Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 16:32 Már Wolfgang Mixa telur að Seðlabankinn ætti að halda áfram vaxtalækkunarferli. Vísir/Egill Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“ Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“
Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira