Viðskipti innlent

Vöruskiptahalli 1,1 milljarður í maí

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Heldur dregur úr vöruskiptahalla milli mánaða.
Heldur dregur úr vöruskiptahalla milli mánaða. Fréttablaðið/Valli
Vöruskipti við útlönd í nýliðnum mánuði voru óhagstæð um 1,1 milljarð króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Samkvæmt tölunum nam verðmæti útflutnings í júnímánuði 42,6 milljörðum króna og verðmæti innflutnings 43,7 milljörðum.

Hallinn er þó heldur minni en í fyrri mánuði, en endanlegartölur Hagstofunnar um vöruskipti í maí sýna að þá hafi verið 6,7 milljarða króna halli á vöruskiptum við útlönd. Þá höfðu bráðabirgðatölurnar reyndar áður bent til 6,6 milljarða halla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×