Viðskipti innlent

Lesendur vilja íslenskan skáldskap

Valur Grettisson skrifar
Landsmenn vilja íslenskar kiljur í sumarfríinu samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tekur saman vinsælustu kiljurnar þessa stundina.

Á lista yfir 20 mest seldu kiljurnar það sem af er sumri eru 12 íslenskir höfundar. Að vanda eru reyfarar vinsælasta lesningin í sumarfríinu.

Í efsta sæti er glæpasagan Hún er horfin eftir Gillian Flynn sem Bjartur gefur út, í öðru sæti er gleðisagan Maður sem heitir Ove og í þriðja sæti yfir mest seldu kiljurnar er Ekki þessi týpa eftir Björg Magnúsdóttur.

Af öðrum íslenskum höfundum á listanum má nefna Arnald Indriðason sem er í 17. sæti með bók sína Reykjavíkurnætur. Í sætinu fyrir neðan hann situr Jón Atli Jónasson með óvæntan en myrkan smell sinn um Börnin í Dimmuvík, en sú bók hefur fengið nær einróma lof gagnrýnanda.

Listinn, sem má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan, nær yfir mest seldu kiljurnar hér á landi tímabilið 19. maí – 29. júní. Listinn byggir á upplýsingum frá þessar verslunum:

Bókabúðin Iða 

Bókabúð Máls og menningar

Bóksala stúdenta

N1

A4

Penninn – Eymundsson

Verslanir Haga  (Hagkaup og Bónus)

Verslanir Kaupáss (Krónan, Nóatún og 11-11)

Verslanir Samkaupa (Nettó og Samkaup)

Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×