Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 13:00 Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira