Viðskipti innlent

Stefnir rannsóknarnefnd Alþingis fyrir meiðyrði

Hallur Magnússon,  fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar Íbúðalánasjóð.
Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar Íbúðalánasjóð.
Hallur Magnússon,  fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar Íbúðalánasjóðs, hefur hafið undirbúning á meiðyrðamáli gegn rannsóknarnefnd Alþingis um málefni íbúðalánasjóðs.

Í tilkynningu sem Hallur sendi fyrir stundu fullyrðir hann að skýrslan sé full af rangfærslum og ein þeirra snúi að sér.

Sú rangfrærsla snúi að því að hann hafi verið ráðinn til starfa hjá sjóðnum á pólitískum forsendum.

Hallur segir að staðan sem hann sinnti síðar hafi verið auglýst árið 1999 og að Gallup hafi metið hann hæfastan af umsækjendum.

Í skýrslunni segir orðrétt um ráðningu Halls:

„Einnig vekur athygli að Hallur Magnússon, sem á þeim tíma hafði lengi verið starfandi í Framsóknarflokknum, var ráðinn til stofnunarinnar, fyrst sem yfirmaður gæða- og markaðsmála en síðar sem yfirmaður þróunar- og almannatengslasviðs og að lokum sem sviðsstjóri þróunarsviðs. Ekki fæst séð að umrædd staða hafi verið auglýst er Hallur var fyrst ráðinn árið 1999.“

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Halls í heild sinni. Hér má lesa kaflann þar sem rætt er um ráðningu Halls.


Tengdar fréttir

Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin

Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður.

Starfsmenn ÍLS skildu ekki áhættustýringu

Starfsmönnum Íbúðalánasjóðs skorti þekkingu til að vinna með þær áhættustýringaraðferðir sem komið var á laggirnar fyrir sjóðinn, segir í niðurstöðukafla kolsvartrar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sjóðinn.

Heildartap íbúðalánasjóðs 270 milljarðar

Heildartap sjóðsins frá stofnun nemur því allt að 270 milljörðum króna, þar af 86 milljörðum vegna útlána og fullnustueigna, 28 milljörðum vegna lausafjárstýringar, 54 milljörðum vegna uppgreiðslna og 103 milljörðum vegna uppgreiðsluáhættu.

Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða

Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×