Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 13:00 Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira