Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 11:30 Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu. Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu.
Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira