Viðskipti innlent

Skipt um stjórn hjá Skiptum hf.

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Fréttablaðið/Stefán
Sigríður Hrólfsdóttir viðskiptafræðingur hefur tekið við sem formaður nýrrar stjórnar Skipta hf.

Ný stjórn var kjörin í félaginu á hluthafafundi í morgun. Ásamt Sigríði voru tveir nýir stjórnarmenn kjörnir, þeir Stefán Árni Auðólfsson og Ingimundur Sigurpálsson, sem á fyrsta fundi stjórnar var valinn varaformaður hennar.

Úr stjórninni hverfa Benedikt Sveinsson, sem var formaður hennar, Magnús Scheving Thorsteinsson og Dagný Halldórsdóttir.

Áfram sitja Heiðrún Jónsdóttir og Helgi Magnússon.

Sjá tilkynningu á vef Skipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×