar, þótt hann sé minni en Íslands, en minnst sé vandamálið fyrir Liechtenstein að innleiða reglurnar. Þar sé líka snertiflöturinn mestur því í landinu starfi vogunarsjóðir sem missi atvinnuleyfi upp úr næsta sumri ef reglurnar hafa ekki á þeim tíma verið innleiddar í EES-samninginn. Innanhússþrýstingur á að lausn finnist í málinu er því sagður mestur frá Liechtenstein, en um leið séu allir af vilja gerðir að finna lausnina, hvort sem það eru Íslendingar, Norðmenn eða ESB.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira