Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 11:30 Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu. Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu.
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira