Viðskipti innlent

Sumarbústaðaeigendur fá 4G háhraðanet

Jóhannes Stefánsson skrifar
Sumarbústaðaeigendur Í Skorradal og Grímsnesi geta nú alltaf verið tengdir.
Sumarbústaðaeigendur Í Skorradal og Grímsnesi geta nú alltaf verið tengdir. JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON
Bæði Nova og Vodafone munu bjóða upp á 4G háhraðanetsamband í Skorradal og Grímsnesi frá og með þessari viku.

Nova hefur þegar komið sinni netþjónustu í loftið, en félagið var fyrst til að bjóða upp á 4G netþjónustu hér á landi. 4G sambandið á sumarbústaðasvæðunum er því viðbót við það sem fyrir er á höfuðborgarsvæðinu.

Vodafone ráðgerir að 4G kerfi sitt verði komið á laggirnar fyrir vikulok, en félagið býður ekki upp á slíka þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Það er vegna þess að Vodafone hyggst bjóða upp á þjónustuna fyrst á illa nettengdum svæðum líkt og Vodafone í Evrópu samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins.

Þá hafa 3G sendar Nova verið uppfærðir í 3G+ samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×