Viðskipti innlent

Engin verktakaflétta síðustu þrjú ár

Valur Grettisson skrifar
Verktakar hafa ekki nýtt sér galla í reglum Íbúðalánasjóðs til þess að græða byggingu íbúða frá árinu 2010 samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Verktakar hafa ekki nýtt sér galla í reglum Íbúðalánasjóðs til þess að græða byggingu íbúða frá árinu 2010 samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Verktakar hafa ekki nýtt sér galla í reglum Íbúðalánasjóðs til þess að græða á byggingu íbúða frá árinu 2010 samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði.

Í Fréttablaðinu í dag segir að byggingaverktakar gátu grætt á lánakerfi Íbúðalánasjóðs, óháð eftirspurn á íbúðamarkaði. En fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um málefni Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hafi tapað meira á lánum sínum til leiguaðila og byggingaverktaka heldur en til einstaklinga.

Til dæmis gat verktaki byggt húsnæði fyrir 85 prósent af kostnaðar­viðmiði og rukkað síðan leigufélag – sem hann átti sjálfur – um 100 prósent af viðmiðinu og fengið 90 prósent af viðmiðinu sem lán frá Íbúðalánasjóði.

Leigufélagið greiddi svo verktakanum andvirði lánsins og græddi 5 prósent af áætluðum byggingakostnaði.

Þannig gat byggingaverktakinn sett leigufélagið í þrot og horfið á braut með gróðann en Íbúðalánasjóður sat uppi með byggingu sem enginn hafði á áhuga á að búa í.

Reglugerðunum hefur ekki verið breytt. Samkvæmt upplýsingnum frá velferðarráðuneytinu voru lög samþykkt árið 2012 þar sem heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna leiguíbúða voru þrengdar verulega og eru nú alfarið bundnar við félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem markmið að eiga og reka leiguíbúðir til lengri tíma.  Þær breytingar eru tilkomnar vegna EES-reglna.

Þá fengust þau svör frá ráðuneytinu að það og Íbúðalánasjóður hafi unnið saman að gerð reglugerðarinnar sem var send Sambandi sveitarfélaga til umsagnar fyrir nokkru og er ráðuneytið nú að vinna úr þeim.

Í grein Fréttablaðsins í dag segir að verktakar og leiguaðilar notfærðu sér slæma umgjörð sjóðsins til þess að græða á honum.

Íbúðalánasjóður lánaði leiguaðilum og byggingaverktökum allt að 90 prósent af viðmiðunarkostnaði húsnæðis án þess að kanna hvort forsenda væri fyrir slíkum byggingum.

Íbúðalánasjóður bar nánast alla ábyrgð á fjárfestingunni þar sem ekki var krafist ábyrgðaryfirlýsingar frá viðurkenndri fjármálastofnun.

Byggingaverktakar gátu smíðað íbúðir fyrir lægri fjárhæð en Íbúðalánasjóður miðaði við þar sem sjóðurinn reiknaði viðmiðunarverð á leiguhúsnæði út frá fjölda fermetra en ekki leiguverðs.

Leigufélög, sem voru í eigu byggingaverktaka, gátu þannig grætt verulega á byggingu leiguíbúða óháð því hvort þörf væri á íbúðum eða hvort nokkur íbúð yrði leigð út.

Í rannsóknarskýrslunni er bent á að umgjörðin um leigufélagalánin hafi verið illa hugsuð frá upphafi. Kröfur um eigið fé voru litlar og stundum var þeim ekki fylgt eftir.


Tengdar fréttir

Alþingi ákveði um lögreglurannsókn

Eygló Harðardóttir vill skipa verkefnastjórn með samvinnuhópi hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka vegna stöðu Íbúðalánasjóðs. Hún segir að Alþingi beri að álykta hvort að lög hafi verið brotin og hvort að hlutaðeigandi verði látnir sæta ábyrgð.

95 milljarða króna lán líklega ólöglegt

Allt bendir til þess að tæplega 100 milljarða króna lán Íbúðalánasjóðs til banka og sparisjóða hafi verið ólöglegt samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis um málefni Íbúðalánasjóðs.

Sennilega mestu umboðssvik sögunnar

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að mestu umboðssvik sögunnar hafi hugsanlega átt sér stað í rekstri Íbúðalánasjóðs. Á Alþingi í dag sagði Byrnjar að nú þyrfti að skoða hvað brást.

Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin

Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður.

Íbúðalánasjóði breytt í áhættusækinn útlánabanka

Rannsókn á málefnum Íbúðalánasjóðs leiddi í ljós margvísleg mistök í rekstri sjóðsins, sum alvarleg sem kostað hafa þjóðina milljarða króna og í raun er ekki séð fyrir endann á þeim kostnaði. Ein veigamesta og afrifaríkasta ákvörðunin sem gerð var á þessu tímabili var niðurlagning húsabréfakerfisins árið 2004 og sú ákvörðun að hækka hámarkslánsfjárhæð og veðhlutfall lána sjóðsins, en það hækkaði úr 65% í 90%. Þetta var í raun pólitísk ákvörðun tekin af þáverandi ríkisstjórn.

"Þetta er eins og í Groundhog Day"

"Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna, á Alþingi í dag.

Íbúðalánasjóður hefði átt að heyra undir fjármálaráðuneyti

Slæm staða Íbúðalánasjóðs er rakin til vanhæfni stjórnenda Íbúðalánasjóðs og sinnuleysi af hálfu helstu eftirlits- og valdastofnana. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir bankinn hafi misst sjónar á raunverulegu hlutverki sínu og farið í útrás í stað þess að félagslegs aðhalds á faseignamarkaði.

Stefnir rannsóknarnefnd Alþingis fyrir meiðyrði

Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar Íbúðalánasjóðs, hefur hafið undirbúning á meiðyrðamáli gegn rannsóknarnefnd Alþingis um málefni íbúðalánasjóðs.

Starfsmenn ÍLS skildu ekki áhættustýringu

Starfsmönnum Íbúðalánasjóðs skorti þekkingu til að vinna með þær áhættustýringaraðferðir sem komið var á laggirnar fyrir sjóðinn, segir í niðurstöðukafla kolsvartrar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sjóðinn.

Heildartap íbúðalánasjóðs 270 milljarðar

Heildartap sjóðsins frá stofnun nemur því allt að 270 milljörðum króna, þar af 86 milljörðum vegna útlána og fullnustueigna, 28 milljörðum vegna lausafjárstýringar, 54 milljörðum vegna uppgreiðslna og 103 milljörðum vegna uppgreiðsluáhættu.

Umdeildir samningar gerðir í krafti pólitískra tengsla

Rannsóknarnefnd Íbúðalánasjóðs gagnrýnir harðlega umdeilda samninga sjóðsins við dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga og tengd félög. Framsóknarmaðurinn Þórólfur Gíslason, sem stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga, sótti fast að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs í krafti pólitískra tengsla sinna.

Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða

Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna.

"Það er auðvelt að vita betur í dag"

Forystumenn stjórnarflokkanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru hvorugur á mælendaskrá í sérstakri umræðu um rannsóknarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Gallaðar reglur voru gróðaleið verktaka

Umgjörð um lánamál Íbúðalánasjóðs til leigufélaga er stórgölluð og gerir verktökum kleift að græða. Sjóðurinn veitti milljarða lán til leigufélaga án þess að kanna jarðveg slíkra fjárfestinga. Verktakar græddu á því að reisa tómar íbúðir.

Dregur ályktanir rannsóknarnefndarinnar í efa

Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dregur ályktanir rannsóknarnefndar Íbúðalánasjóðs um hlutverk Íbúðalánasjóðs í efa.

90% lánin enduðu illa og urðu þjóðinni dýrkeypt

Árið 2004 ákváðu stjórnvöld að fara í vissa vegferð með Íbúðalánasjóð. Hún fólst í breyttum útlánum og fjármögnun þeirra. Í fyrsta lagi var húsbréfakerfið lagt niður og íbúðabréfakerfið tekið upp með beinum peningalánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×