Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 13:00 Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira