Enn deilt um virði Hörpunnar - dómkvaddir matsmenn komnir í málið Valur Grettisson skrifar 3. júlí 2013 11:33 Harpan á fallegum degi. Er hún sautján milljarða króna virði eða sjö milljón króna virði? þÞað er stóra spurningin. Héraðsdómur hefur fallist á kröfu rekstrarfélags Hörpu um að hlutlausir matsmenn verði kvaddir til þess að meta verðmæti Hörpunnar. Niðurstaða matsmanna getur skipt sköpum um fasteignagjöld Hörpu sem í dag eru að sliga reksturinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að dómkvaddir matsmenn skyldu kallaðir til þess að meta virði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórn Hörpu hefur stefnt Reykjavíkurborg og Þjóðskrá og var málið þingfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að Harpa vill ógilda mat yfirfasteignamatsnefndar frá því í maí á síðasta ári. Nefndin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að fasteignavirði Hörpu væru 17 milljarðar króna á meðan stjórn Hörpu telur virði hússins nær sjö milljörðum. Raunveruleg ástæða þess að um þetta er deilt er sú að ef Harpa verður metin á 17 milljarða, þurfa forsvarsmenn hússins að greiða 340 milljónir króna í fasteignagjöld. Sé húsið metið á sjö milljarða, þurfa þeir að greiða umtalsvert lægri upphæð, eða 120 til 160 milljónir króna. Yfirfasteignamatsnefndin notaðist við sérstaka aðferð við að meta tónlistarhúsið. Stjórn Hörpu var ósammála aðferðinni og vildi því fá dómkvadda matsmenn til þess að meta virði hússins eftir sömu reglum og almennar fasteignir eru metnar. Lögmenn Þjóðskrár og Reykjavíkurborgar mótmæltu því þar sem þeir töldu matið engu máli skipta, og héldu því fram að ekki væri hægt að meta Hörpu eins og hverja aðra fasteign. Dómari var þó ósammála þessu, og samþykkti matið. Því verður nokkur bið á áframhaldi málsins þar til matsmenn hafa lokið sínum störfum. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Héraðsdómur hefur fallist á kröfu rekstrarfélags Hörpu um að hlutlausir matsmenn verði kvaddir til þess að meta verðmæti Hörpunnar. Niðurstaða matsmanna getur skipt sköpum um fasteignagjöld Hörpu sem í dag eru að sliga reksturinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að dómkvaddir matsmenn skyldu kallaðir til þess að meta virði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórn Hörpu hefur stefnt Reykjavíkurborg og Þjóðskrá og var málið þingfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að Harpa vill ógilda mat yfirfasteignamatsnefndar frá því í maí á síðasta ári. Nefndin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að fasteignavirði Hörpu væru 17 milljarðar króna á meðan stjórn Hörpu telur virði hússins nær sjö milljörðum. Raunveruleg ástæða þess að um þetta er deilt er sú að ef Harpa verður metin á 17 milljarða, þurfa forsvarsmenn hússins að greiða 340 milljónir króna í fasteignagjöld. Sé húsið metið á sjö milljarða, þurfa þeir að greiða umtalsvert lægri upphæð, eða 120 til 160 milljónir króna. Yfirfasteignamatsnefndin notaðist við sérstaka aðferð við að meta tónlistarhúsið. Stjórn Hörpu var ósammála aðferðinni og vildi því fá dómkvadda matsmenn til þess að meta virði hússins eftir sömu reglum og almennar fasteignir eru metnar. Lögmenn Þjóðskrár og Reykjavíkurborgar mótmæltu því þar sem þeir töldu matið engu máli skipta, og héldu því fram að ekki væri hægt að meta Hörpu eins og hverja aðra fasteign. Dómari var þó ósammála þessu, og samþykkti matið. Því verður nokkur bið á áframhaldi málsins þar til matsmenn hafa lokið sínum störfum.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira