Illa ígrunduð útboð hjá ÍLS og óforsvaranlegur samningur 2. júlí 2013 16:02 Kirstín Flygenring hagfræðingur kynnir niðurstöður nefndarinnar í dag. Útboð á innheimtu og tengdri þjónustu fyrir Íbúðalánasjóð sem fram fór árið 1999 var illa ígrundað að því er fram kemur í niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þá segir einnig að samningur sem sneri að vistun 300 milljóna króna öryggissjóðs Íbúðalánasjóðs hjá sparisjóðnum hafi verið óforsvaranlegur út frá sjónarmiðum lausafjárstýringar og hafi ekki verið gerður með hagsmuni Íbúðalánasjóðs í huga. Í skýrslunni segir að boðin hafi verið út saman aðskilin verkefni sem kröfðust ólíkrar þekkingar sem gerði væntanlegum tilboðsgjöfum erfitt fyrir. Þarfir Íbúðalánasjóðs voru ekki nægilega vel skilgreindar í útboðsgögnum en starfsfólk sjóðsins hafði litla sem enga aðkomu að gerð þeirra. Enda fór það svo að lægstbjóðandi, fyrirtækið Fjárvaki ehf., dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, gat ekki staðið við gerða samninga og var samningum því rift í byrjun árs 2002. Við samningsslitin var Fjárvaka greidd fjárhæð sem var sambærileg því sem fyrirtækið hefði fengið í sinn hlut ef það hefði staðið við gerða samninga. Sama dag og samstarfi var hætt við Fjárvaka var einnig skrifað undir tvo samninga við Sparisjóð Hólahrepps, samstarfsaðila Fjárvaka. Sá fyrri var samkomulag um að sparisjóðurinn myndi veita Íbúðalánasjóði áfram innheimtuþjónustu. Var það í besta falli óeðlilegt því að upphaflega var farið í útboðið þar sem sambærilegur samningur við Búnaðarbanka Íslands hafði verið kærður til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og niðurstaðan verið sú að samningurinn væri útboðsskyldur. Jafnframt voru forsendur útboðsins allt aðrar en í samningnum sem gerður var við Sparisjóð Hólahrepps og því hefði verið eðlilegast að bjóða út þjónustuna að nýju að mati nefndarinnar. Síðari samningurinn sneri að vistun 300 milljóna króna öryggissjóðs Íbúðalánasjóðs hjá sparisjóðnum. Sá samningur var óforsvaranlegur út frá sjónarmiðum lausafjárstýringar og var ekki gerður með hagsmuni Íbúðalánasjóðs í huga. Sama dag og samningarnir voru undirritaðir samþykkti Íbúðalánasjóður reikning frá Sparisjóði Hólahrepps upp á rúmar 16 milljónir króna sem enduðu á reikningi Fjárvaka. Athygli vekur að einn af forsvarsmönnum Fjárvaka undirritaði samningana fyrir hönd sparisjóðsins en hann var ekki prókúruhafi þótt hann hafi verið stjórnarmaður í sparisjóðnum. Niðurstöður skýrslunnar má nálgast hér. Tengdar fréttir Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður. 2. júlí 2013 14:55 Sátu báðu megin við borðið - eftirlit var ekki fullnægjandi Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð telur að eftirlit með starfsemi íbúðalánasjóðs hafi ekki verið fullnægjandi. 2. júlí 2013 15:18 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samábyrg fyrir breytingum Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var samábyrg fyrir breytingum innan Íbúðalánasjóðs árið 2004 að því er fram kemur í niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. 2. júlí 2013 15:11 Heildartap íbúðalánasjóðs 270 milljarðar Heildartap sjóðsins frá stofnun nemur því allt að 270 milljörðum króna, þar af 86 milljörðum vegna útlána og fullnustueigna, 28 milljörðum vegna lausafjárstýringar, 54 milljörðum vegna uppgreiðslna og 103 milljörðum vegna uppgreiðsluáhættu. 2. júlí 2013 15:44 Skýrsla um starfsemi og rekstur Íbúðalánasjóðs birt í dag Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs verður afhent í dag klukkan 13.00 í Alþingishúsinu og birt á vef Alþingis klukkan 14.00. 2. júlí 2013 09:19 Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna. 2. júlí 2013 14:17 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Útboð á innheimtu og tengdri þjónustu fyrir Íbúðalánasjóð sem fram fór árið 1999 var illa ígrundað að því er fram kemur í niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þá segir einnig að samningur sem sneri að vistun 300 milljóna króna öryggissjóðs Íbúðalánasjóðs hjá sparisjóðnum hafi verið óforsvaranlegur út frá sjónarmiðum lausafjárstýringar og hafi ekki verið gerður með hagsmuni Íbúðalánasjóðs í huga. Í skýrslunni segir að boðin hafi verið út saman aðskilin verkefni sem kröfðust ólíkrar þekkingar sem gerði væntanlegum tilboðsgjöfum erfitt fyrir. Þarfir Íbúðalánasjóðs voru ekki nægilega vel skilgreindar í útboðsgögnum en starfsfólk sjóðsins hafði litla sem enga aðkomu að gerð þeirra. Enda fór það svo að lægstbjóðandi, fyrirtækið Fjárvaki ehf., dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, gat ekki staðið við gerða samninga og var samningum því rift í byrjun árs 2002. Við samningsslitin var Fjárvaka greidd fjárhæð sem var sambærileg því sem fyrirtækið hefði fengið í sinn hlut ef það hefði staðið við gerða samninga. Sama dag og samstarfi var hætt við Fjárvaka var einnig skrifað undir tvo samninga við Sparisjóð Hólahrepps, samstarfsaðila Fjárvaka. Sá fyrri var samkomulag um að sparisjóðurinn myndi veita Íbúðalánasjóði áfram innheimtuþjónustu. Var það í besta falli óeðlilegt því að upphaflega var farið í útboðið þar sem sambærilegur samningur við Búnaðarbanka Íslands hafði verið kærður til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og niðurstaðan verið sú að samningurinn væri útboðsskyldur. Jafnframt voru forsendur útboðsins allt aðrar en í samningnum sem gerður var við Sparisjóð Hólahrepps og því hefði verið eðlilegast að bjóða út þjónustuna að nýju að mati nefndarinnar. Síðari samningurinn sneri að vistun 300 milljóna króna öryggissjóðs Íbúðalánasjóðs hjá sparisjóðnum. Sá samningur var óforsvaranlegur út frá sjónarmiðum lausafjárstýringar og var ekki gerður með hagsmuni Íbúðalánasjóðs í huga. Sama dag og samningarnir voru undirritaðir samþykkti Íbúðalánasjóður reikning frá Sparisjóði Hólahrepps upp á rúmar 16 milljónir króna sem enduðu á reikningi Fjárvaka. Athygli vekur að einn af forsvarsmönnum Fjárvaka undirritaði samningana fyrir hönd sparisjóðsins en hann var ekki prókúruhafi þótt hann hafi verið stjórnarmaður í sparisjóðnum. Niðurstöður skýrslunnar má nálgast hér.
Tengdar fréttir Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður. 2. júlí 2013 14:55 Sátu báðu megin við borðið - eftirlit var ekki fullnægjandi Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð telur að eftirlit með starfsemi íbúðalánasjóðs hafi ekki verið fullnægjandi. 2. júlí 2013 15:18 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samábyrg fyrir breytingum Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var samábyrg fyrir breytingum innan Íbúðalánasjóðs árið 2004 að því er fram kemur í niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. 2. júlí 2013 15:11 Heildartap íbúðalánasjóðs 270 milljarðar Heildartap sjóðsins frá stofnun nemur því allt að 270 milljörðum króna, þar af 86 milljörðum vegna útlána og fullnustueigna, 28 milljörðum vegna lausafjárstýringar, 54 milljörðum vegna uppgreiðslna og 103 milljörðum vegna uppgreiðsluáhættu. 2. júlí 2013 15:44 Skýrsla um starfsemi og rekstur Íbúðalánasjóðs birt í dag Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs verður afhent í dag klukkan 13.00 í Alþingishúsinu og birt á vef Alþingis klukkan 14.00. 2. júlí 2013 09:19 Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna. 2. júlí 2013 14:17 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður. 2. júlí 2013 14:55
Sátu báðu megin við borðið - eftirlit var ekki fullnægjandi Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð telur að eftirlit með starfsemi íbúðalánasjóðs hafi ekki verið fullnægjandi. 2. júlí 2013 15:18
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samábyrg fyrir breytingum Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var samábyrg fyrir breytingum innan Íbúðalánasjóðs árið 2004 að því er fram kemur í niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. 2. júlí 2013 15:11
Heildartap íbúðalánasjóðs 270 milljarðar Heildartap sjóðsins frá stofnun nemur því allt að 270 milljörðum króna, þar af 86 milljörðum vegna útlána og fullnustueigna, 28 milljörðum vegna lausafjárstýringar, 54 milljörðum vegna uppgreiðslna og 103 milljörðum vegna uppgreiðsluáhættu. 2. júlí 2013 15:44
Skýrsla um starfsemi og rekstur Íbúðalánasjóðs birt í dag Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs verður afhent í dag klukkan 13.00 í Alþingishúsinu og birt á vef Alþingis klukkan 14.00. 2. júlí 2013 09:19
Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna. 2. júlí 2013 14:17