Fengu milljarða lán hjá Íbúðalánasjóði þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði Lovísa Eiríksdóttir skrifar 5. júlí 2013 09:30 Ein af íbúðablokkunum á Reyðarfirði sem reistar voru á árunum 2004-2007. Mynd/Vilhelm Eigendur fasteignafélags sem fékk milljarða króna að láni frá Íbúðalánasjóði (ÍLS) til uppbyggingar á Austurlandi greiddu sjálfum sér 430 milljónir króna í arð stuttu áður en félagið fór í þrot. Íbúðalánasjóður sat eftir með 2,2 milljarða skuld og tómar íbúðir. Fjallað er um málið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þar kemur fram að umgjörð sjóðsins hafi verið gölluð þar sem ekki hafi verið gerðar nógu strangar kröfur um fjárhag til leigufélaga sem lánað var til. Meðal þeirra félaga sem fengu lán var Fasteignafélag Austurlands ehf. sem fékk milljarða króna lán hjá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á Austurlandi. En eigendur félagsins, í árslok 2007, voru þeir Ágúst Benediktsson og Haraldur Gunnarsson. Í Fréttblaðinu í dag kemur fram að Ingibjörg Baldursdóttir og Franz Jezorski, fyrrverandi stjórnarformaður Heklu, hafi stofnað fasteignafélagið ásamt Ágústi og Haraldi en þau seldu sig bæði úr félaginu árið 2006. Tekið skal fram að þegar umdeildar arðgreiðslur voru greiddar úr félaginu voru þau Ingibjörg og Franz ekki lengur eigendur að félaginu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að á sama tíma og félagið hafi fengið 1,5 milljarða króna lán, árið 2007, hafi eigið fé félagsins aðeins verið um tvö prósent af eignum þess. Reglur sjóðsins áttu að miða við tíu prósenta eiginfjárhlutfall. Í rannsóknarskýrslunni segir að eigendurnir hafi fullvissað stjórnendur sjóðsins og yfirvöld um að eftirspurn væri eftir íbúðum á Austurlandi sem tóku eigendurna á orðinu án þess að kanna málið sjálfir. Byggingaverktakar Austurlands ehf. sáu meðal annars um að reisa fjögur sex hæða fjölbýlishús á Reyðarfirði á árunum 2004 til 2007, en var það fyrirtæki í eigu sömu manna og áttu fasteignafélagið. Þannig sömdu eigendurnir í raun við sjálfa sig. Árin 2007 til 2009 lækkaði verð á íbúðum á Austurlandi um 21 prósent sem gerði það að verkum að ekki leit út fyrir að arðsemi yrði mikil af verkefninu. Samningarnir reyndust samt sem áður hagstæðir fyrir eigendur félaganna og græddu þeir vel á verktakafyrirtækinu á meðan fasteignafélaginu gekk illa. Á meðan fasteignafélagið gat fengið lánað hjá sjóðnum, þrátt fyrir slæman fjárhag, gátu eigendurnir greitt sér 430 milljóna króna arð úr verktakafyrirtækinu, sem hagnaðist vel á samningnum. Íbúðalánasjóður átti einungis kröfu á fasteignafélagið sem var með eigið fé sem sveiflaðist í kringum núllið. Í lok árs 2007 sameinuðust svo félögin undir nafni Fasteignafélags Austurlands sem skuldaði Íbúðalánasjóði á endanum 2,2 milljarða króna. Félagið lýsti sig gjaldþrota árið 2011 og sat Íbúðalánasjóður því uppi með allar skuldir félagsins og hundruð íbúða sem standa margar auðar, enn þann dag í dag, þrátt fyrir að eigendurnir hefðu örfáum árum áður greitt sér mörg hundruð milljónir króna í arð.Magnús Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherraYfirvöld könnuðu ekki jarðveginnÁrið 2006 stóð til að þrengja skilyrði Íbúðalánasjóðs um lán til leiguíbúða töluvert og meðal annars lækka lánshlutfall til slíkra verkefna. Eigendur Fasteignafélags Austurlands kvörtuðu yfir fyrirhugaðri breytingu við Magnús Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, og bentu á að slík ákvörðun myndi hafa veruleg áhrif á verkefni félagsins. Eigendurnir fullvissuðu sjóðinn um að ekki væri nokkur leið að hætta við verkefnin sökum gríðarlegrar eftirspurnar eftir leiguíbúðum á svæðinu. Í kjölfarið fóru forsvarsmenn fasteignafélagsins á fund með Magnúsi og starfsmönnum félagsmálaráðuneytis sem tóku eigendurna á orðinu án þess að rannsaka frekar hver eftirspurnin væri í raun og veru.Ekki hlustað á FjármálaeftirlitiðFjármálaeftirlitið gerði athugasemd við að Fasteignafélag Austurlands uppfyllti ekki reglur um að eiginfjárhlutfall skyldi vera að minnsta kosti tíu prósent. Íbúðalánasjóður fullyrti þó í svari til eftirlitsins að lán hefði verið í samræmi við reglur á þeim tíma sem það var veitt. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að sú fullyrðing hafi verið röng. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Eigendur fasteignafélags sem fékk milljarða króna að láni frá Íbúðalánasjóði (ÍLS) til uppbyggingar á Austurlandi greiddu sjálfum sér 430 milljónir króna í arð stuttu áður en félagið fór í þrot. Íbúðalánasjóður sat eftir með 2,2 milljarða skuld og tómar íbúðir. Fjallað er um málið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þar kemur fram að umgjörð sjóðsins hafi verið gölluð þar sem ekki hafi verið gerðar nógu strangar kröfur um fjárhag til leigufélaga sem lánað var til. Meðal þeirra félaga sem fengu lán var Fasteignafélag Austurlands ehf. sem fékk milljarða króna lán hjá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á Austurlandi. En eigendur félagsins, í árslok 2007, voru þeir Ágúst Benediktsson og Haraldur Gunnarsson. Í Fréttblaðinu í dag kemur fram að Ingibjörg Baldursdóttir og Franz Jezorski, fyrrverandi stjórnarformaður Heklu, hafi stofnað fasteignafélagið ásamt Ágústi og Haraldi en þau seldu sig bæði úr félaginu árið 2006. Tekið skal fram að þegar umdeildar arðgreiðslur voru greiddar úr félaginu voru þau Ingibjörg og Franz ekki lengur eigendur að félaginu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að á sama tíma og félagið hafi fengið 1,5 milljarða króna lán, árið 2007, hafi eigið fé félagsins aðeins verið um tvö prósent af eignum þess. Reglur sjóðsins áttu að miða við tíu prósenta eiginfjárhlutfall. Í rannsóknarskýrslunni segir að eigendurnir hafi fullvissað stjórnendur sjóðsins og yfirvöld um að eftirspurn væri eftir íbúðum á Austurlandi sem tóku eigendurna á orðinu án þess að kanna málið sjálfir. Byggingaverktakar Austurlands ehf. sáu meðal annars um að reisa fjögur sex hæða fjölbýlishús á Reyðarfirði á árunum 2004 til 2007, en var það fyrirtæki í eigu sömu manna og áttu fasteignafélagið. Þannig sömdu eigendurnir í raun við sjálfa sig. Árin 2007 til 2009 lækkaði verð á íbúðum á Austurlandi um 21 prósent sem gerði það að verkum að ekki leit út fyrir að arðsemi yrði mikil af verkefninu. Samningarnir reyndust samt sem áður hagstæðir fyrir eigendur félaganna og græddu þeir vel á verktakafyrirtækinu á meðan fasteignafélaginu gekk illa. Á meðan fasteignafélagið gat fengið lánað hjá sjóðnum, þrátt fyrir slæman fjárhag, gátu eigendurnir greitt sér 430 milljóna króna arð úr verktakafyrirtækinu, sem hagnaðist vel á samningnum. Íbúðalánasjóður átti einungis kröfu á fasteignafélagið sem var með eigið fé sem sveiflaðist í kringum núllið. Í lok árs 2007 sameinuðust svo félögin undir nafni Fasteignafélags Austurlands sem skuldaði Íbúðalánasjóði á endanum 2,2 milljarða króna. Félagið lýsti sig gjaldþrota árið 2011 og sat Íbúðalánasjóður því uppi með allar skuldir félagsins og hundruð íbúða sem standa margar auðar, enn þann dag í dag, þrátt fyrir að eigendurnir hefðu örfáum árum áður greitt sér mörg hundruð milljónir króna í arð.Magnús Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherraYfirvöld könnuðu ekki jarðveginnÁrið 2006 stóð til að þrengja skilyrði Íbúðalánasjóðs um lán til leiguíbúða töluvert og meðal annars lækka lánshlutfall til slíkra verkefna. Eigendur Fasteignafélags Austurlands kvörtuðu yfir fyrirhugaðri breytingu við Magnús Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, og bentu á að slík ákvörðun myndi hafa veruleg áhrif á verkefni félagsins. Eigendurnir fullvissuðu sjóðinn um að ekki væri nokkur leið að hætta við verkefnin sökum gríðarlegrar eftirspurnar eftir leiguíbúðum á svæðinu. Í kjölfarið fóru forsvarsmenn fasteignafélagsins á fund með Magnúsi og starfsmönnum félagsmálaráðuneytis sem tóku eigendurna á orðinu án þess að rannsaka frekar hver eftirspurnin væri í raun og veru.Ekki hlustað á FjármálaeftirlitiðFjármálaeftirlitið gerði athugasemd við að Fasteignafélag Austurlands uppfyllti ekki reglur um að eiginfjárhlutfall skyldi vera að minnsta kosti tíu prósent. Íbúðalánasjóður fullyrti þó í svari til eftirlitsins að lán hefði verið í samræmi við reglur á þeim tíma sem það var veitt. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að sú fullyrðing hafi verið röng.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira