Fleiri fréttir

Forstjórinn stökk úr flugvél til að kynna 4G þjónustuna

Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, kom í gær svífandi niður í fallhlíf við bæinn Jórvík rétt við Selfoss en mastur í eigu fyrirtækisins er við bæinn. Með því fagnaði hann þeim áfanga að 4G kerfi fyrirtækisins var formlega tekið í notkun.

Svört skýrsla um Eir: Sagðir hafa eytt milljónum í utanlandsferðir

Í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um rekstur hjúkrunarheimilsins Eirar kemur meðal annars fram að forstjóri heimilisins Sigurður Helgi Guðmundsson, auk fjármálastjórans, hafi nýtt tæplega þrjár milljónir króna af fé heimilisins í flugferðir, gistingu og veitingar erlendis.

Suð dregur úr fyrirsjáanleika

Vísbendingar eru um árstíðabundnar sveiflur á gengi krónunnar, að því er fram kemur í nýjum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Seldum gistinóttum fjölgar

Sextán prósenta aukning var milli ára á fjölda seldra gistinátta á hótelum landsins í maí. Þær voru 161.300 á þessu ári, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar.

Íbúðaverð hækkar - er á pari við húsnæðisverð árið 2004

Íbúðaverð á landinu hækkaði um 0,86% að nafnvirði og 0,3% að raunvirði milli maí og júní samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar. Hefur húsnæðisverð þá hækkað um 3,4% á öðrum ársfjórðungi og raunverðið um 2,7%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka.

Vilja flytja inn erfðaefni nauta

Þegar á að hefjast handa um að skapa aðstöðu til að flytja inn nýtt erfðaefni til innblöndunar í íslenska holdanautastofninn. Þetta er meðal þess sem starfshópur um eflingu nautakjötsframleiðslunnar leggur til.

Engin verktakaflétta síðustu þrjú ár

Verktakar hafa ekki nýtt sér galla í reglum Íbúðalánasjóðs til þess að græða á byggingu íbúða frá árinu 2010 samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði.

Gallaðar reglur voru gróðaleið verktaka

Umgjörð um lánamál Íbúðalánasjóðs til leigufélaga er stórgölluð og gerir verktökum kleift að græða. Sjóðurinn veitti milljarða lán til leigufélaga án þess að kanna jarðveg slíkra fjárfestinga. Verktakar græddu á því að reisa tómar íbúðir.

Segir ótta um Hellisheiðarvirkjun óþarfan

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það ekki koma á óvart að framleiðslugeta Hellisheiðarvirkjunar sé undir væntingum og óþarfi að óttast það.

Lesendur vilja íslenskan skáldskap

Landsmenn vilja íslenskar kiljur í sumarfríinu samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tekur saman vinsælustu kiljurnar þessa stundina.

Traust almennings á fjármálafyrirtækjum eykst verulega

Um 59% Íslendinga eru jákvæðir gagnvart sínum aðalviðskiptabanka og um 56% jákvæðir gagnvart sínu aðaltryggingafélagi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem markaðsrannsóknafyrirtækið MMR gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja í júní.

Kostir fleiri en gallar fyrir níu af tíu

Aðild að ESB yrði ekki vandamál fyrir sjávarútveginn að því gefnu að lokað yrði á rányrkju og skilyrði sett um ráðstöfun arðs. Doktor í stjórnmálahagfræði segir mesta andstöðu við aðild koma frá þeim sem lifi af styrkjum og njóti tollverndar.

Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið

Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni.

Birkir og Elmar sendir í leyfi

Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson hafa verið settir í leyfi frá störfum sínum í Íslandsbanka samkvæmt heimildum fréttastofu.

Viðskiptavinir Dróma í mikilli óvissu

Hópur viðskiptavina Dróma er í mikilli fjárhagslegri óvissu vegna fyrirvara sem fyrirtækið hefur gert við endurútreikning gengistryggðra lána og heldur jafnvel eftir veðrétti í eignum viðskiptavina sem greitt hafa upp lán að loknum endurútreikningum.

Birkir samdi við slitastjórn Glitnis

Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum.

Ákærðu enn við störf hjá Íslandsbanka

Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, starfa báðir enn hjá Íslandsbanka, þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis.

Yahoo kaupir Qwiki

Netfyrirtækið Yahoo hefur fest kaup á Qwiki, sprotafyrirtæki að baki smáforrits (apps) fyrir Iphone síma. Appið auðveldar fólki að búa til stuttar kvikmyndir með myndum, myndböndum og tónlist.

Blekktu Kauphöllina til að forðast "alvarlegar spurningar"

Glitnir keypti sín eigin bréf af félagi Birkis Kristinssonar sumarið 2008 á markaðsvirði, seldi félaginu bréfin aftur og keypti þau síðan í annað sinn á rúmlega tvöföldu yfirverði sama daginn. Bara fyrri kaupin voru tilkynnt til Kauphallar.

Íbúðalánasjóður hefði átt að heyra undir fjármálaráðuneyti

Slæm staða Íbúðalánasjóðs er rakin til vanhæfni stjórnenda Íbúðalánasjóðs og sinnuleysi af hálfu helstu eftirlits- og valdastofnana. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir bankinn hafi misst sjónar á raunverulegu hlutverki sínu og farið í útrás í stað þess að félagslegs aðhalds á faseignamarkaði.

Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar

Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum.

Stefnir rannsóknarnefnd Alþingis fyrir meiðyrði

Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar Íbúðalánasjóðs, hefur hafið undirbúning á meiðyrðamáli gegn rannsóknarnefnd Alþingis um málefni íbúðalánasjóðs.

95 milljarða króna lán líklega ólöglegt

Allt bendir til þess að tæplega 100 milljarða króna lán Íbúðalánasjóðs til banka og sparisjóða hafi verið ólöglegt samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis um málefni Íbúðalánasjóðs.

Orkuverð knýr vísitöluhækkun

Verðbólga í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD jókst um 0,2 prósentustig milli ára í maí. Hún mældist þá 1,5 prósent, en var 1,3 prósent ári fyrr.

Kanna hvort Drómi hafi brotið lög

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að Drómi gæti hafa gerst brotlegur við lög vegna endurútreiknings gengistryggðra lána. Á Alþingi í dag minnti hann einnig á að fjármálaeftirlitið hefði heimildir til að setja slitastjórnir fjármálafyrirtækja af.

90% lánin enduðu illa og urðu þjóðinni dýrkeypt

Árið 2004 ákváðu stjórnvöld að fara í vissa vegferð með Íbúðalánasjóð. Hún fólst í breyttum útlánum og fjármögnun þeirra. Í fyrsta lagi var húsbréfakerfið lagt niður og íbúðabréfakerfið tekið upp með beinum peningalánum.

Starfsmenn ÍLS skildu ekki áhættustýringu

Starfsmönnum Íbúðalánasjóðs skorti þekkingu til að vinna með þær áhættustýringaraðferðir sem komið var á laggirnar fyrir sjóðinn, segir í niðurstöðukafla kolsvartrar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sjóðinn.

Heildartap íbúðalánasjóðs 270 milljarðar

Heildartap sjóðsins frá stofnun nemur því allt að 270 milljörðum króna, þar af 86 milljörðum vegna útlána og fullnustueigna, 28 milljörðum vegna lausafjárstýringar, 54 milljörðum vegna uppgreiðslna og 103 milljörðum vegna uppgreiðsluáhættu.

Skipt um stjórn hjá Skiptum hf.

Sigríður Hrólfsdóttir viðskiptafræðingur hefur tekið við sem formaður nýrrar stjórnar Skipta hf. Ný stjórn var kjörin í félaginu á hluthafafundi í dag.

Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin

Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður.

Kristján Arason sýknaður

Kristján Arason, fyrrverandi framkvæmdastjóri einkabankaþjónustu hjá Kaupþings, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í máli slitastjórnar bankans gegn honum. Kristjáni var stefnt til að greiða nokkur hundruð milljóna króna skuld vegna hlutabréfakaupa í bankanum.

Rekstur DV var ekki sjálfbær á síðasta ári - töpuðu 65 milljónum

"Síðastliðið haust var orðið ljóst að reksturinn væri ekki sjálfbær í þáverandi mynd,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, en í ársreikningi blaðsins fyrir árið 2012 kom fram að eigið fé blaðsins var fimmtán milljónir króna í mínus.

Vildi forðast að lenda í kvennafarvegi

Fjórar konur sem fyrstar íslenskra kvenna luku verkfræðiprófi voru heiðraðar fyrir skemmstu af kvennanefnd Verkfræðingafélagsins. Ein þeirra er Sigríður Á. Ásgrímsdóttir.

Sjá næstu 50 fréttir